Könnunin staðfesti stöðug viðhorf um staðsetningu flugvallarins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. júlí 2019 08:15 Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Ernir „Stuðningur við að hafa flugvöllinn í Vatnsmýri hefur verið langvarandi og stöðugur,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýrinni. Hann segir nýja könnun Fréttablaðsins, sem fjallað var um í blaðinu í gær, í rauninni bara staðfesta hann enn og aftur. „Það eru ekki margar jafn hreinar skoðanir í samfélaginu og um flugvöllinn í Vatnsmýri. Tölurnar eru í rauninni ótrúlega stöðugar þrátt fyrir áróðursstríð borgarinnar í málinu,“ segir Njáll Trausti. Aðspurður um þær athuganir sem samgönguráðherra hyggst láta gera í Hvassahrauni segist Njáll litla trú hafa á Hvassahrauni sem raunhæfum kosti, ekki í náinni framtíð alla vega. Nefnd sem Ragna Árnadóttir stýrði og skilaði skýrslu 2016 taldi Hvassahraun fýsilegasta kost fyrir nýjan flugvöll. Njáll Trausti segir að niðurstaða Rögnunefndarinnar segi ekki nema hálfa sögu því nefndin hafi tekið núverandi staðsetningu í Vatnsmýri út fyrir sviga sem valdi þeim útbreidda misskilningi að Hvassahraun sé talinn æskilegri kostur en Vatnsmýrin. „Í kjölfar undirskriftasöfnunarinnar sem við stóðum fyrir 2013 var ákveðið að fresta því að norður-suðurbrautin hyrfi af skipulagi árið 2016 til ársins 2022. „Nú stöndum við í rauninni á sama tímapunkti og við stóðum 2013,“ segir Njáll Trausti. Stjórnvöld hafi ekki nýtt þann aukna frest sem veittur var til að tryggja stöðuna. Á meðan ríki stöðug óvissa og þeirri óvissu fylgi algert stopp í bæði uppbyggingu og viðhaldi. Njáll Trausti tekur flugstöðina í Vatnsmýri sem dæmi og kallar þjóðarskömm. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
„Stuðningur við að hafa flugvöllinn í Vatnsmýri hefur verið langvarandi og stöðugur,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýrinni. Hann segir nýja könnun Fréttablaðsins, sem fjallað var um í blaðinu í gær, í rauninni bara staðfesta hann enn og aftur. „Það eru ekki margar jafn hreinar skoðanir í samfélaginu og um flugvöllinn í Vatnsmýri. Tölurnar eru í rauninni ótrúlega stöðugar þrátt fyrir áróðursstríð borgarinnar í málinu,“ segir Njáll Trausti. Aðspurður um þær athuganir sem samgönguráðherra hyggst láta gera í Hvassahrauni segist Njáll litla trú hafa á Hvassahrauni sem raunhæfum kosti, ekki í náinni framtíð alla vega. Nefnd sem Ragna Árnadóttir stýrði og skilaði skýrslu 2016 taldi Hvassahraun fýsilegasta kost fyrir nýjan flugvöll. Njáll Trausti segir að niðurstaða Rögnunefndarinnar segi ekki nema hálfa sögu því nefndin hafi tekið núverandi staðsetningu í Vatnsmýri út fyrir sviga sem valdi þeim útbreidda misskilningi að Hvassahraun sé talinn æskilegri kostur en Vatnsmýrin. „Í kjölfar undirskriftasöfnunarinnar sem við stóðum fyrir 2013 var ákveðið að fresta því að norður-suðurbrautin hyrfi af skipulagi árið 2016 til ársins 2022. „Nú stöndum við í rauninni á sama tímapunkti og við stóðum 2013,“ segir Njáll Trausti. Stjórnvöld hafi ekki nýtt þann aukna frest sem veittur var til að tryggja stöðuna. Á meðan ríki stöðug óvissa og þeirri óvissu fylgi algert stopp í bæði uppbyggingu og viðhaldi. Njáll Trausti tekur flugstöðina í Vatnsmýri sem dæmi og kallar þjóðarskömm.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira