Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2019 15:05 Mjaldrarnir komnir til Eyja. Ekki er vitað hvort þetta er Litla-Hvít eða Litla-Grá. aðsend Vísi barst einstæð mynd af öðrum mjaldrinum en eins og vart ætti að hafa farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgist með eru mjaldrar tveir, Litla-Hvít og Litla-Grá, nú komnir til Vestmannaeyja. Þangað voru mjaldrarnir fluttir í gær með ærinni fyrirhöfn. Ekki hafa fyrr birst myndir af mjöldrunum tveimur eftir að þeir lögðu í þessa langferð til Íslands alla leið frá Sjahghæ. Og næstu tvo mánuði verða þeir svo hafðir í sóttkví og því verða ekki nema þeir sem annast þessi frægu sjávarspendýr sem fá þau augum barið. En eins og fréttastofa hefur greint frá virðist hafa vel til tekist með að ferja þá til Eyja; þeir eru nú farnir að hreyfa sig og éta sem er góðs viti.Mjaldurinn einstaklega vinalegur hvalur, kubbslegur, með hlutfallslega lítinn haus, hátt enni og stutt trýni. Hálsinn er stuttur og hálsliðirnir ekki samgrónir eins og hjá flestum hvölum og því er höfuðið hreyfanlegra en hjá öðrum hvölum.aðsendLjósmyndarinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir það leyndarmál hvernig hann náði myndinni en þar má sjá ofan í gám annars mjaldursins hvar hann marar í hálfu kafi í sérstökum seglbörum. Eftir því sem Vísir kemst næst ríkir almennt mikil ánægja í Eyjum með komu þessara nýju íbúa. Eyjaskeggjar hafa af því reynslu að taka á móti dýrum sem þessum en frægt er þegar háhyrningurinn Keikó dvaldi í Eyjum um hríð. Áður en hann svo flúði til Noregs hvar hann drapst. Þetta telja Eyjamenn hins vegar allt annað og betra dæmi. Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Vísi barst einstæð mynd af öðrum mjaldrinum en eins og vart ætti að hafa farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgist með eru mjaldrar tveir, Litla-Hvít og Litla-Grá, nú komnir til Vestmannaeyja. Þangað voru mjaldrarnir fluttir í gær með ærinni fyrirhöfn. Ekki hafa fyrr birst myndir af mjöldrunum tveimur eftir að þeir lögðu í þessa langferð til Íslands alla leið frá Sjahghæ. Og næstu tvo mánuði verða þeir svo hafðir í sóttkví og því verða ekki nema þeir sem annast þessi frægu sjávarspendýr sem fá þau augum barið. En eins og fréttastofa hefur greint frá virðist hafa vel til tekist með að ferja þá til Eyja; þeir eru nú farnir að hreyfa sig og éta sem er góðs viti.Mjaldurinn einstaklega vinalegur hvalur, kubbslegur, með hlutfallslega lítinn haus, hátt enni og stutt trýni. Hálsinn er stuttur og hálsliðirnir ekki samgrónir eins og hjá flestum hvölum og því er höfuðið hreyfanlegra en hjá öðrum hvölum.aðsendLjósmyndarinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir það leyndarmál hvernig hann náði myndinni en þar má sjá ofan í gám annars mjaldursins hvar hann marar í hálfu kafi í sérstökum seglbörum. Eftir því sem Vísir kemst næst ríkir almennt mikil ánægja í Eyjum með komu þessara nýju íbúa. Eyjaskeggjar hafa af því reynslu að taka á móti dýrum sem þessum en frægt er þegar háhyrningurinn Keikó dvaldi í Eyjum um hríð. Áður en hann svo flúði til Noregs hvar hann drapst. Þetta telja Eyjamenn hins vegar allt annað og betra dæmi.
Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30
Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45
Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35