Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 15:19 Spjöll voru unnin í þingsalnum þegar mótmælendur brutu sér leið þangað inn. Máluðu þeir meðal annars yfir táknmynd Hong Kong í salnum. Vísir/EPA Hundruð mótmælenda brutu sér leið inn í aðalsal þingsins í Hong Kong eftir margra klukkustunda langt umsátursástand. Í þinginu unnu mótmælendurnir spjöll, brutu rúður og máluðu slagorð á veggi. Órói hefur ríkt í Hong Kong um nokkurra vikna skeið vegna umdeilds frumvarps sem hefði heimilað framsal á fólki til Kína.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tugir mótmælenda hafi fyrst brotið rúðu á þinghúsinu. Hundruð þeirra hafi svo streymt inn í húsið þar sem þeir ollu eyðileggingu. Einn mótmælendanna er meðal annars sagður hafa spreyjað svartri málningu á táknmynd Hong Kong í þingsalnum. Annar hafi haldið gamla breska nýlendufánanum á lofti. Lögreglan, sem hefur sætt gagnrýni fyrir að taka harkalega á mótmælendum, varaði mannfjöldann ítrekað við því að hún beitti valdi ef mótmælendurnir héldu áfram að þrengja að þinghúsinu. Hún lét þó aldrei til skarar skríða, jafnvel eftir að hópurinn braut sér leið inn í húsið. Mótmælendurnir eru sagðir hafa verið búnir plasthjálmum, pappaskjöldum og regnhlífum. Átökin brutust út í kjölfar friðsamra mótmæla í dag í tilefni af því að tuttugu og tvö ár eru liðin frá því að bresks stjórnvöld skiluðu Hong Kong í hendur Kína. Mótmælin undanfarið hafa beinst að framsalslögum sem hefðu heimilað að Hong Kong-búar væru framseldir til meginlandsins. Stjórnvöld í Hong Kong féllust á að láta frumvarpið niður falla ótímabundið. Mótmælendur hafa engu að síður haldið áfram að láta í sér heyra og krefjast afsagnar Carrie Lam, æðsta embættismanns sjálfstjórnarsvæðisins. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00 Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Hundruð mótmælenda brutu sér leið inn í aðalsal þingsins í Hong Kong eftir margra klukkustunda langt umsátursástand. Í þinginu unnu mótmælendurnir spjöll, brutu rúður og máluðu slagorð á veggi. Órói hefur ríkt í Hong Kong um nokkurra vikna skeið vegna umdeilds frumvarps sem hefði heimilað framsal á fólki til Kína.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tugir mótmælenda hafi fyrst brotið rúðu á þinghúsinu. Hundruð þeirra hafi svo streymt inn í húsið þar sem þeir ollu eyðileggingu. Einn mótmælendanna er meðal annars sagður hafa spreyjað svartri málningu á táknmynd Hong Kong í þingsalnum. Annar hafi haldið gamla breska nýlendufánanum á lofti. Lögreglan, sem hefur sætt gagnrýni fyrir að taka harkalega á mótmælendum, varaði mannfjöldann ítrekað við því að hún beitti valdi ef mótmælendurnir héldu áfram að þrengja að þinghúsinu. Hún lét þó aldrei til skarar skríða, jafnvel eftir að hópurinn braut sér leið inn í húsið. Mótmælendurnir eru sagðir hafa verið búnir plasthjálmum, pappaskjöldum og regnhlífum. Átökin brutust út í kjölfar friðsamra mótmæla í dag í tilefni af því að tuttugu og tvö ár eru liðin frá því að bresks stjórnvöld skiluðu Hong Kong í hendur Kína. Mótmælin undanfarið hafa beinst að framsalslögum sem hefðu heimilað að Hong Kong-búar væru framseldir til meginlandsins. Stjórnvöld í Hong Kong féllust á að láta frumvarpið niður falla ótímabundið. Mótmælendur hafa engu að síður haldið áfram að láta í sér heyra og krefjast afsagnar Carrie Lam, æðsta embættismanns sjálfstjórnarsvæðisins.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00 Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00
Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00
Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17