Til að sinna verkefninu koma hingað fimm F16 orrustuþotur og er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Þær munu verða dagana 29. til 31. júlí að því segir á vef Landhelgisgæslu Íslands.
Verkefnið verður með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Verkefnið er framkvæmt af Landhelgisgæslu Íslands í samvinnu við Isavia og á að ljúka í lok ágúst.
