Keppast um Íslandsmet og gull á hverju móti en eru bestu vinkonur Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2019 19:30 Hlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tíana Ósk Whitworth fóru á kostum á sterku unglingamóti í Þýskalandi á dögunum. Þær hlupu fjórum sinnum undir Íslandsmeti sem hafði ekki verið slegið í fimmtán ár. Á mótinu í Þýskalandi byrjaði Tíana Ósk á því að slá Íslandsmetið í undanrásunum með því að hlaupa á 11,57 sekúndum. Það liðu ekki nema tveir tímar er Guðbjörg Jóna var búin að slá það met er hún kom sú fyrsta í mark í úrslitahlaupinu. Guðbjörg hljóp þá á 11,56 sekúndum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við stelpurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þær segja frábært að æfa með hvor annarri. „Ég held að það haldi mjög margir að við séum ekki vinkonur en við æfum saman á hverjum einasta degi og erum bestu vinkonur,“ sagði Tíana Ósk og hélt áfram: „Það er ótrúlega þægilegt að geta verið að keppa við hvor aðra á hverri einustu æfingu. Þannig að maður sé alltaf að fá þessa keppni. Þetta virkar mjög vel fyrir okkur að hafa hvor aðra. Ég veit ekki hvort ég væri að bæta mig svona mikið ef ég væri ekki alltaf að æfa með Guðbjörgu.“ Guðbjörg Jóna tekur í svipaðan streng og segir keppnisskapið mikið. Þær keyri hvor aðra algjörlega út. „Við ýtum hvor annari áfram á öllum æfingum. Meira að segja lyftingaræfingum. Ef hún nær sinni bestu lyftu, þá þarf ég einnig að bæta mig. Þetta er ógeðslega gott,“ bætti Guðbjörg við. Framundan er Evrópumót unglinga og ef litið er á listann fyrir mótið er ljóst að okkar stelpur eiga mikinn möguleika á að næla í verðlaun þar. „Ég ætla að komast í úrslit. Miðað við Evrópulistann þá erum við báðar mjög ofarlega, í 100 metra og 200 metra. Mig langar að komast í úrslit og það er markmiðið. Allt betra en það er geggjað,“ sagði Guðbjörg en ætlar Tíana að bæta Íslandsmet Guðbjargar úti? „Maður veit aldrei. Auðvitað er Íslandsmetið alltaf markmiðið og ég stefni auðvitað að því en maður veit aldrei hvað gerist í hlaupunum. Það getur allt gerst. Ég stefni á að hlaupa mitt besta hlaup og gera mitt besta,“ sagði Tíana. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Hlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tíana Ósk Whitworth fóru á kostum á sterku unglingamóti í Þýskalandi á dögunum. Þær hlupu fjórum sinnum undir Íslandsmeti sem hafði ekki verið slegið í fimmtán ár. Á mótinu í Þýskalandi byrjaði Tíana Ósk á því að slá Íslandsmetið í undanrásunum með því að hlaupa á 11,57 sekúndum. Það liðu ekki nema tveir tímar er Guðbjörg Jóna var búin að slá það met er hún kom sú fyrsta í mark í úrslitahlaupinu. Guðbjörg hljóp þá á 11,56 sekúndum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við stelpurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þær segja frábært að æfa með hvor annarri. „Ég held að það haldi mjög margir að við séum ekki vinkonur en við æfum saman á hverjum einasta degi og erum bestu vinkonur,“ sagði Tíana Ósk og hélt áfram: „Það er ótrúlega þægilegt að geta verið að keppa við hvor aðra á hverri einustu æfingu. Þannig að maður sé alltaf að fá þessa keppni. Þetta virkar mjög vel fyrir okkur að hafa hvor aðra. Ég veit ekki hvort ég væri að bæta mig svona mikið ef ég væri ekki alltaf að æfa með Guðbjörgu.“ Guðbjörg Jóna tekur í svipaðan streng og segir keppnisskapið mikið. Þær keyri hvor aðra algjörlega út. „Við ýtum hvor annari áfram á öllum æfingum. Meira að segja lyftingaræfingum. Ef hún nær sinni bestu lyftu, þá þarf ég einnig að bæta mig. Þetta er ógeðslega gott,“ bætti Guðbjörg við. Framundan er Evrópumót unglinga og ef litið er á listann fyrir mótið er ljóst að okkar stelpur eiga mikinn möguleika á að næla í verðlaun þar. „Ég ætla að komast í úrslit. Miðað við Evrópulistann þá erum við báðar mjög ofarlega, í 100 metra og 200 metra. Mig langar að komast í úrslit og það er markmiðið. Allt betra en það er geggjað,“ sagði Guðbjörg en ætlar Tíana að bæta Íslandsmet Guðbjargar úti? „Maður veit aldrei. Auðvitað er Íslandsmetið alltaf markmiðið og ég stefni auðvitað að því en maður veit aldrei hvað gerist í hlaupunum. Það getur allt gerst. Ég stefni á að hlaupa mitt besta hlaup og gera mitt besta,“ sagði Tíana. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira