Skítt með einn kálf Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. júlí 2019 07:00 Á dögunum átti undirritaður fund með umsjónarmanni hreindýra, sem er starfsmaður Náttúrustofu Austurlands. Ágætismaður, sem veit meira um hreindýrin á Íslandi og málefni þeirra en flestir aðrir. M.a. kom fram, að af þeim hreindýrum, sem felld voru í fyrra, höfðu 33 dýr gömul skotsár. Það er ekki hátt hlutfall af heildarfjölda felldra dýra í fyrra, en það sýnir samt, með skýrum hætti, að hreindýraveiðum – eins og öllum veiðum – fylgir heiftarlegt dýraníð. 33 dýr höfðu lifað fyrri skotárásir veiðimanna af. Kannske bækluð og limlest, þó þau hafi tórað, til þess eins, að vera skotin aftur og þá drepin. En, hvað með öll þau dýr, sem voru skotin, án þess að lifa af; komust undan veiðimanni til þess eins að deyja drottni sínum í sárum og kvölum. Blýkúlur valda oft ígerð í sárum og svo drepi og blóðeitrun; langvinnum og heiftarlegum dauðdaga. Kannske ráfa særð dýr, með brotinn fót eða mjöðm eða sundurskotið trýni eða haus – ófær um að ná sér í næringu – um dögum eða vikum saman. Þar til dauðinn loks líknar. Yfirkeyrð lýsing? Nei, þetta er raunveruleikinn; skuggahlið hreindýraveiða. Úr því að 33 dýr, sem höðu verið skotin áður, en lifðu af, voru drepin í fyrra, þá er ljóst, að heildarfjöldi þeirra hreindýra, sem hefur verið skotinn og lifað af, eða særst, og komist undan, til þess eins, að kveljast til dauða fjarri veiðimanni, skiptir mörgum hundruðum. Hræðileg meðferð á saklausum og varnarlausum dýrum, sem ekkert hafa sér til sakar unnið. Og, áhugi veiðimanna er slíkur, að aðeins helmingur þeirra, sem vilja komast í drápið, kemst að. Kostar þó 150.000 kr. að fá að drepa tarf og 86.000 kr. að fá að drepa kú. Veiðimenn virðast hafa af þessu mikla gleði og unun, og verða þá þessir fjármunir, sem sumum finnst verulegir, óverulegir og smáir, alla vega miðað við þá drápsgleði og fróun, sem drápið virðist veita. Hvers konar menn eru þetta? Alls konar menn, líka flottir og fínir, en það hlýtur að vera blindur blettur í þeim; einhvers staðar í sálinni. Sumir veiðimenn, líka konur, tala um „kikkið“, sem það veitir, að sjá fallegt og tignarlegt – en saklaust og varnarlaust – dýrið falla í valinn, ef drápstilraunin tekst þá, og skiptir þá litlu máli, þó að eftir standi 8-10 vikna móðurlaus og hjálparvana kálfur. Skítt með einn kálf. Lengi vel var skylda við dráp á heindýrakúm, að drepa kálf með, því vitað var, að hann myndi eiga erfitt uppdráttar – ósjálfbjarga ungviðið, enn á spena og það til margra mánaða, ef móður ætti. Þá kom í ljós, að í stað þess að skjóta kálf felldrar kýr, þá skutu veiðimenn bara stærsta kálfinn í hjörðinni – meira kjöt – og sköpuðu þar með enn meiri angist, vansæld, hörmungar og ringulreið í hjörðinni. Einhverjum ráðherra fannst þetta ekki gott, og var þá ákveðið, að skjóta bara kýr. Skyldu kálfar lifa áfram – þó sumir væru rétt 8 vikna, þegar kúadráp hefst – í þeirri von, að einhverjar eftirlifandi kýr myndu taka þá að sér – þótt ónáttúrulegt væri –, vetur yrði mildur eða kraftaverk Móður Náttúru myndu gerast og kálfar myndu tóra veturinn af; kannske þyrstir, svangir, magrir og heiftarlega hrjáðir, en hvað með það. Skítt með einn kálf. Í ár ákvað umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi, að drepa mætti 1.451 hreindýr, þar af 1.043 kýr. Dráp tarfa, 408 dýra, má hefjast 15. júlí. Venjulega hefur svo mátt byrja að drepa kýr 1. ágúst, en þar sem kálfar fæðast mest um mánaðamótin maí/júní, eru þeir þá rétt 8 vikna. Með tilliti til þess, að kálfar eru á spena minnst í 5 til 6 mánuði, ef móðir lifir, er auðvitað óheyrilegt, að drepa mæður frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá önnur umönnun, vernd og hjálp móður, m.a. við gerð krafshola á vetrum, ótalin. Við í Jarðarvinum höfum síðustu mánuði og misseri lagt að stjórnvöldum, þó einkum umhverfisráðherra, sem síðasta orðið hefur, að griðatími hreindýrakálfa verði lengdur, með afgerandi hætti, til að auka velferð þeirra, líka til að byrjað væri að fylgja lögum nr. 55/2013 um dýravelferð – sem eru góð, en ekki hefur verið fylgt, sem skyldi – og er málið nú í höndum ráðherra. Það eru í raun bara tvær villtar hreindýrahjarðir eftir í Vestur-Evrópu; í Noregi og hér. Í Noregi gildir griðatími hreindýrakálfa til 20. ágúst. Þá fyrst má byrja að drepa kýr. Undirritaður vill með þessum pistli endurtaka áskorun sína á Guðmund Inga, sem gert hefur ýmsa góða hluti í öðru, um það, að hann taki nú fyrsta skrefið í átt að aukinni velferð hreindýra, með því, að færa byrjunartíma kúaveiða á 20. ágúst til samræmis við það, sem gildir í Noregi. Þetta væri spor í rétta átt, en samt ekki meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum átti undirritaður fund með umsjónarmanni hreindýra, sem er starfsmaður Náttúrustofu Austurlands. Ágætismaður, sem veit meira um hreindýrin á Íslandi og málefni þeirra en flestir aðrir. M.a. kom fram, að af þeim hreindýrum, sem felld voru í fyrra, höfðu 33 dýr gömul skotsár. Það er ekki hátt hlutfall af heildarfjölda felldra dýra í fyrra, en það sýnir samt, með skýrum hætti, að hreindýraveiðum – eins og öllum veiðum – fylgir heiftarlegt dýraníð. 33 dýr höfðu lifað fyrri skotárásir veiðimanna af. Kannske bækluð og limlest, þó þau hafi tórað, til þess eins, að vera skotin aftur og þá drepin. En, hvað með öll þau dýr, sem voru skotin, án þess að lifa af; komust undan veiðimanni til þess eins að deyja drottni sínum í sárum og kvölum. Blýkúlur valda oft ígerð í sárum og svo drepi og blóðeitrun; langvinnum og heiftarlegum dauðdaga. Kannske ráfa særð dýr, með brotinn fót eða mjöðm eða sundurskotið trýni eða haus – ófær um að ná sér í næringu – um dögum eða vikum saman. Þar til dauðinn loks líknar. Yfirkeyrð lýsing? Nei, þetta er raunveruleikinn; skuggahlið hreindýraveiða. Úr því að 33 dýr, sem höðu verið skotin áður, en lifðu af, voru drepin í fyrra, þá er ljóst, að heildarfjöldi þeirra hreindýra, sem hefur verið skotinn og lifað af, eða særst, og komist undan, til þess eins, að kveljast til dauða fjarri veiðimanni, skiptir mörgum hundruðum. Hræðileg meðferð á saklausum og varnarlausum dýrum, sem ekkert hafa sér til sakar unnið. Og, áhugi veiðimanna er slíkur, að aðeins helmingur þeirra, sem vilja komast í drápið, kemst að. Kostar þó 150.000 kr. að fá að drepa tarf og 86.000 kr. að fá að drepa kú. Veiðimenn virðast hafa af þessu mikla gleði og unun, og verða þá þessir fjármunir, sem sumum finnst verulegir, óverulegir og smáir, alla vega miðað við þá drápsgleði og fróun, sem drápið virðist veita. Hvers konar menn eru þetta? Alls konar menn, líka flottir og fínir, en það hlýtur að vera blindur blettur í þeim; einhvers staðar í sálinni. Sumir veiðimenn, líka konur, tala um „kikkið“, sem það veitir, að sjá fallegt og tignarlegt – en saklaust og varnarlaust – dýrið falla í valinn, ef drápstilraunin tekst þá, og skiptir þá litlu máli, þó að eftir standi 8-10 vikna móðurlaus og hjálparvana kálfur. Skítt með einn kálf. Lengi vel var skylda við dráp á heindýrakúm, að drepa kálf með, því vitað var, að hann myndi eiga erfitt uppdráttar – ósjálfbjarga ungviðið, enn á spena og það til margra mánaða, ef móður ætti. Þá kom í ljós, að í stað þess að skjóta kálf felldrar kýr, þá skutu veiðimenn bara stærsta kálfinn í hjörðinni – meira kjöt – og sköpuðu þar með enn meiri angist, vansæld, hörmungar og ringulreið í hjörðinni. Einhverjum ráðherra fannst þetta ekki gott, og var þá ákveðið, að skjóta bara kýr. Skyldu kálfar lifa áfram – þó sumir væru rétt 8 vikna, þegar kúadráp hefst – í þeirri von, að einhverjar eftirlifandi kýr myndu taka þá að sér – þótt ónáttúrulegt væri –, vetur yrði mildur eða kraftaverk Móður Náttúru myndu gerast og kálfar myndu tóra veturinn af; kannske þyrstir, svangir, magrir og heiftarlega hrjáðir, en hvað með það. Skítt með einn kálf. Í ár ákvað umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi, að drepa mætti 1.451 hreindýr, þar af 1.043 kýr. Dráp tarfa, 408 dýra, má hefjast 15. júlí. Venjulega hefur svo mátt byrja að drepa kýr 1. ágúst, en þar sem kálfar fæðast mest um mánaðamótin maí/júní, eru þeir þá rétt 8 vikna. Með tilliti til þess, að kálfar eru á spena minnst í 5 til 6 mánuði, ef móðir lifir, er auðvitað óheyrilegt, að drepa mæður frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá önnur umönnun, vernd og hjálp móður, m.a. við gerð krafshola á vetrum, ótalin. Við í Jarðarvinum höfum síðustu mánuði og misseri lagt að stjórnvöldum, þó einkum umhverfisráðherra, sem síðasta orðið hefur, að griðatími hreindýrakálfa verði lengdur, með afgerandi hætti, til að auka velferð þeirra, líka til að byrjað væri að fylgja lögum nr. 55/2013 um dýravelferð – sem eru góð, en ekki hefur verið fylgt, sem skyldi – og er málið nú í höndum ráðherra. Það eru í raun bara tvær villtar hreindýrahjarðir eftir í Vestur-Evrópu; í Noregi og hér. Í Noregi gildir griðatími hreindýrakálfa til 20. ágúst. Þá fyrst má byrja að drepa kýr. Undirritaður vill með þessum pistli endurtaka áskorun sína á Guðmund Inga, sem gert hefur ýmsa góða hluti í öðru, um það, að hann taki nú fyrsta skrefið í átt að aukinni velferð hreindýra, með því, að færa byrjunartíma kúaveiða á 20. ágúst til samræmis við það, sem gildir í Noregi. Þetta væri spor í rétta átt, en samt ekki meira.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar