Heimsmet í fjölda kvenna í lögreglunni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. júlí 2019 09:30 Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu innviða á lögreglustöðinni á Vínlandsleið þar sem starfa 19 konur en 16 karlar. Frettabladid/Stefán „Fleiri konur eru að ljúka námi í Lögregluskólanum þannig að eðli málsins samkvæmt koma fleiri konur inn. Fyrir ekkert löngu síðan var þetta stöðin með hæstan starfsaldur og það hafa eiginlega orðið kynslóðaskipti núna síðastliðin ár,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið. Lögreglustöðin er ein fjögurra stöðva á höfuðborgarsvæðinu og þar starfa þrjátíu og fimm manns, nítján konur og sextán karlar. „Þegar ég byrjaði árið 2007 vorum við mun færri heldur en við erum í dag hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ég veit ekki hvernig tölurnar eru núna, en breytingarnar á þessum tíma eru rosalega miklar. Það er svo gaman að sjá þær og hafa fengið að upplifa þær,“ segir Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og jafnréttisfulltrúi LRH. Hvorki Kristján né Ingibjörg hafa fyrr heyrt um lögreglustöð þar sem starfa fleiri konur en karlar. „Ég held að þetta sé bara heimsmet, ég hef allavega ekki heyrt að þetta sé svona nokkurs staðar annars staðar,“ segir Ingibjörg og Kristján tekur undir. „Allavega held ég að þetta hlutfall þekkist ekki á stöð af þessari stærðargráðu. Við höfum rætt þetta nokkrum sinnum og sagt að þetta sé líklega heimsmet og það hefur nú enginn hrakið það,“ segir hann. Aðspurð hvort eitthvað sé sérstaklega gert á Vínlandsleið, sem ekki tíðkast á öðrum lögreglustöðvum vegna fjölda kvenna sem þar starfa segir Kristján að ekkert markvisst sé gert vegna kyns starfsmanna en mikið sé lagt upp úr vinnuumhverfinu. „Við bjuggum vel fyrir vegna þess að við vorum byrjuð á því að vinna í bæði innanhússmálum hjá okkur og í starfseminni. Því hvernig við getum orðið gott lögreglulið og að það sé þannig að það sé bæði gaman og gott að vinna hérna. Úr þeirri vinnu settum við okkur markmið, gildi og vinnureglur sem við vinnum eftir.“ Ingibjörg tekur undir orð Kristjáns og segir mikið lagt upp úr líðan fólks í vinnunni og að allir vinni að því saman. „Hér er hlustað á fólk og ég held að það sé mjög mikilvægt. Ég kom til dæmis þeirri hugmynd áleiðis að hafa frí dömubindi á baðherbergjunum. Það er dæmi um eitthvað sem veitir okkur konunum öryggi en kostar lítið og er auðvelt í framkvæmd. Stemningin er þannig að maður viðrar hugmynd og svo er Kristján bara farinn að kaupa dömubindi,“ segir Ingibjörg. „Ég held að þetta hafi kostað um þrjú þúsund krónur og ferð í búðina, svo auðvelt er það,“ segir Kristján og bætir við að eins og í öllu öðru séu það einstaklingarnir sem skipti máli en ekki kyn þeirra. „Við erum afar heppin með þá einstaklinga sem starfa hér.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
„Fleiri konur eru að ljúka námi í Lögregluskólanum þannig að eðli málsins samkvæmt koma fleiri konur inn. Fyrir ekkert löngu síðan var þetta stöðin með hæstan starfsaldur og það hafa eiginlega orðið kynslóðaskipti núna síðastliðin ár,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið. Lögreglustöðin er ein fjögurra stöðva á höfuðborgarsvæðinu og þar starfa þrjátíu og fimm manns, nítján konur og sextán karlar. „Þegar ég byrjaði árið 2007 vorum við mun færri heldur en við erum í dag hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ég veit ekki hvernig tölurnar eru núna, en breytingarnar á þessum tíma eru rosalega miklar. Það er svo gaman að sjá þær og hafa fengið að upplifa þær,“ segir Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og jafnréttisfulltrúi LRH. Hvorki Kristján né Ingibjörg hafa fyrr heyrt um lögreglustöð þar sem starfa fleiri konur en karlar. „Ég held að þetta sé bara heimsmet, ég hef allavega ekki heyrt að þetta sé svona nokkurs staðar annars staðar,“ segir Ingibjörg og Kristján tekur undir. „Allavega held ég að þetta hlutfall þekkist ekki á stöð af þessari stærðargráðu. Við höfum rætt þetta nokkrum sinnum og sagt að þetta sé líklega heimsmet og það hefur nú enginn hrakið það,“ segir hann. Aðspurð hvort eitthvað sé sérstaklega gert á Vínlandsleið, sem ekki tíðkast á öðrum lögreglustöðvum vegna fjölda kvenna sem þar starfa segir Kristján að ekkert markvisst sé gert vegna kyns starfsmanna en mikið sé lagt upp úr vinnuumhverfinu. „Við bjuggum vel fyrir vegna þess að við vorum byrjuð á því að vinna í bæði innanhússmálum hjá okkur og í starfseminni. Því hvernig við getum orðið gott lögreglulið og að það sé þannig að það sé bæði gaman og gott að vinna hérna. Úr þeirri vinnu settum við okkur markmið, gildi og vinnureglur sem við vinnum eftir.“ Ingibjörg tekur undir orð Kristjáns og segir mikið lagt upp úr líðan fólks í vinnunni og að allir vinni að því saman. „Hér er hlustað á fólk og ég held að það sé mjög mikilvægt. Ég kom til dæmis þeirri hugmynd áleiðis að hafa frí dömubindi á baðherbergjunum. Það er dæmi um eitthvað sem veitir okkur konunum öryggi en kostar lítið og er auðvelt í framkvæmd. Stemningin er þannig að maður viðrar hugmynd og svo er Kristján bara farinn að kaupa dömubindi,“ segir Ingibjörg. „Ég held að þetta hafi kostað um þrjú þúsund krónur og ferð í búðina, svo auðvelt er það,“ segir Kristján og bætir við að eins og í öllu öðru séu það einstaklingarnir sem skipti máli en ekki kyn þeirra. „Við erum afar heppin með þá einstaklinga sem starfa hér.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira