Metfjöldi skemmtiferðaskipa í ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 12:45 Queen Mary 2 kom til hafnar í Reykjavík í morgun. vísir/vilhelm Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2014. Á síðasta ári kom hálf milljón farþega með skipunum en í ár er áætluð töluverð aukning. Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 er 345 metrar að lengd og 149 þúsund brúttótonn. Skipið tekur 2691 farþega og þar er einnig 1292 manna áhöfn. Skipið er notað í reglulegar áætlunarsiglingar yfir Atlandshafið og á milli tveggja heimahafna sinna Southampton á England og New York í Bandaríkjunum. Siglingin tekur alls 22 sólahringa og leggur skipið á leið sinni að bryggju í Halifax, Corner Brook, Reykjavík og Liverpool. Þetta er mikið glæsiskip og var á sínum tíma stærsta farþegaskip heims. Í ár eru 184 skipakomur farþegaskip áætlaðar til faxaflóahafnar og er það metfjöldi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þróunina hafa verið upp á við frá árinu 2014. „Þetta hefur verið nokkuð stöðug þróun frá því árinu 2014, þá voru rúmlega 200 þúsund farþegar sem komu með skemmtiferðaskipum. Á síðasta ári voru þeir svo tæplega hálf milljón og útlit er fyrir að þetta verði svipað eða heldur meira á þessu ári,“ segir hann. Jóhannes segir það góða viðbót fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að fá skemmtiferðaskipin hingað. Koma þeirra sé þó ekki gallalausa. „Umferð skemmtiferðaskipa hefur fengið á sig ákveðna gagnrýni í ferðaþjónustu víða um heim. Þar sem að álag er mikið, sumir telja að þau skilji lítið eftir sig. Ég held að þetta sé samt umferð sem að við fögnum og verðum að horfa þá í hér innanlands hvernig við getum á bestan hátt skapað verðmæti og boðið þessum farþegum upp á vöruúrval og þjónustu sem þau hafa áhuga á að nýta,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2014. Á síðasta ári kom hálf milljón farþega með skipunum en í ár er áætluð töluverð aukning. Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 er 345 metrar að lengd og 149 þúsund brúttótonn. Skipið tekur 2691 farþega og þar er einnig 1292 manna áhöfn. Skipið er notað í reglulegar áætlunarsiglingar yfir Atlandshafið og á milli tveggja heimahafna sinna Southampton á England og New York í Bandaríkjunum. Siglingin tekur alls 22 sólahringa og leggur skipið á leið sinni að bryggju í Halifax, Corner Brook, Reykjavík og Liverpool. Þetta er mikið glæsiskip og var á sínum tíma stærsta farþegaskip heims. Í ár eru 184 skipakomur farþegaskip áætlaðar til faxaflóahafnar og er það metfjöldi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þróunina hafa verið upp á við frá árinu 2014. „Þetta hefur verið nokkuð stöðug þróun frá því árinu 2014, þá voru rúmlega 200 þúsund farþegar sem komu með skemmtiferðaskipum. Á síðasta ári voru þeir svo tæplega hálf milljón og útlit er fyrir að þetta verði svipað eða heldur meira á þessu ári,“ segir hann. Jóhannes segir það góða viðbót fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að fá skemmtiferðaskipin hingað. Koma þeirra sé þó ekki gallalausa. „Umferð skemmtiferðaskipa hefur fengið á sig ákveðna gagnrýni í ferðaþjónustu víða um heim. Þar sem að álag er mikið, sumir telja að þau skilji lítið eftir sig. Ég held að þetta sé samt umferð sem að við fögnum og verðum að horfa þá í hér innanlands hvernig við getum á bestan hátt skapað verðmæti og boðið þessum farþegum upp á vöruúrval og þjónustu sem þau hafa áhuga á að nýta,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21