„Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. ágúst 2025 22:10 Elvar skildi stundum ekkert í dómurum kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson var vonsvikinn í leikslok eftir svekkjandi tap gegn Póllandi í kvöld en að sama skapi stoltur af sínum mönnum. Hann er sannfærður um að Ísland hafi átt meira á tanknum en Pólland, en þar sem leikurinn kláraðist á vítalínunni fékk Ísland ekki tækifæri til að sýna það í verki. Elvar sagði erfitt að kyngja tapinu en eftir þungt tap í gær var hann engu að síður stoltur af liðinu og liðsfélögum sínum. „Það er frekar erfitt en samt einhvern veginn ekki jafn erfitt og í gær finnst mér. Ég er bara það stoltur af liðinu að koma til baka eftir svona þungan dag í gær þar sem allir voru bara í hálfgerðu sjokki eftir hvernig við kláruðum það. Sýnir andlega styrkinn í liðinu að koma hérna og berjast fram á síðustu mínútu. Svo fannst mér tækifærið vera svolítið tekið af okkur.“ Elvar viðurkenndi fúslega að frammistaða dómaranna í lokin hefði farið í taugarnar á honum og þá ekki síst eftir að leikmaður Póllands viðurkenndi að hafa fiskað villu á Elvar. „Eðlilega. Ég fæ á mig U-villu í lokin þar sem hann krækir sér í mig og hendir sér yfir bakið á mér og það er dæmt að ég hafi hent honum yfir mig. Svo kemur sami einstaklingur mínútu síðar og biðst afsökunar: „Ég varð að gera þetta, ég varð að floppa.“ - Þannig að það er svolítið leiðinlegt að heyra að leikurinn að hafi að mestu leyti skýrst á þessu.“ Hann gat þó ekki erft þessa leikrænu tilburði við pólska leikmanninn. „Menn náttúrulega bara gera allt til að vinna og hann náði að fífla dómarana í þetta skiptið. Það verður bara að hafa það en svekkjandi að fá ekki bara að klára þetta sjálfir inni á vellinum í staðinn fyrir að klára þetta á vítalínunni sem meikar engan sens.“ Elvar sagði að það væri þungt að tapa leiknum á þennan hátt enda væri markmiðið að vinna leik á mótinu og það væri sárt að það væri ekki að takast. „Þegar þú undirbýrð þig fyrir eitthvað verkefni í marga marga mánuði og ert gjörsamlega að gefa líf og sál í alla þessa leiki en nærð ekki endamarkmiðinu. Finnst einhvern veginn ekki vera sanngjörn úrslit í þessu. Jú, þeir spiluðu frábærlega í dag og áttu þetta skilið en mér fannst bara mómentið tekið af okkur sem hefði bara verið hægt að sleppa og leyfa okkur að útkljá þetta. Þetta er mjög sárt en hvað getum við gert?“ Hvað geta íslensku strákarnir gert? Þeir geta tekið jákvæðu punktana úr þessum leik, þessa ótrúlegu endurkomu og baráttuandann sem liðið sýndi í kvöld. „Þetta er styrkurinn í liðinu, þessi andlegi styrkur. Mér fannst við eiga meira púður inni en þeir í lokin og var alveg sannfærður um að við myndum taka þetta. Bara svo ótrúlega svekkjandi að geta ekki klárað síðasta dæmið sem allir eru að bíða eftir. Þessir stuðningsmenn sem við erum með, okkur leið eins og við værum á heimavelli í dag. Þetta er hvílík upplifun og svo mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Þess vegna svíður það svo ótrúlega mikið að fá ekki að klára einn leik. En við eigum Slóveníu næst og ég segi bara aftur. Við förum í þann leik til að vinna.“ Klippa: Elvar eftir leik EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20 Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43 „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira
Elvar sagði erfitt að kyngja tapinu en eftir þungt tap í gær var hann engu að síður stoltur af liðinu og liðsfélögum sínum. „Það er frekar erfitt en samt einhvern veginn ekki jafn erfitt og í gær finnst mér. Ég er bara það stoltur af liðinu að koma til baka eftir svona þungan dag í gær þar sem allir voru bara í hálfgerðu sjokki eftir hvernig við kláruðum það. Sýnir andlega styrkinn í liðinu að koma hérna og berjast fram á síðustu mínútu. Svo fannst mér tækifærið vera svolítið tekið af okkur.“ Elvar viðurkenndi fúslega að frammistaða dómaranna í lokin hefði farið í taugarnar á honum og þá ekki síst eftir að leikmaður Póllands viðurkenndi að hafa fiskað villu á Elvar. „Eðlilega. Ég fæ á mig U-villu í lokin þar sem hann krækir sér í mig og hendir sér yfir bakið á mér og það er dæmt að ég hafi hent honum yfir mig. Svo kemur sami einstaklingur mínútu síðar og biðst afsökunar: „Ég varð að gera þetta, ég varð að floppa.“ - Þannig að það er svolítið leiðinlegt að heyra að leikurinn að hafi að mestu leyti skýrst á þessu.“ Hann gat þó ekki erft þessa leikrænu tilburði við pólska leikmanninn. „Menn náttúrulega bara gera allt til að vinna og hann náði að fífla dómarana í þetta skiptið. Það verður bara að hafa það en svekkjandi að fá ekki bara að klára þetta sjálfir inni á vellinum í staðinn fyrir að klára þetta á vítalínunni sem meikar engan sens.“ Elvar sagði að það væri þungt að tapa leiknum á þennan hátt enda væri markmiðið að vinna leik á mótinu og það væri sárt að það væri ekki að takast. „Þegar þú undirbýrð þig fyrir eitthvað verkefni í marga marga mánuði og ert gjörsamlega að gefa líf og sál í alla þessa leiki en nærð ekki endamarkmiðinu. Finnst einhvern veginn ekki vera sanngjörn úrslit í þessu. Jú, þeir spiluðu frábærlega í dag og áttu þetta skilið en mér fannst bara mómentið tekið af okkur sem hefði bara verið hægt að sleppa og leyfa okkur að útkljá þetta. Þetta er mjög sárt en hvað getum við gert?“ Hvað geta íslensku strákarnir gert? Þeir geta tekið jákvæðu punktana úr þessum leik, þessa ótrúlegu endurkomu og baráttuandann sem liðið sýndi í kvöld. „Þetta er styrkurinn í liðinu, þessi andlegi styrkur. Mér fannst við eiga meira púður inni en þeir í lokin og var alveg sannfærður um að við myndum taka þetta. Bara svo ótrúlega svekkjandi að geta ekki klárað síðasta dæmið sem allir eru að bíða eftir. Þessir stuðningsmenn sem við erum með, okkur leið eins og við værum á heimavelli í dag. Þetta er hvílík upplifun og svo mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Þess vegna svíður það svo ótrúlega mikið að fá ekki að klára einn leik. En við eigum Slóveníu næst og ég segi bara aftur. Við förum í þann leik til að vinna.“ Klippa: Elvar eftir leik
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20 Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43 „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira
„Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20
Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43
„Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55
„Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37