Viðskipti innlent

Sumargestum Jarðbaðanna fækkar um sjö prósent

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Frá jarðböðunum.
Frá jarðböðunum.
Aðsókn í Jarðböðin á Mývatni dróst saman um tæp 7 prósent í júní og það sem af er júlí miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta segir Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna, í samtali við Markaðinn. Hann segir að aðsóknin á fyrri árshelmingi hafi verið svipuð og á sama helmingi síðasta árs en þó gæti örlítillar fækkunar.

Í fyrra lögðu alls 210 þúsund manns leið sína í Jarðböðin. Hagnaður félagsins nam 313 milljónum króna og jókst lítillega á milli ára en hann nam 294 milljónum á árinu 2017. Heildarvelta félagsins jókst um 100 milljónir en hún nam 922 milljónum króna samanborið við 821 milljón króna á árinu 2017.

Stærstu hluthafarnir í Jarðböðunum eru fjárfestingafélagið Tækifæri, sem er aðallega í eigu KEA, Íslenskar heilsulindir, sem er dótturfélag Bláa lónsins, og Landsvirkjun. Í árslok 2018 voru Jarðböðin metin á um 4,6 milljarða króna í bókum Tækifæris sem fer með 43,8 prósenta hlut. Í upphafi árs 2018 voru hluthafar í félaginu 74 en 68 í lok árs.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×