Íslendingar jákvæðir í garð Evrópusambandsins 22. júní 2019 08:00 40,7 prósent segjast vera jákvæð gagnvart ESB Vísir/EPA Fyrirtækið Maskína hefur gert viðamikla könnun fyrir utanríkisráðuneytið um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Miðað við könnunina eru Íslendingar tiltölulega jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þannig segjast 40,7 prósent vera jákvæð gagnvart ESB og 27,5 prósent vera neikvæð gagnvart sambandinu. Hins vegar segjast aðeins 31,6 prósent hlynnt inngöngu Íslands í ESB, 25,4 prósent segjast í meðallagi hlynnt inngöngu og 43,0 prósent segjast andvíg.Nokkur munur er á afstöðu eftir kynjum og búsetu. Til dæmis segjast 40,8 prósent þeirra sem búa í Reykjavík hlynnt inngöngu en 11,9 prósent á Austurlandi hafa sömu afstöðu og þar segjast 61,4 prósent andvíg inngöngu í ESB á móti 31,6 prósentum í Reykjavík.Úr könnun Maskínu fyrir Utanríkisráðuneytið. Grafík/FréttablaðiðMikill munur er á afstöðu eftir því hvað stjórnmálaflokk þátttakendur segjast mundu kjósa ef kosið yrði til Alþingis nú. Langminnstur stuðningur við inngöngu Íslands í ESB er meðal Framsóknarmann. Enginn þeirra kveðst styðja inngöngu Íslands í ESB og 84,3 prósent segjast andvíg inngöngu. Af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 14,0 prósent jákvæð gagnvart inngöngu og 74,4 prósent eru andvíg. Jákvæðastir gagnvart inngöngu í ESB eru fylgismenn Viðreisnar, 76,5 prósent, og stuðningsmenn Samfylkingar þar sem 73,3 prósent segjast hlynnt inngöngu. Þegar spurt er hversu jákvætt fólk sé gagnvart aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagshagssvæðið (EES) eru það fylgismenn Viðreisnar sem mælast jákvæðastir, 87,7 prósent þeirra segjast jákvæð gagnvart aðildinni. Nefna má að af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 43 prósent jákvæð og 32 prósent neikvæð gagnvart aðild landsins að EES. Þess má geta að samkvæmt könnuninni eru Íslendingar gríðarlega jákvæðir gagnvart því að Ísland taki virkan þátt í norrænu samstarfi. Þannig segjast 92 prósent jákvæð og 7,6 prósent í meðallagi jákvæð gagnvart því samstarfi en aðeins 0,4 prósent svarenda segjast neikvæð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fyrirtækið Maskína hefur gert viðamikla könnun fyrir utanríkisráðuneytið um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Miðað við könnunina eru Íslendingar tiltölulega jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þannig segjast 40,7 prósent vera jákvæð gagnvart ESB og 27,5 prósent vera neikvæð gagnvart sambandinu. Hins vegar segjast aðeins 31,6 prósent hlynnt inngöngu Íslands í ESB, 25,4 prósent segjast í meðallagi hlynnt inngöngu og 43,0 prósent segjast andvíg.Nokkur munur er á afstöðu eftir kynjum og búsetu. Til dæmis segjast 40,8 prósent þeirra sem búa í Reykjavík hlynnt inngöngu en 11,9 prósent á Austurlandi hafa sömu afstöðu og þar segjast 61,4 prósent andvíg inngöngu í ESB á móti 31,6 prósentum í Reykjavík.Úr könnun Maskínu fyrir Utanríkisráðuneytið. Grafík/FréttablaðiðMikill munur er á afstöðu eftir því hvað stjórnmálaflokk þátttakendur segjast mundu kjósa ef kosið yrði til Alþingis nú. Langminnstur stuðningur við inngöngu Íslands í ESB er meðal Framsóknarmann. Enginn þeirra kveðst styðja inngöngu Íslands í ESB og 84,3 prósent segjast andvíg inngöngu. Af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 14,0 prósent jákvæð gagnvart inngöngu og 74,4 prósent eru andvíg. Jákvæðastir gagnvart inngöngu í ESB eru fylgismenn Viðreisnar, 76,5 prósent, og stuðningsmenn Samfylkingar þar sem 73,3 prósent segjast hlynnt inngöngu. Þegar spurt er hversu jákvætt fólk sé gagnvart aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagshagssvæðið (EES) eru það fylgismenn Viðreisnar sem mælast jákvæðastir, 87,7 prósent þeirra segjast jákvæð gagnvart aðildinni. Nefna má að af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 43 prósent jákvæð og 32 prósent neikvæð gagnvart aðild landsins að EES. Þess má geta að samkvæmt könnuninni eru Íslendingar gríðarlega jákvæðir gagnvart því að Ísland taki virkan þátt í norrænu samstarfi. Þannig segjast 92 prósent jákvæð og 7,6 prósent í meðallagi jákvæð gagnvart því samstarfi en aðeins 0,4 prósent svarenda segjast neikvæð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira