„Hjartað rifið úr okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. ágúst 2025 21:37 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, niðurlútur. Vísir/Hulda Margrét Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. Ísland var hársbreidd frá því að leggja Pólverja í kvöld eða í það minnsta bjóða upp á æsispennandi lokamínútur en þess í stað voru íslensku strákarnir flautaðir út úr leiknum og því fannst Craig erfitt að kyngja og sparaði ekki stóru orðin. „Ég er í raun ekki óánægður með tapið heldur hvernig leikurinn endaði. Mér fannst þetta vera algjört helvítis kjaftæði, þeir fengu öll þessi víti upp úr andskotans engu og samræmið ekkert. Þeir kalla flopp á okkur en svo floppa þeir og það er dæmd villa á okkur. Mér finnst vera nóg komið, þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Það er ekki verið að dæma jafnt á báða bóga.“ „Þeir spiluðu fínan leik og unnu. Gott og blessað, ég svekki mig ekki á því. Ég er svekktur með hvernig þetta endaði. Við lögðum allt í sölurnar til að komast aftur inn í leikinn en svo er hjartað rifið úr okkur aftur.“ Klippa: Craig Pedersen eftir leikinn gegn Póllandi Craig var sérstaklega ósáttur við ósamræmið í dómgæslunni. „Líka eins og villan á Tryggvi fyrir ólöglega hindrun. Kannski var það villa en þeir eru að gera sömu hluti en villurnar eru kallaðar á okkur. Þetta er einum of og ótrúlega svekkjandi en ég er mjög stoltur af strákunum.“ „Ég er líka mjög stoltur af því að við séum að spila þetta mót án þess að afhenda góðum Bandaríkjamanni vegabréf. Heldurðu að 28 stigin sem hann skoraði eða hvað það var skipti ekki máli í svona leik? Auðvitað skiptir það máli. Við erum að gera hlutina á réttan hátt og ég var afar stoltur af því hvernig við spiluðum þennan leik. Við sýndum þriðja leikinn í röð að við eigum heima hérna á þessu sviði.“ Valur Páll spurði Craig hvort honum væri eitthvað annað efst í huga en dómgæslan. „Kannski þegar ég hef róað mig niður og horfi á leikinn aftur mun ég sjá hlutina í öðru ljósi en það er eins og allt falli okkur í mót í lokin, allt. Í hvert skipti sem þeir keyra á körfuna er það villa. Þegar Martin keyrir á körfuna, ekkert. Þetta gerðist í gær líka. Það er erfitt að kyngja því að við séum ekki að fá sömu dóma og hin liðin.“ Ísland á leik næst gegn Slóveníu á þriðjudag og þar bíður annað risa verkefni. „Við þurfum að draga djúpt andann og búa okkur undir leikinn gegn Slóveníu. Við þurfum að spila annan góðan leik og vonandi getum við spilað nógu vel til að vinna leik. En ef ekki þá finnst mér það samt skipta miklu máli að spila vel á þessu stóra sviði og leikmennirnir eru að sýna að þeir eiga heima hér.“ EM 2025 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira
Ísland var hársbreidd frá því að leggja Pólverja í kvöld eða í það minnsta bjóða upp á æsispennandi lokamínútur en þess í stað voru íslensku strákarnir flautaðir út úr leiknum og því fannst Craig erfitt að kyngja og sparaði ekki stóru orðin. „Ég er í raun ekki óánægður með tapið heldur hvernig leikurinn endaði. Mér fannst þetta vera algjört helvítis kjaftæði, þeir fengu öll þessi víti upp úr andskotans engu og samræmið ekkert. Þeir kalla flopp á okkur en svo floppa þeir og það er dæmd villa á okkur. Mér finnst vera nóg komið, þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Það er ekki verið að dæma jafnt á báða bóga.“ „Þeir spiluðu fínan leik og unnu. Gott og blessað, ég svekki mig ekki á því. Ég er svekktur með hvernig þetta endaði. Við lögðum allt í sölurnar til að komast aftur inn í leikinn en svo er hjartað rifið úr okkur aftur.“ Klippa: Craig Pedersen eftir leikinn gegn Póllandi Craig var sérstaklega ósáttur við ósamræmið í dómgæslunni. „Líka eins og villan á Tryggvi fyrir ólöglega hindrun. Kannski var það villa en þeir eru að gera sömu hluti en villurnar eru kallaðar á okkur. Þetta er einum of og ótrúlega svekkjandi en ég er mjög stoltur af strákunum.“ „Ég er líka mjög stoltur af því að við séum að spila þetta mót án þess að afhenda góðum Bandaríkjamanni vegabréf. Heldurðu að 28 stigin sem hann skoraði eða hvað það var skipti ekki máli í svona leik? Auðvitað skiptir það máli. Við erum að gera hlutina á réttan hátt og ég var afar stoltur af því hvernig við spiluðum þennan leik. Við sýndum þriðja leikinn í röð að við eigum heima hérna á þessu sviði.“ Valur Páll spurði Craig hvort honum væri eitthvað annað efst í huga en dómgæslan. „Kannski þegar ég hef róað mig niður og horfi á leikinn aftur mun ég sjá hlutina í öðru ljósi en það er eins og allt falli okkur í mót í lokin, allt. Í hvert skipti sem þeir keyra á körfuna er það villa. Þegar Martin keyrir á körfuna, ekkert. Þetta gerðist í gær líka. Það er erfitt að kyngja því að við séum ekki að fá sömu dóma og hin liðin.“ Ísland á leik næst gegn Slóveníu á þriðjudag og þar bíður annað risa verkefni. „Við þurfum að draga djúpt andann og búa okkur undir leikinn gegn Slóveníu. Við þurfum að spila annan góðan leik og vonandi getum við spilað nógu vel til að vinna leik. En ef ekki þá finnst mér það samt skipta miklu máli að spila vel á þessu stóra sviði og leikmennirnir eru að sýna að þeir eiga heima hér.“
EM 2025 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira
Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31