Metfjöldi skemmtiferðaskipa í ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 12:45 Queen Mary 2 kom til hafnar í Reykjavík í morgun. vísir/vilhelm Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2014. Á síðasta ári kom hálf milljón farþega með skipunum en í ár er áætluð töluverð aukning. Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 er 345 metrar að lengd og 149 þúsund brúttótonn. Skipið tekur 2691 farþega og þar er einnig 1292 manna áhöfn. Skipið er notað í reglulegar áætlunarsiglingar yfir Atlandshafið og á milli tveggja heimahafna sinna Southampton á England og New York í Bandaríkjunum. Siglingin tekur alls 22 sólahringa og leggur skipið á leið sinni að bryggju í Halifax, Corner Brook, Reykjavík og Liverpool. Þetta er mikið glæsiskip og var á sínum tíma stærsta farþegaskip heims. Í ár eru 184 skipakomur farþegaskip áætlaðar til faxaflóahafnar og er það metfjöldi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þróunina hafa verið upp á við frá árinu 2014. „Þetta hefur verið nokkuð stöðug þróun frá því árinu 2014, þá voru rúmlega 200 þúsund farþegar sem komu með skemmtiferðaskipum. Á síðasta ári voru þeir svo tæplega hálf milljón og útlit er fyrir að þetta verði svipað eða heldur meira á þessu ári,“ segir hann. Jóhannes segir það góða viðbót fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að fá skemmtiferðaskipin hingað. Koma þeirra sé þó ekki gallalausa. „Umferð skemmtiferðaskipa hefur fengið á sig ákveðna gagnrýni í ferðaþjónustu víða um heim. Þar sem að álag er mikið, sumir telja að þau skilji lítið eftir sig. Ég held að þetta sé samt umferð sem að við fögnum og verðum að horfa þá í hér innanlands hvernig við getum á bestan hátt skapað verðmæti og boðið þessum farþegum upp á vöruúrval og þjónustu sem þau hafa áhuga á að nýta,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2014. Á síðasta ári kom hálf milljón farþega með skipunum en í ár er áætluð töluverð aukning. Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 er 345 metrar að lengd og 149 þúsund brúttótonn. Skipið tekur 2691 farþega og þar er einnig 1292 manna áhöfn. Skipið er notað í reglulegar áætlunarsiglingar yfir Atlandshafið og á milli tveggja heimahafna sinna Southampton á England og New York í Bandaríkjunum. Siglingin tekur alls 22 sólahringa og leggur skipið á leið sinni að bryggju í Halifax, Corner Brook, Reykjavík og Liverpool. Þetta er mikið glæsiskip og var á sínum tíma stærsta farþegaskip heims. Í ár eru 184 skipakomur farþegaskip áætlaðar til faxaflóahafnar og er það metfjöldi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þróunina hafa verið upp á við frá árinu 2014. „Þetta hefur verið nokkuð stöðug þróun frá því árinu 2014, þá voru rúmlega 200 þúsund farþegar sem komu með skemmtiferðaskipum. Á síðasta ári voru þeir svo tæplega hálf milljón og útlit er fyrir að þetta verði svipað eða heldur meira á þessu ári,“ segir hann. Jóhannes segir það góða viðbót fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að fá skemmtiferðaskipin hingað. Koma þeirra sé þó ekki gallalausa. „Umferð skemmtiferðaskipa hefur fengið á sig ákveðna gagnrýni í ferðaþjónustu víða um heim. Þar sem að álag er mikið, sumir telja að þau skilji lítið eftir sig. Ég held að þetta sé samt umferð sem að við fögnum og verðum að horfa þá í hér innanlands hvernig við getum á bestan hátt skapað verðmæti og boðið þessum farþegum upp á vöruúrval og þjónustu sem þau hafa áhuga á að nýta,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21