Réðst á kærustu sína í beinni útsendingu á netinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2019 06:46 Maðurinn hafði verið að spila Fortnite og streymdi frá spilun sinni á netinu. Getty/Anadolu Agency Ástralskur maður hefur játað að ráðast á þungaða kærustu sína í desember síðastliðnum. Málið hefur vakið athygli jafnt í Ástralíu sem og á netinu því árásin náðist á upptöku sem fór á flug á samfélagsmiðlum. Maðurinn, hinn 26 ára gamli James Munday, hafði verið að spila tölvuleikinn vinsæla Fortnite og streyma frá spilun sinni í beinni útsendingu. Áhorfendur sem fylgdust með útsendingunni sáu hvernig Munday snöggreiddist eftir að kærasta hans bað hann ítrekað um að hætta að spila tölvuleikinn og koma og borða með sér kvöldmat. Samkvæmt málsgögnum sem lögð voru fyrir dómara í Ástralíu á Munday að hafa veitt kærustu sinn kinnhest, tekið hana hálstaki og haldið henni niðri eftir að konan hafði kastað í hann smáhlutum. Þrátt fyrir að heyrst hafi í átökunum í útsendingunni féllu þau þó utan myndrammans. Tvö börn parsins voru jafnframt á heimilinu þegar árásin átti sér stað.Munday játaði í dómsal í morgun að hafa ráðist að kærustu sinni og haldið henni niðri, „því ég vildi að hún hætti,“ eins og hann orðað það við skýrslutöku hjá lögreglu. Hann á að hafa sýnt iðrun vegna málsins og talið er að hann hljóti vægari dóm fyrir vikið. Líklegt er talið að hann hljóti sekt eða allt að tveggja ára fangelsisdóm, en dómur verður kveðinn upp yfir Munday þann 26. ágúst. Fjölspilunartölvuleikurinn Fortnite hefur notið gríðarlegra vinsælda allt frá því að hann kom á markað árið 2017. Um er að ræða skotleik sem snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. Ástralía Leikjavísir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ástralskur maður hefur játað að ráðast á þungaða kærustu sína í desember síðastliðnum. Málið hefur vakið athygli jafnt í Ástralíu sem og á netinu því árásin náðist á upptöku sem fór á flug á samfélagsmiðlum. Maðurinn, hinn 26 ára gamli James Munday, hafði verið að spila tölvuleikinn vinsæla Fortnite og streyma frá spilun sinni í beinni útsendingu. Áhorfendur sem fylgdust með útsendingunni sáu hvernig Munday snöggreiddist eftir að kærasta hans bað hann ítrekað um að hætta að spila tölvuleikinn og koma og borða með sér kvöldmat. Samkvæmt málsgögnum sem lögð voru fyrir dómara í Ástralíu á Munday að hafa veitt kærustu sinn kinnhest, tekið hana hálstaki og haldið henni niðri eftir að konan hafði kastað í hann smáhlutum. Þrátt fyrir að heyrst hafi í átökunum í útsendingunni féllu þau þó utan myndrammans. Tvö börn parsins voru jafnframt á heimilinu þegar árásin átti sér stað.Munday játaði í dómsal í morgun að hafa ráðist að kærustu sinni og haldið henni niðri, „því ég vildi að hún hætti,“ eins og hann orðað það við skýrslutöku hjá lögreglu. Hann á að hafa sýnt iðrun vegna málsins og talið er að hann hljóti vægari dóm fyrir vikið. Líklegt er talið að hann hljóti sekt eða allt að tveggja ára fangelsisdóm, en dómur verður kveðinn upp yfir Munday þann 26. ágúst. Fjölspilunartölvuleikurinn Fortnite hefur notið gríðarlegra vinsælda allt frá því að hann kom á markað árið 2017. Um er að ræða skotleik sem snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi.
Ástralía Leikjavísir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira