Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2019 08:43 Borg englanna fann vel fyrir skjálftanum í nótt. Getty/David McNew Jarðskjálfti sem mældist að stærðinni 7,1 skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi.Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kalíforníu.Áhrifa jarðskjálftans gætti víðar en í suðurhluta Kalíforníu en skjálftinn fannst til að mynda einnig í Las Vegas í Nevada og á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Jarðskjálftafræðingurinn Dr. Lucy Jones, ráðgjafi borgarstjóra Los Angeles, sagði á blaðamannafundi að um væri að ræða skjálftahrinu en síðasta fimmtudag skók skjálfti sem mældist 6,4 svæðið. Þá hafa eftirskjálftar verið fjölmargir en sá stærsti í nótt mældist 5,5.Samkvæmt BBC hafa engar fregnir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi. Skjálftinn hafði einhver áhrif á íþróttir í suðvesturhluta Bandaríkjanna en hætta þurfti leik New Orleans Pelicans og New York Knicks í sumardeild NBA-deildarinnar í körfubolta þegar fjórði leikhluti var nýhafinn. Þá sést skjálftinn vel á myndbandi sem hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers deildi á Twitter síðu sinni.#EarthquakeLA pic.twitter.com/yDOOEYSk4j — Los Angeles Dodgers (@Dodgers) July 6, 2019 Bandaríkin Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Jarðskjálfti sem mældist að stærðinni 7,1 skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi.Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kalíforníu.Áhrifa jarðskjálftans gætti víðar en í suðurhluta Kalíforníu en skjálftinn fannst til að mynda einnig í Las Vegas í Nevada og á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Jarðskjálftafræðingurinn Dr. Lucy Jones, ráðgjafi borgarstjóra Los Angeles, sagði á blaðamannafundi að um væri að ræða skjálftahrinu en síðasta fimmtudag skók skjálfti sem mældist 6,4 svæðið. Þá hafa eftirskjálftar verið fjölmargir en sá stærsti í nótt mældist 5,5.Samkvæmt BBC hafa engar fregnir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi. Skjálftinn hafði einhver áhrif á íþróttir í suðvesturhluta Bandaríkjanna en hætta þurfti leik New Orleans Pelicans og New York Knicks í sumardeild NBA-deildarinnar í körfubolta þegar fjórði leikhluti var nýhafinn. Þá sést skjálftinn vel á myndbandi sem hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers deildi á Twitter síðu sinni.#EarthquakeLA pic.twitter.com/yDOOEYSk4j — Los Angeles Dodgers (@Dodgers) July 6, 2019
Bandaríkin Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira