Helga aðeins 15 mínútur að landa fyrsta laxinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2019 07:34 Helga Steffensen var ekki lengi að landa fyrsta laxi ársins úr Elliðaánum. Vísir/BEB Helga Steffensen er Reykvíkingur ársins 2019. Venju samkvæmt renndi Helga fyrir lax í Elliðaánum í morgun, fyrst manna þetta veiðisumarið. Með henni í för voru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Það tók Helgu ekki nema 15 mínútur að setja í fyrsta laxinn, sem hún stillti sér upp með fyrir fjölda ljósmyndara sem saman var kominn við Elliðaárnar í morgun. Helga stofnaði barnaleikhópinn Brúðubílinn árið 1980, en þar áður stýrði hún brúðuleikhúsinu Leikbrúðulandi. Sýningar Brúðubílsins eru sniðnar að þörfum yngstu borgaranna og eru oft þeirra fyrstu leikhúsferðir. Á árunum 1987 – 1994 var Helga umsjónarmaður Stundarinnar okkar í Sjónvarpinu. Helga skrifaði bókina „Afmælisdagurinn hans Lilla” sem var gefin út árið 1984. Hún hefur líka haldið listsýningar bæði í Reykjavík og eina á Akureyri. Helga var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar, 2007 fyrir framlag til leiklistar og barnamenningar. Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn var að leita að einstaklingi sem hafði, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir þeirra framlag. Reykvíkingur ársins er útnefndur ár hvert.Helga ásamt þeim Degi og Þórdísi Lóu.Vísir/BEBBorgarstjóri renndi sjálfur fyrir lax. Það tók hann um fimm mínútur að krækja í einn.Vísir/BEB Börn og uppeldi Leikhús Reykjavík Stangveiði Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Helga Steffensen er Reykvíkingur ársins 2019. Venju samkvæmt renndi Helga fyrir lax í Elliðaánum í morgun, fyrst manna þetta veiðisumarið. Með henni í för voru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Það tók Helgu ekki nema 15 mínútur að setja í fyrsta laxinn, sem hún stillti sér upp með fyrir fjölda ljósmyndara sem saman var kominn við Elliðaárnar í morgun. Helga stofnaði barnaleikhópinn Brúðubílinn árið 1980, en þar áður stýrði hún brúðuleikhúsinu Leikbrúðulandi. Sýningar Brúðubílsins eru sniðnar að þörfum yngstu borgaranna og eru oft þeirra fyrstu leikhúsferðir. Á árunum 1987 – 1994 var Helga umsjónarmaður Stundarinnar okkar í Sjónvarpinu. Helga skrifaði bókina „Afmælisdagurinn hans Lilla” sem var gefin út árið 1984. Hún hefur líka haldið listsýningar bæði í Reykjavík og eina á Akureyri. Helga var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar, 2007 fyrir framlag til leiklistar og barnamenningar. Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn var að leita að einstaklingi sem hafði, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir þeirra framlag. Reykvíkingur ársins er útnefndur ár hvert.Helga ásamt þeim Degi og Þórdísi Lóu.Vísir/BEBBorgarstjóri renndi sjálfur fyrir lax. Það tók hann um fimm mínútur að krækja í einn.Vísir/BEB
Börn og uppeldi Leikhús Reykjavík Stangveiði Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira