„Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Hjörvar Ólafsson skrifar 30. ágúst 2025 15:12 Tryggvi Snær Hlinason skoraði 20 stig í leiknum, tók 10 fráköst og varði fimm skot. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Snær Hlinason var líkt og í leiknum á móti Ísrael atkvæðamestur hjá íslenska liðinu þegar liðið tapaði á svekkjandi hátt á móti Belgíu í annarri umferð D-riðils á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. „Ég er fyrst og fremst svekktur en þó á sama tíma stoltur af frammistöðu liðsins. Ég er ofboðslega sáttur við hvernig leikmenn spiluðu og þann stuðning sem við fengum úr stúkunni. Það var dásamlegt að spila þennan leik fyrir utan endinn sem fór illa,“ sagði Tryggi Snær súr en stoltur að leik loknum. Klippa: Tryggvi eftir tapið gegn Belgum „Mér fannst við geta nýtt kraftinn úr stúkunni betur en við gerðum í fyrsta leiknum og ég og allur hópurinn ákváðum að vinna betur með orkuna sem stuðningsmennirnir geta gefið. Því miður náðum við ekki að klára þetta með sigri,“ sagði Tryggvi Snær enn fremur. Ísland skoraði einungis tvö stig á síðustu fimm mínútum leiksins en Tryggvi Snær var ekki viss hvað fór úrskeiðis þar. Lítið hefði vantað upp á til þess að íslenska liðið næsti að landa sigri. „Mögulega fórum við að verja forskotið okkar og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við erum lið sem vill keyra upp hraðann og það hentar okkur illa að hægja á tempóinu og halda fengnum hlut,“ sagði hann. „Mér fannst við samt sem áður fá fín skot til þess að klára þetta og meira bara óheppni að við næðum ekki að sigla sigrinum heim. Það var ekkert að skotvalinu að mínu mati og þetta ræðst bara á einu frákasti til og frá, villum og smávægilegum mistökum,“ sagði miðherjinn. „Þeir náðu svo að halda Elvari frá boltanum í lokasókn okkar og það var stórt kall að dæma fimm sekúndur. Það er svakalega stutt á milli í þessu og við vorum grátlega nærri því að vinna. Ég hef ekki áhyggjur á að þetta tap muni draga niður liðsandann. Við erum bara tapsárir í smástund og svo bara notum við mótlætið til þess að peppa okkur upp fyrir Pólverjana,“ sagði Tryggvi um framhaldið. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst svekktur en þó á sama tíma stoltur af frammistöðu liðsins. Ég er ofboðslega sáttur við hvernig leikmenn spiluðu og þann stuðning sem við fengum úr stúkunni. Það var dásamlegt að spila þennan leik fyrir utan endinn sem fór illa,“ sagði Tryggi Snær súr en stoltur að leik loknum. Klippa: Tryggvi eftir tapið gegn Belgum „Mér fannst við geta nýtt kraftinn úr stúkunni betur en við gerðum í fyrsta leiknum og ég og allur hópurinn ákváðum að vinna betur með orkuna sem stuðningsmennirnir geta gefið. Því miður náðum við ekki að klára þetta með sigri,“ sagði Tryggvi Snær enn fremur. Ísland skoraði einungis tvö stig á síðustu fimm mínútum leiksins en Tryggvi Snær var ekki viss hvað fór úrskeiðis þar. Lítið hefði vantað upp á til þess að íslenska liðið næsti að landa sigri. „Mögulega fórum við að verja forskotið okkar og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við erum lið sem vill keyra upp hraðann og það hentar okkur illa að hægja á tempóinu og halda fengnum hlut,“ sagði hann. „Mér fannst við samt sem áður fá fín skot til þess að klára þetta og meira bara óheppni að við næðum ekki að sigla sigrinum heim. Það var ekkert að skotvalinu að mínu mati og þetta ræðst bara á einu frákasti til og frá, villum og smávægilegum mistökum,“ sagði miðherjinn. „Þeir náðu svo að halda Elvari frá boltanum í lokasókn okkar og það var stórt kall að dæma fimm sekúndur. Það er svakalega stutt á milli í þessu og við vorum grátlega nærri því að vinna. Ég hef ekki áhyggjur á að þetta tap muni draga niður liðsandann. Við erum bara tapsárir í smástund og svo bara notum við mótlætið til þess að peppa okkur upp fyrir Pólverjana,“ sagði Tryggvi um framhaldið.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira