Fangelsisdómur vegna nauðgunar á Hressó staðfestur í Landsrétti Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2019 17:32 Brotið átti sér stað í febrúar árið 2016. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hemn Rasul Hamd 34 ára gamals karlmanns vegna nauðgunar aðfaranótt 14. febrúar 2016. Hemn var á sínum tíma settur í farbann en kom sér undan áður en lögregla gat birt honum ákæru í málinu, var hann því eftirlýstur um heim allan af Interpol í fyrra. Hemn sat í gæsluvarðhaldi hérlendis frá 18. september 2018.Sjá einnig: Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Dómur í málinu féll 11. desember síðastliðinn og var Hemn sakfelldur af Héraðsdómi og dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar eins og áður sagði, þá var hann einnig dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 1.500.000 króna. Ákærði áfrýjaði dómnum 9. janúar síðastliðinn og var málið í kjölfarið tekið fyrir af Landsrétti. Landsréttur kvað á um að hinn áfrýjaði dómur skyldi óraskaður um annað en miskabætur, miskabætur ákærða til brotaþola hækkuðu um 300.000 kr og er ákærða því skylt að greiða brotaþola 1.800.000 krónur auk áfrýjunarkostnaðar.Sjá einnig: Dæmdur fyrir nauðgun á gólfinu á Hressó Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi á síðasta ári kom fram að ákærði játaði að hafa haft samræði við brotaþola á salerni veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 14. Desember en bar því fyrir sér að brotaþoli hafi verið samþykk. Fallist var hins vegar á framburð brotaþola sem þótti trúverðugur á sama tíma og framburður ákærða þótti ótrúverðugur. Þá fundust ummerki um slævandi lyf í þvagsýni brotaþola auk áverka sem gætu samræmst hálstaki, auk annarra eymsla víðs vegar um líkama brotaþolaHinn grunaði er 33 ára gamall.InterpolDóminn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hemn Rasul Hamd 34 ára gamals karlmanns vegna nauðgunar aðfaranótt 14. febrúar 2016. Hemn var á sínum tíma settur í farbann en kom sér undan áður en lögregla gat birt honum ákæru í málinu, var hann því eftirlýstur um heim allan af Interpol í fyrra. Hemn sat í gæsluvarðhaldi hérlendis frá 18. september 2018.Sjá einnig: Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Dómur í málinu féll 11. desember síðastliðinn og var Hemn sakfelldur af Héraðsdómi og dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar eins og áður sagði, þá var hann einnig dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 1.500.000 króna. Ákærði áfrýjaði dómnum 9. janúar síðastliðinn og var málið í kjölfarið tekið fyrir af Landsrétti. Landsréttur kvað á um að hinn áfrýjaði dómur skyldi óraskaður um annað en miskabætur, miskabætur ákærða til brotaþola hækkuðu um 300.000 kr og er ákærða því skylt að greiða brotaþola 1.800.000 krónur auk áfrýjunarkostnaðar.Sjá einnig: Dæmdur fyrir nauðgun á gólfinu á Hressó Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi á síðasta ári kom fram að ákærði játaði að hafa haft samræði við brotaþola á salerni veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 14. Desember en bar því fyrir sér að brotaþoli hafi verið samþykk. Fallist var hins vegar á framburð brotaþola sem þótti trúverðugur á sama tíma og framburður ákærða þótti ótrúverðugur. Þá fundust ummerki um slævandi lyf í þvagsýni brotaþola auk áverka sem gætu samræmst hálstaki, auk annarra eymsla víðs vegar um líkama brotaþolaHinn grunaði er 33 ára gamall.InterpolDóminn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent