Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 10:49 Rouhani forseti segir tilgangslaust af Bandaríkjamönnum að beita Khamenei æðstaklerk refsiaðgerðum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Teheran hafa brugðist ókvæða við ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja enn frekari refsiaðgerðir á Írani. Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkjastjórn ljúgi því til að hún vilji viðræður og kallar Hvíta hús Trump „andlega fatlað“. Trump tilkynnti um hertar viðskiptaþvinganir gegn Íran í gær. Þær beinast meðal annars persónulega að Ayatolla Khamenei, æðstaklerki Írans, og Javad Zarif, utanríkisráðherra landsins. Þvinganirnar eru svar Bandaríkjastjórnar við því að Íranir skutu niður ómannaðan dróna Bandaríkjahers í síðustu viku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fullyrti engu að síður í gær að forsetinn væri opinn fyrir viðræðum við Írani, að því er segir í frétt Washington Post. Rouhani, forseti Írans, sagði aftur á móti að aðgerðir Bandaríkjastjórnar lokuðu diplómatískum leiðum varanlega. Hvíta húsið væri orðið „andlega fatlað“ undir stjórn Trump. Refsiaðgerðirnar gegn æðstaklerkinu væru „svívirðilegar og heimskulegar“. „Þið leggið refsiaðgerðir á utanríkisráðherrann um leið og þið biðjið um viðræðu?“ sagði Rouhani í sjónvarpsávarpi í gær.Ástandið að verða hættulegt Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur farið vaxandi eftir að Trump forseti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran í tíð Baracks Obama árið 2015 í fyrra. Hann hefur síðan lagt viðskiptaþvinganir aftur á Íran sem hafði verið aflétt með samningnum. Undanfarið hafa Íranar svarað með því að segja ætla að brjóta gegn skilmálum samningsins um hversu mikið að auðguðu úrani þeir mega viða að sér nema að viðsemjendur þeirra standi við hann. Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um nýlegar á árásir á skip í Hormússundi og Ómanflóa. Trump hætti við loftárásir á Íran til að svara þeim árásum á ögurstundu í síðustu viku. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti áhyggjum af ástandinu í dag. Sagði hann stöðuna við það að verða hættulega, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússland er eitt helsta bandalagsríki Írans. Bandaríkin Donald Trump Íran Rússland Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Bandaríkin beita Íran þyngri refsiaðgerðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann ætli að setja mjög harðar, nýjar refsiaðgerðir á Íran, þar á meðal á skrifstofu leiðtoga landsins, Ali Khamenei. 24. júní 2019 19:05 Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Stjórnvöld í Teheran hafa brugðist ókvæða við ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja enn frekari refsiaðgerðir á Írani. Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkjastjórn ljúgi því til að hún vilji viðræður og kallar Hvíta hús Trump „andlega fatlað“. Trump tilkynnti um hertar viðskiptaþvinganir gegn Íran í gær. Þær beinast meðal annars persónulega að Ayatolla Khamenei, æðstaklerki Írans, og Javad Zarif, utanríkisráðherra landsins. Þvinganirnar eru svar Bandaríkjastjórnar við því að Íranir skutu niður ómannaðan dróna Bandaríkjahers í síðustu viku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fullyrti engu að síður í gær að forsetinn væri opinn fyrir viðræðum við Írani, að því er segir í frétt Washington Post. Rouhani, forseti Írans, sagði aftur á móti að aðgerðir Bandaríkjastjórnar lokuðu diplómatískum leiðum varanlega. Hvíta húsið væri orðið „andlega fatlað“ undir stjórn Trump. Refsiaðgerðirnar gegn æðstaklerkinu væru „svívirðilegar og heimskulegar“. „Þið leggið refsiaðgerðir á utanríkisráðherrann um leið og þið biðjið um viðræðu?“ sagði Rouhani í sjónvarpsávarpi í gær.Ástandið að verða hættulegt Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur farið vaxandi eftir að Trump forseti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran í tíð Baracks Obama árið 2015 í fyrra. Hann hefur síðan lagt viðskiptaþvinganir aftur á Íran sem hafði verið aflétt með samningnum. Undanfarið hafa Íranar svarað með því að segja ætla að brjóta gegn skilmálum samningsins um hversu mikið að auðguðu úrani þeir mega viða að sér nema að viðsemjendur þeirra standi við hann. Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um nýlegar á árásir á skip í Hormússundi og Ómanflóa. Trump hætti við loftárásir á Íran til að svara þeim árásum á ögurstundu í síðustu viku. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti áhyggjum af ástandinu í dag. Sagði hann stöðuna við það að verða hættulega, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússland er eitt helsta bandalagsríki Írans.
Bandaríkin Donald Trump Íran Rússland Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Bandaríkin beita Íran þyngri refsiaðgerðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann ætli að setja mjög harðar, nýjar refsiaðgerðir á Íran, þar á meðal á skrifstofu leiðtoga landsins, Ali Khamenei. 24. júní 2019 19:05 Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43
Bandaríkin beita Íran þyngri refsiaðgerðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann ætli að setja mjög harðar, nýjar refsiaðgerðir á Íran, þar á meðal á skrifstofu leiðtoga landsins, Ali Khamenei. 24. júní 2019 19:05
Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50