Fimm íslensk ungmenni inn á topp tíu listum í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 14:15 Mynd/FRÍ Íslensk frjálsíþróttakrakkar hafa náð frábærum árangri á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Alþjóðlegir titlar ungmenna, Íslandsmeistaratitlar og Íslandsmet í fullorðinsflokki hafa fallið í skaut krakka sem enn eru gjaldgeng í flokki unglinga. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skoðað betur árangur íslensku krakkanna og þá sérstaklega miðað við afrekalista í Evrópu. Ef Evrópulistar eru skoðaðir þá má sjá að fimm íslenskir krakkar eru á meðal tíu efstu í sínum aldursflokk. Íslendingar geta því sannarlega státað sig af ungmennum sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu. Efst er Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem er önnur á Evrópulistanum í sleggjukasti stúlkna yngri en 18 ára. Þegar árangur með 4 kílóa kvennasleggju er skoðaður þá er hún efst. Þar er árangur hennar 62,16 metrar sem er Íslandsmetið í greininni. Næst er Erna Sóley Gunnarsdóttir sem er þriðja á lista í kúluvarpi yngri en 20 ára. Lengsta kast hennar er 16,13 metrar og er það aldursflokkamet 18-19 ára og 20-22 ára. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er með Íslandsmeti sínu í 200 metra hlaupi, 23,45 sekúndur, í fjórða sæti Evrópulistans yngri en 20 ára. Fyrir Íslandsmet sitt í 100 metra hlaupi er hún í fimmta sæti. Íslandsmet hennar í þeirri grein er 11,56 sekúndur. Birna Kristín Kristjánsdóttir bætti um helgina eigið aldursflokkamet í langstökki 16-17 ára þegar hún stökk 6,12 metra. Það er sjöundi besti árangur fyrir stúlkur yngri en 18 ára í Evrópu það sem af er ári.Tiana Ósk Whitworth, sem um helgina bætti 15 ára gamalt Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur áður en að Guðbjörg Jóna bætti það stuttu seinna, er í áttunda sæti yngri en 20 ára fyrir árangur sinn í 100 metra hlaupi. Tími hennar er 11,57 sekúndur, aðeins 1/100 úr sekúndu lakari en tími Guðbjargar. Í 200 metra hlaupi á Tiana best 23,79 sekúndur sem er tólfti besti árangur stúlku yngri en 20 ára í Evrópu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira
Íslensk frjálsíþróttakrakkar hafa náð frábærum árangri á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Alþjóðlegir titlar ungmenna, Íslandsmeistaratitlar og Íslandsmet í fullorðinsflokki hafa fallið í skaut krakka sem enn eru gjaldgeng í flokki unglinga. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skoðað betur árangur íslensku krakkanna og þá sérstaklega miðað við afrekalista í Evrópu. Ef Evrópulistar eru skoðaðir þá má sjá að fimm íslenskir krakkar eru á meðal tíu efstu í sínum aldursflokk. Íslendingar geta því sannarlega státað sig af ungmennum sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu. Efst er Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem er önnur á Evrópulistanum í sleggjukasti stúlkna yngri en 18 ára. Þegar árangur með 4 kílóa kvennasleggju er skoðaður þá er hún efst. Þar er árangur hennar 62,16 metrar sem er Íslandsmetið í greininni. Næst er Erna Sóley Gunnarsdóttir sem er þriðja á lista í kúluvarpi yngri en 20 ára. Lengsta kast hennar er 16,13 metrar og er það aldursflokkamet 18-19 ára og 20-22 ára. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er með Íslandsmeti sínu í 200 metra hlaupi, 23,45 sekúndur, í fjórða sæti Evrópulistans yngri en 20 ára. Fyrir Íslandsmet sitt í 100 metra hlaupi er hún í fimmta sæti. Íslandsmet hennar í þeirri grein er 11,56 sekúndur. Birna Kristín Kristjánsdóttir bætti um helgina eigið aldursflokkamet í langstökki 16-17 ára þegar hún stökk 6,12 metra. Það er sjöundi besti árangur fyrir stúlkur yngri en 18 ára í Evrópu það sem af er ári.Tiana Ósk Whitworth, sem um helgina bætti 15 ára gamalt Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur áður en að Guðbjörg Jóna bætti það stuttu seinna, er í áttunda sæti yngri en 20 ára fyrir árangur sinn í 100 metra hlaupi. Tími hennar er 11,57 sekúndur, aðeins 1/100 úr sekúndu lakari en tími Guðbjargar. Í 200 metra hlaupi á Tiana best 23,79 sekúndur sem er tólfti besti árangur stúlku yngri en 20 ára í Evrópu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira