Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2019 13:59 Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir að þingmenn í stjórnarandstöðu vanti sárlega ársskýrslu fjármálaráðherra um heildstæða samantekt á þróun útgjalda og mati á árangri til lengri tíma litið. Án skilmerkilegra skilgreininga á markmiðum sé erfitt að meta hvort stjórnvöld hafi í raun náð settum markmiðum. Það torveldar starf stjórnarandstöðunnar sem hafi mikilvægu aðhaldshlutverki að gegna. Björn Leví kom óánægju sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á þingfundi í dag. Á Alþingi er tekist á um endurskoðun á fjármálaáætlun. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, mælti fyrir meirihlutaáliti nefndarinnar en hann sagði breyttar aðstæður í efnahagslífinu kalla á endurskoðun. Í því samhengi nefndi hann kjarasamninga, loðnubrest og gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins WOW Air. Willum Þór sagði veikleika í hringrás verklags um opinber fjármál gert það að verkum að ramminn sé of lítill.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, mælti fyrir meirihlutaáliti fjárlaganefndar Alþingis í dag.„Það er í raun og veru beinlínis ekki gert ráð fyrir því að það séu tíðari ríkisstjórnarskipti heldur en á þessum hefðbundna fjögurra ára fresti né heldur að það séu miklar umbreytingar í efnahagslífinu sem kalli á miklar breytingar vegna þess að tímaramminn er svo þéttur í þessari hringrás og ég held að það sé að nokkru leyti það sem við höfum upplifað hér í okkar vinnu um þessi mál, virðulegi forseti,“ sagði Willum um störf nefndarinnar. Stjórnvöld hafi skapað ákveðna spennitreyju sem kristallist í því að áætlanir hafi alltaf verið „sett í gólf afkomumarkmiða stefnu og þannig hafa stjórnvöld skapað þessa spennitreyju sem birtist okkur síðan í því þegar við erum að ráðstafa hér inn á málefnasviðin.“ Hann telur breytingarnar sem meirihluti nefndarinnar mælir fyrir um séu til bóta. Willum telur fjármálastefnan sjálf eigi að vera sveigjanleg og að þingmenn ættu að nálgast fjármálaáætlunina með festu. Björn Leví sagði að ákveðins misskilnings gæti í umræðunni. Tilgangur fjármálaáætlunar ár hvert sé að endurmeta kostnað og forgangsröðun á þeim aðgerðum sem lagðar eru til í fjármálastefnu stjórnvalda. Það sé ekki hægt að „finna hjólið upp á nýtt á hverju ári fyrir fjármálaáætlun,“ segir Björn. „Það sem vantar líka í þetta ferli sem var nefnt hérna, fjármálaáætlunar og fjárlagaferlið eru ársskýrslur ráðherra og langtímaskýrslan sem við höfum ekki ennþá fengið. Það vantar hana. Það vantar einmitt allt þetta í fjármálaáætlunina og fjárlögin sem gerir ársskýrslu ráðherra mögulega því án hennar, án markmiðanna og án forgangsröðunar vitum við ekkert hvort markmiðum stjórnvalda hefur verið náð nema þau séu sett fram á mjög skýran og skilmerkilegan hátt sem þau eru einmitt ekki gerð í fjármálaáætlun.“ Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. 20. júní 2019 12:12 Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. 19. júní 2019 20:00 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir að þingmenn í stjórnarandstöðu vanti sárlega ársskýrslu fjármálaráðherra um heildstæða samantekt á þróun útgjalda og mati á árangri til lengri tíma litið. Án skilmerkilegra skilgreininga á markmiðum sé erfitt að meta hvort stjórnvöld hafi í raun náð settum markmiðum. Það torveldar starf stjórnarandstöðunnar sem hafi mikilvægu aðhaldshlutverki að gegna. Björn Leví kom óánægju sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á þingfundi í dag. Á Alþingi er tekist á um endurskoðun á fjármálaáætlun. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, mælti fyrir meirihlutaáliti nefndarinnar en hann sagði breyttar aðstæður í efnahagslífinu kalla á endurskoðun. Í því samhengi nefndi hann kjarasamninga, loðnubrest og gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins WOW Air. Willum Þór sagði veikleika í hringrás verklags um opinber fjármál gert það að verkum að ramminn sé of lítill.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, mælti fyrir meirihlutaáliti fjárlaganefndar Alþingis í dag.„Það er í raun og veru beinlínis ekki gert ráð fyrir því að það séu tíðari ríkisstjórnarskipti heldur en á þessum hefðbundna fjögurra ára fresti né heldur að það séu miklar umbreytingar í efnahagslífinu sem kalli á miklar breytingar vegna þess að tímaramminn er svo þéttur í þessari hringrás og ég held að það sé að nokkru leyti það sem við höfum upplifað hér í okkar vinnu um þessi mál, virðulegi forseti,“ sagði Willum um störf nefndarinnar. Stjórnvöld hafi skapað ákveðna spennitreyju sem kristallist í því að áætlanir hafi alltaf verið „sett í gólf afkomumarkmiða stefnu og þannig hafa stjórnvöld skapað þessa spennitreyju sem birtist okkur síðan í því þegar við erum að ráðstafa hér inn á málefnasviðin.“ Hann telur breytingarnar sem meirihluti nefndarinnar mælir fyrir um séu til bóta. Willum telur fjármálastefnan sjálf eigi að vera sveigjanleg og að þingmenn ættu að nálgast fjármálaáætlunina með festu. Björn Leví sagði að ákveðins misskilnings gæti í umræðunni. Tilgangur fjármálaáætlunar ár hvert sé að endurmeta kostnað og forgangsröðun á þeim aðgerðum sem lagðar eru til í fjármálastefnu stjórnvalda. Það sé ekki hægt að „finna hjólið upp á nýtt á hverju ári fyrir fjármálaáætlun,“ segir Björn. „Það sem vantar líka í þetta ferli sem var nefnt hérna, fjármálaáætlunar og fjárlagaferlið eru ársskýrslur ráðherra og langtímaskýrslan sem við höfum ekki ennþá fengið. Það vantar hana. Það vantar einmitt allt þetta í fjármálaáætlunina og fjárlögin sem gerir ársskýrslu ráðherra mögulega því án hennar, án markmiðanna og án forgangsröðunar vitum við ekkert hvort markmiðum stjórnvalda hefur verið náð nema þau séu sett fram á mjög skýran og skilmerkilegan hátt sem þau eru einmitt ekki gerð í fjármálaáætlun.“
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. 20. júní 2019 12:12 Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. 19. júní 2019 20:00 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. 20. júní 2019 12:12
Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48
Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. 19. júní 2019 20:00
Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00
Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04