Tryggvi Snær Hlinason spilar áfram á Spáni næsta vetur en hann er búinn að semja við spænska liðið Zaragoza samkvæmt spænska netmiðlinum Encestando. Karfan.is greindi fyrst íslenskra miðla frá.
Tryggvi hefur verið á mála hjá stórliði Valencia, en hann var á láni frá félaginu hjá Monbus Obradorio á síðasta tímabili. Þar átti hann fínt tímabil en Valencia rifti hins vegar samningi sínum við Tryggva í vor.
Þegar fréttir bárust af því að Valencia hafi rift samningi Tryggva sagði hann að hann stefndi að því að finna sér annað félag erlendis og það virðist sem honum hafi tekist það.
Zaragoza varð í sjötta sæti í spænsku deildinni á síðasta tímabili og fór í undanúrslitin í úrslitakeppninni. Liðið verður á meðal keppenda í Meistaradeild Evrópu í körfubolta á næstu leiktíð.
Tryggvi er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að spila fyrir Zaragoza en Jón Arnór Stefánsson var á mála hjá liðinu 2011 til 2014.
Tryggvi sagður búinn að semja við Zaragoza
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti



„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

