Þriðji flokkurinn Þorvaldur Gylfason skrifar 18. júlí 2019 07:00 Reykjavík – Stjórnmál umheimsins eru í uppnámi. Ég lýsti því hér fyrir viku hversu komið er fyrir tveim sögufrægum flokkum, bandaríska Repúblikanaflokknum sem situr nú og stendur eins og víðræmdur rasisti, hálfgildingsfasisti og hreint fífl – „stabílt séní“ kallar hann sjálfan sig – býður mönnum sínum og einnig fyrir brezka Íhaldsflokknum sem bíður þess að gera sams konar trúð að forsætisráðherra Bretlands. Við skulum nefna hlutina réttum nöfnum. Skófla heitir skófla eins og kaninn segir.Eldfjallafegurð Stuðningsmenn beggja flokka telja öllu óhætt. Repúblikanar segja með réttu að Dow-Jones vísitalan hafi aldrei verið hærri en nú og atvinnuleysi sé með minnsta móti. Sagan sýnir þó að efnahagslífið getur eins og hendi sé veifað tekið allt aðra stefnu ef út af ber. Sama á við um Bretland þar sem íhaldsmenn mæra mikla atvinnu án þess að athuga að vanbúin útganga úr ESB getur valdið miklum usla í bráð og lengd. Menn skyldu varast að mæra fegurð eldfjalla sem eru í þann veginn að gjósa. Bæði löndin hafa fyrir vanrækslu stjórnvalda liðið fyrir dvínandi velferð í dreifðum byggðum og grófa misskiptingu. Hvort tveggja hefur mulið undir misindismenn sem ala á fordómum og úlfúð og svífast einskis. Panama, Viðreisn og þjóðremba Vandi stjórnmálanna er ekki bundinn við Bandaríkin og Bretland og ekki heldur við hægri flokka. Skemmdin er víðtækari en svo. Evrópskir jafnaðarflokkar eru nú margir líkt og flokkar frjálslyndra í miklum vanda og fylgi þeirra hefur dalað eftir því. Á sænska þinginu voru flokkarnir lengi fimm og eru nú átta. Á þýzka þinginu voru þeir þrír og eru nú sex. Hér heima voru þingflokkarnir lengi fjórir – fjórflokkurinn! – og eru nú átta. Panama-skjölin klufu Framsókn í tvennt. Sjálfstæðismenn kipptu sér þó ekki upp við Panama-skjölin, depluðu ekki auga, heldur varð ágreiningur um ESB til að kljúfa flokkinn þegar Evrópusinnar stofnuðu Viðreisn. Nú láta þjóðremblar flokksins ófriðlega. Þeir gera ágreining um orkumál – menn sem hafa áratugum saman sólundað sameignum þjóðarinnar til sjós og lands í hendur glæpamanna sem keyrðu bankana í kaf, útvegsmanna og erlendra orkukaupenda á kostnað réttra eigenda, fólksins í landinu. Fari sem horfir mun Sjálfstæðisflokkurinn skiptast upp í enn smærri og meðfærilegri einingar. Með kveðju til Tortólu Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið á sjá og hefur koltapað fyrir kommunum í hverju málinu á eftir öðru. Þegar varnarliðið fór úr landi 2006 reyndust sjálfstæðismenn ekki hafa gert neinar ráðstafanir til að tryggja varnir landsins með öðrum hætti. Kommarnir gátu sagt: Þarna sjáið þið, varnarrökin fyrir veru hersins í landinu voru einber fyrirsláttur, þið voruð bara að hugsa um hermangið. Ég segi „kommarnir“ því þannig tala margir sjálfstæðismennn enn um andstæðinga sína. Sjálfstæðismenn stjórnuðu landinu samfleytt frá 1991 til 2009, fyrst með Framsókn og síðan Samfylkingu. Þeir sögðust einir hafa vald á efnahagsmálum og keyrðu landið lóðbeint í kaf. Það kom í hlut kommanna og AGS að reisa landið við. Í miðju hruni reyndu sjálfstæðismenn að selja Ísland í hendur Rússa til að komast hjá neyðarhjálp frá AGS. Bandamenn Íslands í Nató – og kommarnir! – supu hveljur. Af þeim sjö mönnum sem Rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga voru fjórir hátt settir sjálfstæðismenn. Enginn þeirra var þó látinn sæta ábyrgð, öðru nær. Sá þeirra sem keyrði Seðlabankann í kaf heldur áfram að láta ljós sitt skína í Morgunblaðinu, fjármagnaður af útvegsmönnum. Sjálfstæðismenn hafa reitt sig á réttarkerfi sem þeir hafa mannað að miklu leyti sjálfir, refsileysi og fyrningu brota, eins og t.d. þegar álitlegur hluti gjaldeyrisforða Seðlabankans var sendur til Tortólu 6. október 2008 og bankinn komst í þrot. Mokum út Steininn tók úr þegar Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér af alefli gegn staðfestingu nýrrar stjórnarskrár á Alþingi 2013-2017 til að tryggja eigin hag og útvegsmanna gegn skýrum vilja fólksins í landinu. Til að bregða birtu á málið skulum við skoða tölur frá 2006 því þær voru afhjúpaðar í skýrslu RNA (8. bindi, bls. 164) en hefðu ella farið leynt. Það ár tóku stjórnmálaflokkarnir við 173 mkr. á núvirði bara frá bönkunum og fékk Sjálfstæðisflokkurinn helming fjárins. Fjárhæðin jafngilti þá 2,3 milljónum Bandaríkjadala sem gerir um 2,3 milljarða dala hér heima miðað við fólksfjölda. Sama ár, 2006, nam heildarkostnaður vegna þingkosninga í Bandaríkjunum 2,8 milljörðum dala. Af þessu má ráða að fjármokstur í stjórnmálamenn og flokka hefur verið svipaður á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem auðmenn hafa í allra augsýn tekið völdin af almenningi. Nauðsyn ber til að nýrri rannsóknarnefnd verði falið að svipta hulunni af stuðningi útvegsmanna og annarra við stjórnmálamenn og flokka og innlögnum á Panama-reikninga stjórnmálamanna. Fjármokstur sem brýtur gegn velsæmi, að ekki sé meira sagt, verður að víkja fyrir mannréttindum og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Stjórnmál umheimsins eru í uppnámi. Ég lýsti því hér fyrir viku hversu komið er fyrir tveim sögufrægum flokkum, bandaríska Repúblikanaflokknum sem situr nú og stendur eins og víðræmdur rasisti, hálfgildingsfasisti og hreint fífl – „stabílt séní“ kallar hann sjálfan sig – býður mönnum sínum og einnig fyrir brezka Íhaldsflokknum sem bíður þess að gera sams konar trúð að forsætisráðherra Bretlands. Við skulum nefna hlutina réttum nöfnum. Skófla heitir skófla eins og kaninn segir.Eldfjallafegurð Stuðningsmenn beggja flokka telja öllu óhætt. Repúblikanar segja með réttu að Dow-Jones vísitalan hafi aldrei verið hærri en nú og atvinnuleysi sé með minnsta móti. Sagan sýnir þó að efnahagslífið getur eins og hendi sé veifað tekið allt aðra stefnu ef út af ber. Sama á við um Bretland þar sem íhaldsmenn mæra mikla atvinnu án þess að athuga að vanbúin útganga úr ESB getur valdið miklum usla í bráð og lengd. Menn skyldu varast að mæra fegurð eldfjalla sem eru í þann veginn að gjósa. Bæði löndin hafa fyrir vanrækslu stjórnvalda liðið fyrir dvínandi velferð í dreifðum byggðum og grófa misskiptingu. Hvort tveggja hefur mulið undir misindismenn sem ala á fordómum og úlfúð og svífast einskis. Panama, Viðreisn og þjóðremba Vandi stjórnmálanna er ekki bundinn við Bandaríkin og Bretland og ekki heldur við hægri flokka. Skemmdin er víðtækari en svo. Evrópskir jafnaðarflokkar eru nú margir líkt og flokkar frjálslyndra í miklum vanda og fylgi þeirra hefur dalað eftir því. Á sænska þinginu voru flokkarnir lengi fimm og eru nú átta. Á þýzka þinginu voru þeir þrír og eru nú sex. Hér heima voru þingflokkarnir lengi fjórir – fjórflokkurinn! – og eru nú átta. Panama-skjölin klufu Framsókn í tvennt. Sjálfstæðismenn kipptu sér þó ekki upp við Panama-skjölin, depluðu ekki auga, heldur varð ágreiningur um ESB til að kljúfa flokkinn þegar Evrópusinnar stofnuðu Viðreisn. Nú láta þjóðremblar flokksins ófriðlega. Þeir gera ágreining um orkumál – menn sem hafa áratugum saman sólundað sameignum þjóðarinnar til sjós og lands í hendur glæpamanna sem keyrðu bankana í kaf, útvegsmanna og erlendra orkukaupenda á kostnað réttra eigenda, fólksins í landinu. Fari sem horfir mun Sjálfstæðisflokkurinn skiptast upp í enn smærri og meðfærilegri einingar. Með kveðju til Tortólu Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið á sjá og hefur koltapað fyrir kommunum í hverju málinu á eftir öðru. Þegar varnarliðið fór úr landi 2006 reyndust sjálfstæðismenn ekki hafa gert neinar ráðstafanir til að tryggja varnir landsins með öðrum hætti. Kommarnir gátu sagt: Þarna sjáið þið, varnarrökin fyrir veru hersins í landinu voru einber fyrirsláttur, þið voruð bara að hugsa um hermangið. Ég segi „kommarnir“ því þannig tala margir sjálfstæðismennn enn um andstæðinga sína. Sjálfstæðismenn stjórnuðu landinu samfleytt frá 1991 til 2009, fyrst með Framsókn og síðan Samfylkingu. Þeir sögðust einir hafa vald á efnahagsmálum og keyrðu landið lóðbeint í kaf. Það kom í hlut kommanna og AGS að reisa landið við. Í miðju hruni reyndu sjálfstæðismenn að selja Ísland í hendur Rússa til að komast hjá neyðarhjálp frá AGS. Bandamenn Íslands í Nató – og kommarnir! – supu hveljur. Af þeim sjö mönnum sem Rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga voru fjórir hátt settir sjálfstæðismenn. Enginn þeirra var þó látinn sæta ábyrgð, öðru nær. Sá þeirra sem keyrði Seðlabankann í kaf heldur áfram að láta ljós sitt skína í Morgunblaðinu, fjármagnaður af útvegsmönnum. Sjálfstæðismenn hafa reitt sig á réttarkerfi sem þeir hafa mannað að miklu leyti sjálfir, refsileysi og fyrningu brota, eins og t.d. þegar álitlegur hluti gjaldeyrisforða Seðlabankans var sendur til Tortólu 6. október 2008 og bankinn komst í þrot. Mokum út Steininn tók úr þegar Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér af alefli gegn staðfestingu nýrrar stjórnarskrár á Alþingi 2013-2017 til að tryggja eigin hag og útvegsmanna gegn skýrum vilja fólksins í landinu. Til að bregða birtu á málið skulum við skoða tölur frá 2006 því þær voru afhjúpaðar í skýrslu RNA (8. bindi, bls. 164) en hefðu ella farið leynt. Það ár tóku stjórnmálaflokkarnir við 173 mkr. á núvirði bara frá bönkunum og fékk Sjálfstæðisflokkurinn helming fjárins. Fjárhæðin jafngilti þá 2,3 milljónum Bandaríkjadala sem gerir um 2,3 milljarða dala hér heima miðað við fólksfjölda. Sama ár, 2006, nam heildarkostnaður vegna þingkosninga í Bandaríkjunum 2,8 milljörðum dala. Af þessu má ráða að fjármokstur í stjórnmálamenn og flokka hefur verið svipaður á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem auðmenn hafa í allra augsýn tekið völdin af almenningi. Nauðsyn ber til að nýrri rannsóknarnefnd verði falið að svipta hulunni af stuðningi útvegsmanna og annarra við stjórnmálamenn og flokka og innlögnum á Panama-reikninga stjórnmálamanna. Fjármokstur sem brýtur gegn velsæmi, að ekki sé meira sagt, verður að víkja fyrir mannréttindum og lýðræði.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun