Kranabíll ók upp undir brú á Vesturlandsvegi við Stórhöfða á fimmta tímanum í dag. Nokkrar umferðartafir urðu vegna óhappsins nú á sjötta tímanum en slökkvilið lauk vinnu á vettvangi um korter yfir fimm. Mbl.is greindi fyrst frá.
Bílnum var ekið undir brúna með kranann uppi, með þeim afleiðingum að árekstur varð. Þá brotnaði eitthvað af krananum en slynkur komst á bílinn og ökumaðurinn kastaðist upp í loft. Honum varð þó ekki meint af, að sögn varðstjóra.
