Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2019 13:34 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, talar á ráðstefnu sinni um trúfrelsi. getty/Mark Wilson Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á „smánarbletti aldarinnar“ á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. Á ráðstefnu um trúfrelsi sem hann stóð fyrir í Washington fordæmdi Pompeo Kína vegna risavaxinna varðhaldsbúða í vesturhluta Xinjiang héraðsins, þar sem talið er að milljón uighur múslimum, Kasökum og öðrum minnihlutahópum er haldið í búðum. Yfirvöld í Kína segja búðirnar starfsþjálfunarbúðir og segja þær nauðsynlegar til að koma í veg fyrir trúarlegt ofstæki. Í Kína fara fram „verstu mannréttindabrot okkar tíma,“ sagði Pompeo sem hefur líka sakað Kína um að kúga önnur lönd til að sniðganga ráðstefnuna hans. Pompeo, sem er evangelísk-kristinn, hefur gert trúfrelsi að forgangsmáli síðan hann tók við sem utanríkisráðherra en gagnrýnendur Trump stjórnarinnar hafa dregið skuldbindingu hans við málsstaðinn í efa og hafa bent á að hamlandi stefna hennar í innflytjendamálum komi niður á trúarlegum minnihlutahópum. Ráðstefnan er haldin aðeins dögum eftir að Alþjóðlega björgunarnefndin, IRC, og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því að snögg fækkun fjölda innflytjenda og hælisleitenda sem tekið sé við settu marga trúarlega minnihlutahópa í hættulegar aðstæður. Í skýrslu sem var birt kvöldið áður en ráðstefnan byrjaði segir IRC að það sem af er komið ári hafi ríkisstjórnin tekið við 97% færri kristnum Írönum, 96% færri kristnum Írökum, 97% færri írökskum og sýrlenskum Jesídum og 77% færri Róhingja múslimum frá Mjanmar miðað við síðasta starfsár Obama ríkisstjórnarinnar. „Trump stjórnin getur ekki hvatt restina af heiminum til að sýna umburðarlyndi gagnvart trúarlegum minnihlutahópum þegar hún sjálf dregur úr vernd sinni fyrir þessa sömu hópa,“ sagði Nazanin Ash, varaforseti alþjóðlegrar stefnu og baráttu IRC. Trump stjórnin hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið harðar á þróun trúmála í Kína með því að setja á viðskiptaþvinganir. Sumir telja að ríkisstjórnin hafi ekki tekið það skref vegna hræðslu við að það myndi skemma viðskiptaviðræður við Kína. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á sömu ráðstefnu að viðræðurnar myndu ekki hafa neikvæð áhrif á áherslu Bandaríkjanna á trúfrelsi. Bandaríkin Flóttamenn Kína Tengdar fréttir Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01 Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á „smánarbletti aldarinnar“ á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. Á ráðstefnu um trúfrelsi sem hann stóð fyrir í Washington fordæmdi Pompeo Kína vegna risavaxinna varðhaldsbúða í vesturhluta Xinjiang héraðsins, þar sem talið er að milljón uighur múslimum, Kasökum og öðrum minnihlutahópum er haldið í búðum. Yfirvöld í Kína segja búðirnar starfsþjálfunarbúðir og segja þær nauðsynlegar til að koma í veg fyrir trúarlegt ofstæki. Í Kína fara fram „verstu mannréttindabrot okkar tíma,“ sagði Pompeo sem hefur líka sakað Kína um að kúga önnur lönd til að sniðganga ráðstefnuna hans. Pompeo, sem er evangelísk-kristinn, hefur gert trúfrelsi að forgangsmáli síðan hann tók við sem utanríkisráðherra en gagnrýnendur Trump stjórnarinnar hafa dregið skuldbindingu hans við málsstaðinn í efa og hafa bent á að hamlandi stefna hennar í innflytjendamálum komi niður á trúarlegum minnihlutahópum. Ráðstefnan er haldin aðeins dögum eftir að Alþjóðlega björgunarnefndin, IRC, og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því að snögg fækkun fjölda innflytjenda og hælisleitenda sem tekið sé við settu marga trúarlega minnihlutahópa í hættulegar aðstæður. Í skýrslu sem var birt kvöldið áður en ráðstefnan byrjaði segir IRC að það sem af er komið ári hafi ríkisstjórnin tekið við 97% færri kristnum Írönum, 96% færri kristnum Írökum, 97% færri írökskum og sýrlenskum Jesídum og 77% færri Róhingja múslimum frá Mjanmar miðað við síðasta starfsár Obama ríkisstjórnarinnar. „Trump stjórnin getur ekki hvatt restina af heiminum til að sýna umburðarlyndi gagnvart trúarlegum minnihlutahópum þegar hún sjálf dregur úr vernd sinni fyrir þessa sömu hópa,“ sagði Nazanin Ash, varaforseti alþjóðlegrar stefnu og baráttu IRC. Trump stjórnin hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið harðar á þróun trúmála í Kína með því að setja á viðskiptaþvinganir. Sumir telja að ríkisstjórnin hafi ekki tekið það skref vegna hræðslu við að það myndi skemma viðskiptaviðræður við Kína. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á sömu ráðstefnu að viðræðurnar myndu ekki hafa neikvæð áhrif á áherslu Bandaríkjanna á trúfrelsi.
Bandaríkin Flóttamenn Kína Tengdar fréttir Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01 Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01
Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49
Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00