Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 10:49 Rouhani forseti segir tilgangslaust af Bandaríkjamönnum að beita Khamenei æðstaklerk refsiaðgerðum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Teheran hafa brugðist ókvæða við ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja enn frekari refsiaðgerðir á Írani. Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkjastjórn ljúgi því til að hún vilji viðræður og kallar Hvíta hús Trump „andlega fatlað“. Trump tilkynnti um hertar viðskiptaþvinganir gegn Íran í gær. Þær beinast meðal annars persónulega að Ayatolla Khamenei, æðstaklerki Írans, og Javad Zarif, utanríkisráðherra landsins. Þvinganirnar eru svar Bandaríkjastjórnar við því að Íranir skutu niður ómannaðan dróna Bandaríkjahers í síðustu viku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fullyrti engu að síður í gær að forsetinn væri opinn fyrir viðræðum við Írani, að því er segir í frétt Washington Post. Rouhani, forseti Írans, sagði aftur á móti að aðgerðir Bandaríkjastjórnar lokuðu diplómatískum leiðum varanlega. Hvíta húsið væri orðið „andlega fatlað“ undir stjórn Trump. Refsiaðgerðirnar gegn æðstaklerkinu væru „svívirðilegar og heimskulegar“. „Þið leggið refsiaðgerðir á utanríkisráðherrann um leið og þið biðjið um viðræðu?“ sagði Rouhani í sjónvarpsávarpi í gær.Ástandið að verða hættulegt Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur farið vaxandi eftir að Trump forseti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran í tíð Baracks Obama árið 2015 í fyrra. Hann hefur síðan lagt viðskiptaþvinganir aftur á Íran sem hafði verið aflétt með samningnum. Undanfarið hafa Íranar svarað með því að segja ætla að brjóta gegn skilmálum samningsins um hversu mikið að auðguðu úrani þeir mega viða að sér nema að viðsemjendur þeirra standi við hann. Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um nýlegar á árásir á skip í Hormússundi og Ómanflóa. Trump hætti við loftárásir á Íran til að svara þeim árásum á ögurstundu í síðustu viku. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti áhyggjum af ástandinu í dag. Sagði hann stöðuna við það að verða hættulega, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússland er eitt helsta bandalagsríki Írans. Bandaríkin Donald Trump Íran Rússland Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Bandaríkin beita Íran þyngri refsiaðgerðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann ætli að setja mjög harðar, nýjar refsiaðgerðir á Íran, þar á meðal á skrifstofu leiðtoga landsins, Ali Khamenei. 24. júní 2019 19:05 Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Stjórnvöld í Teheran hafa brugðist ókvæða við ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja enn frekari refsiaðgerðir á Írani. Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkjastjórn ljúgi því til að hún vilji viðræður og kallar Hvíta hús Trump „andlega fatlað“. Trump tilkynnti um hertar viðskiptaþvinganir gegn Íran í gær. Þær beinast meðal annars persónulega að Ayatolla Khamenei, æðstaklerki Írans, og Javad Zarif, utanríkisráðherra landsins. Þvinganirnar eru svar Bandaríkjastjórnar við því að Íranir skutu niður ómannaðan dróna Bandaríkjahers í síðustu viku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fullyrti engu að síður í gær að forsetinn væri opinn fyrir viðræðum við Írani, að því er segir í frétt Washington Post. Rouhani, forseti Írans, sagði aftur á móti að aðgerðir Bandaríkjastjórnar lokuðu diplómatískum leiðum varanlega. Hvíta húsið væri orðið „andlega fatlað“ undir stjórn Trump. Refsiaðgerðirnar gegn æðstaklerkinu væru „svívirðilegar og heimskulegar“. „Þið leggið refsiaðgerðir á utanríkisráðherrann um leið og þið biðjið um viðræðu?“ sagði Rouhani í sjónvarpsávarpi í gær.Ástandið að verða hættulegt Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur farið vaxandi eftir að Trump forseti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran í tíð Baracks Obama árið 2015 í fyrra. Hann hefur síðan lagt viðskiptaþvinganir aftur á Íran sem hafði verið aflétt með samningnum. Undanfarið hafa Íranar svarað með því að segja ætla að brjóta gegn skilmálum samningsins um hversu mikið að auðguðu úrani þeir mega viða að sér nema að viðsemjendur þeirra standi við hann. Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um nýlegar á árásir á skip í Hormússundi og Ómanflóa. Trump hætti við loftárásir á Íran til að svara þeim árásum á ögurstundu í síðustu viku. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti áhyggjum af ástandinu í dag. Sagði hann stöðuna við það að verða hættulega, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússland er eitt helsta bandalagsríki Írans.
Bandaríkin Donald Trump Íran Rússland Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Bandaríkin beita Íran þyngri refsiaðgerðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann ætli að setja mjög harðar, nýjar refsiaðgerðir á Íran, þar á meðal á skrifstofu leiðtoga landsins, Ali Khamenei. 24. júní 2019 19:05 Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43
Bandaríkin beita Íran þyngri refsiaðgerðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann ætli að setja mjög harðar, nýjar refsiaðgerðir á Íran, þar á meðal á skrifstofu leiðtoga landsins, Ali Khamenei. 24. júní 2019 19:05
Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50