Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sátu hjá við afgreiðslu samninga við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog.
Fram kemur í bókun fulltrúanna á fundi borgarráðs í gær að á sama tíma og þeir fagni uppbyggingu íbúðarhúsnæðis setji þeir fyrirvara um innviðagjald.
Fram kemur í samningunum að lóðarhafi samþykki að taka þátt í enduruppbyggingu svæðisins og innviða.
Segir í bókuninni að innviðagjaldið komi til með að hafa bein áhrif á hækkun kaup- og leiguverðs íbúðanna sem hafi þá bein áhrif á vísitölu neysluverðs.
Sátu hjá vegna vafa um innviðagjald
Ari Brynjólfsson skrifar
