Taldi mann skulda sér bjór, hótaði honum ofbeldi og reyndi að ræna hann Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 19:40 Glæpurinn var framinn í Vestmannaeyjum í mars árið 2016. Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson Landsréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að ræna mann og hótað honum líkamsmeiðingum vegna meintrar bjórskuldar. Meintur samverkamaður mannsins, sem héraðsdómur dæmdi í sex mánaða fangelsi, var sýknaður í Landsrétti. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi gert tilraun til ráns með því að hafa aðfaranótt 18. mars árið 2016 hótað manni líkamsmeiðingum og farið með hann að hraðbanka Landsbankans í Vestmannaeyjum. Þar hafi maðurinn reynt að neyða fórnarlambið til að taka fjármuni út úr hraðbankanum. Þá kom fram í framburði brotaþola við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti að maðurinn hefði vikið sér að brotaþola eftir að þeir yfirgáfu veitingastað og sagt hann skulda sér bjór. Þegar brotaþoli hafi neitað því hafi maðurinn þrifið í hann og sagt honum að þeir þyrftu að fara í bankann og sækja peninga. Í framhaldinu hafi maðurinn teymt hann sem leið lá í bankann og hótað honum ofbeldi. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotin. Þá var honum gert að greiða rúmar 1,2 milljónir krónur í sakarkostnað málsins í héraði og áfrýjunarkostnað. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna í héraði og í Landsrétti, samtals tæpar 1,2 milljónir króna. Hinum manninum, sem hlaut dóm fyrir aðild sína að málinu í héraðsdómi, var gefið að sök að hafa beðið fyrir utan anddyri bankans og staðið vörð þegar verknaðurinn átti sér stað. Hann var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Landsrétti en sannað þótti að ekki hefði verið um samverknað mannanna að ræða. Dómsmál Vestmannaeyjar Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að ræna mann og hótað honum líkamsmeiðingum vegna meintrar bjórskuldar. Meintur samverkamaður mannsins, sem héraðsdómur dæmdi í sex mánaða fangelsi, var sýknaður í Landsrétti. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi gert tilraun til ráns með því að hafa aðfaranótt 18. mars árið 2016 hótað manni líkamsmeiðingum og farið með hann að hraðbanka Landsbankans í Vestmannaeyjum. Þar hafi maðurinn reynt að neyða fórnarlambið til að taka fjármuni út úr hraðbankanum. Þá kom fram í framburði brotaþola við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti að maðurinn hefði vikið sér að brotaþola eftir að þeir yfirgáfu veitingastað og sagt hann skulda sér bjór. Þegar brotaþoli hafi neitað því hafi maðurinn þrifið í hann og sagt honum að þeir þyrftu að fara í bankann og sækja peninga. Í framhaldinu hafi maðurinn teymt hann sem leið lá í bankann og hótað honum ofbeldi. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotin. Þá var honum gert að greiða rúmar 1,2 milljónir krónur í sakarkostnað málsins í héraði og áfrýjunarkostnað. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna í héraði og í Landsrétti, samtals tæpar 1,2 milljónir króna. Hinum manninum, sem hlaut dóm fyrir aðild sína að málinu í héraðsdómi, var gefið að sök að hafa beðið fyrir utan anddyri bankans og staðið vörð þegar verknaðurinn átti sér stað. Hann var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Landsrétti en sannað þótti að ekki hefði verið um samverknað mannanna að ræða.
Dómsmál Vestmannaeyjar Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira