Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Siggeir Ævarsson skrifar 30. ágúst 2025 20:40 Jordan Loyd skoraði 27 stig fyrir Pólland í kvöld og skoraði sigurkörfuna Mynd FIBA Pólland og Ísrael mættust í síðasta leik dagsins í D-riðli á Evrópumótinu í körfubolta en Ísland mætir Póllandi á morgun. Pólverjar voru nálægt því að kasta leiknum frá sér en Jordan Loyd var á öðru máli. Pólverjar voru 14 stigum yfir í upphafi 3. leikhluta, 40-26, en töpuðu leikhlutanum svo með 14 stigum og Ísraelar virtust hreinlega ætla að snúa leiknum sér í hag en þá tók hinn bandaríski Jordan Loyd til sinna ráða. Loyd skoraði sjö síðustu stig Póllands í leiknum. Kom þeim yfir með þristi 62-61, jafnaði leikinn í 64-64 og skoraði svo sigurkörfuna þegar hann tók sitt eigið frákast og blakaði boltanum spjaldið ofan í. Lokatölur 66-64. Alls fóru níu leikir fram í dag á Evrópumótinu. Slóvenar leita enn að sínum fyrsta sigri á mótinu þrátt fyrir hetjulega frammistöðu Luka Doncic sem skoraði 39 stig í dag þegar liðið tapaði gegn Frakklandi. Nikola Jokic skoraði einnig 39 stig en hann leiddi Serbíu til sigurs gegn Lettlandi 84-80. Jokic bætti við tíu fráköstum en Davis Bertans og Kristaps Porzingis skoruðu 16 og 14 stig fyrir Lettland. Þá vann Tyrkland algjöran yfirburðasigur á Portúgal, 95-54. Alperen Sengun, leikmaður Houston Rockets, fór fyrir liða Tyrkja með 20 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Frændur okkar Finnar eru með fullt hús stiga í B-riðli eftir þrjá leiki en Lauri Markkanen lét stigunum rigna gegn Svartfjallalandi þar sem hann skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst í öruggum 85-65 sigri. EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Pólverjar voru 14 stigum yfir í upphafi 3. leikhluta, 40-26, en töpuðu leikhlutanum svo með 14 stigum og Ísraelar virtust hreinlega ætla að snúa leiknum sér í hag en þá tók hinn bandaríski Jordan Loyd til sinna ráða. Loyd skoraði sjö síðustu stig Póllands í leiknum. Kom þeim yfir með þristi 62-61, jafnaði leikinn í 64-64 og skoraði svo sigurkörfuna þegar hann tók sitt eigið frákast og blakaði boltanum spjaldið ofan í. Lokatölur 66-64. Alls fóru níu leikir fram í dag á Evrópumótinu. Slóvenar leita enn að sínum fyrsta sigri á mótinu þrátt fyrir hetjulega frammistöðu Luka Doncic sem skoraði 39 stig í dag þegar liðið tapaði gegn Frakklandi. Nikola Jokic skoraði einnig 39 stig en hann leiddi Serbíu til sigurs gegn Lettlandi 84-80. Jokic bætti við tíu fráköstum en Davis Bertans og Kristaps Porzingis skoruðu 16 og 14 stig fyrir Lettland. Þá vann Tyrkland algjöran yfirburðasigur á Portúgal, 95-54. Alperen Sengun, leikmaður Houston Rockets, fór fyrir liða Tyrkja með 20 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Frændur okkar Finnar eru með fullt hús stiga í B-riðli eftir þrjá leiki en Lauri Markkanen lét stigunum rigna gegn Svartfjallalandi þar sem hann skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst í öruggum 85-65 sigri.
EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira