Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 14:00 Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir, ásamt syni sínum Þorsteini Harra. Mynd/Ísland í dag Kærustuparið Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. Kári Þorsteinsson á langan feril að baki sem kokkur. Hann hefur m.a. búið í Lundúnum og starfað á Michelin-veitingastaðnum Texture en þaðan flutti hann til Kaupmannahafnar og vann á veitingastaðnum Noma, öðrum vinsælum Michelin-stað. Þá var Kári yfirkokkur á veitingastaðnum Kol hér heima og starfaði einnig á Dill, eina íslenska veitingastaðnum sem hlotið hefur Michelin-stjörnuna eftirsóttu. Sjónvarpsþátturinn Ísland í dag fjallaði um ævintýri Kára og Sólveigar í þættinum sem sýndur var í gærkvöldi. Nýi veitingastaðurinn, Nielsen restaurant, fær nafn sitt af húsinu sem hýsir hann: Nielsenshúsinu svokallaða, elsta húsi Egilsstaða sem byggt var árið 1944. Létu sameiginlegan draum rætast Staðurinn var opnaður í maí síðastliðnum en Kári og Sólveig bjuggu saman í Reykjavík áður en þau fluttust búferlum á Austurland. Sólveig, sem er fædd og uppalin á Egilsstöðum, starfaði sem flugfreyja áður en hún fór út í veitingageirann en hún segir það hafa verið langþráðan draum að opna veitingastaðinn með eiginmanni sínum. „Við áttum þann draum sameiginlegan að flytja út á land þegar við værum byrjuð að eignast börn. Við ákváðum þegar tækifæri gafst að koma hingað og reka veitingastað saman.“ Og það gerðu þau um leið og sonurinn, Þorsteinn Harri, kom í heiminn. En hvernig kom það til að þau völdu einmitt þennan stað og þetta hús? „Hann var búinn að vera á sölu í svolítinn tíma,“ segir Sólveig. „En ég hafði aldrei veitt þessu athygli fyrr en Kári benti á þetta. Við ákváðum að skoða og leist ótrúlega vel á.“ Hjónin leggja mikla áherslu á að nýta hráefni úr náttúrunni, meira að segja lúpínuna.Mynd/ísland í dag Kári leggur áherslu á að þeim þyki afar gott að vera flutt aftur á landsbyggðina. Þar beri helst að nefna nálægðina við náttúruna og ekki síst gott hráefni í sveitinni. Hjónin starfa til að mynda náið með Vallanesi, lífrænni grænmætisræktun rétt utan við Egilsstaði, og sækja einnig í það sem náttúran hefur upp á að bjóða. „Það er fullt af allskonar villtu dóti sem við erum að nýta okkur. Rabbarbara, hvönn, kerfil, súrur, birki og lúpínu meira að segja. Þannig að það er ýmislegt sem við getum notað núna,“ segir Kári. Vilja gera vel við heimamenn Það tók Sólveigu og Kára um tvo mánuði að klára framkvæmdir við staðinn, allt samkvæmt áætlun að þeirra sögn. Þau nutu dyggrar aðstoðar fjölskyldumeðlima og þá sá systir Sólveigar um grafíska hönnun, til að mynda í merki og matseðlum staðarins. Enn á aðeins eftir að dytta að ytra byrði hússins en staðurinn er svo gott sem tilbúinn. „Ég tók svo að mér að breyta útlitinu á staðnum örlítið með hjálp Kára og aðeins systur minnar líka. En ég ætla að vera í því að sjá um daglegan rekstur og utanumhald. Svo verð ég aðeins að þjóna líka og gera það sem þarf. Allt í öllu,“ segir Sólveig. View this post on Instagram Það er sól og sæla á pallinum Hádegisseðillinn inniheldur grísakinnar, þorsk og auðvitað salat Sun is shining on the patio Lunch menu : pork cheeks, cod and of course salad A post shared by Nielsen_restaurant (@nielsenrestaurant) on Jun 11, 2019 at 4:40am PDT Þá leggja Sólveig og Kári áherslu á að hafa matseðilinn einfaldan: fjóra forrétti, fjóra aðalrétti og þrjá eftirrétti. „Og ætlum að rótera þessu svolítið ört og þar með þróast út í eitthvað sem enginn veit,“ segir Kári. Sólveig segir þetta fyrirkomulag jafnframt sérstaklega hugsað fyrir heimamenn á Egilsstöðum. „Okkar markhópur, helsti, er heimamaðurinn. Við viljum gera gott fyrir hann. Og með því að breyta ört geta þeir komið og upplifað nýtt, ekki alltaf sama seðilinn.“ Græða tvo tíma á dag En hvernig er að koma úr hasarnum í „stórborginni“ Reykjavík í rólegheitin heima á Egilsstöðum?„Þetta er allt annað taktur. Við leggjum af stað í vinnuna þrjár mínútur í. Þetta er allt öðruvísi einhvern veginn. Stutt að fara í búðina, maður græðir alveg svona einn og hálfan, tvo tíma á dag,“ segir Sólveig. „En vinnan sem slík er ekkert minni. Þetta er sama keyrslan.“ Þau vonast til þess að reka staðinn um ókomna tíð, enda kunni þau afar vel við sig í bænum. Þetta hafi verið tækifæri sem þau gátu ekki látið fram hjá sér fara. „Það getur alveg verið snúið fyrir fólk að finna eitthvað til að koma aftur heim. En ég held það sé alltaf að verða meira og meira. Það er ótrúlega mikið af fólki, sérstaklega í kringum minn árgang, að snúa aftur heim. Það er alltaf eitthvað, maður verður bara að fylgjast með og grípa gæsina.“Innslagið um Kára, Sólveigu og nýopnaðan veitingastað þeirra í Nielsenshúsi má horfa á í spilaranum hér að neðan. Fljótsdalshérað Ísland í dag Matur Michelin Veitingastaðir Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Kærustuparið Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. Kári Þorsteinsson á langan feril að baki sem kokkur. Hann hefur m.a. búið í Lundúnum og starfað á Michelin-veitingastaðnum Texture en þaðan flutti hann til Kaupmannahafnar og vann á veitingastaðnum Noma, öðrum vinsælum Michelin-stað. Þá var Kári yfirkokkur á veitingastaðnum Kol hér heima og starfaði einnig á Dill, eina íslenska veitingastaðnum sem hlotið hefur Michelin-stjörnuna eftirsóttu. Sjónvarpsþátturinn Ísland í dag fjallaði um ævintýri Kára og Sólveigar í þættinum sem sýndur var í gærkvöldi. Nýi veitingastaðurinn, Nielsen restaurant, fær nafn sitt af húsinu sem hýsir hann: Nielsenshúsinu svokallaða, elsta húsi Egilsstaða sem byggt var árið 1944. Létu sameiginlegan draum rætast Staðurinn var opnaður í maí síðastliðnum en Kári og Sólveig bjuggu saman í Reykjavík áður en þau fluttust búferlum á Austurland. Sólveig, sem er fædd og uppalin á Egilsstöðum, starfaði sem flugfreyja áður en hún fór út í veitingageirann en hún segir það hafa verið langþráðan draum að opna veitingastaðinn með eiginmanni sínum. „Við áttum þann draum sameiginlegan að flytja út á land þegar við værum byrjuð að eignast börn. Við ákváðum þegar tækifæri gafst að koma hingað og reka veitingastað saman.“ Og það gerðu þau um leið og sonurinn, Þorsteinn Harri, kom í heiminn. En hvernig kom það til að þau völdu einmitt þennan stað og þetta hús? „Hann var búinn að vera á sölu í svolítinn tíma,“ segir Sólveig. „En ég hafði aldrei veitt þessu athygli fyrr en Kári benti á þetta. Við ákváðum að skoða og leist ótrúlega vel á.“ Hjónin leggja mikla áherslu á að nýta hráefni úr náttúrunni, meira að segja lúpínuna.Mynd/ísland í dag Kári leggur áherslu á að þeim þyki afar gott að vera flutt aftur á landsbyggðina. Þar beri helst að nefna nálægðina við náttúruna og ekki síst gott hráefni í sveitinni. Hjónin starfa til að mynda náið með Vallanesi, lífrænni grænmætisræktun rétt utan við Egilsstaði, og sækja einnig í það sem náttúran hefur upp á að bjóða. „Það er fullt af allskonar villtu dóti sem við erum að nýta okkur. Rabbarbara, hvönn, kerfil, súrur, birki og lúpínu meira að segja. Þannig að það er ýmislegt sem við getum notað núna,“ segir Kári. Vilja gera vel við heimamenn Það tók Sólveigu og Kára um tvo mánuði að klára framkvæmdir við staðinn, allt samkvæmt áætlun að þeirra sögn. Þau nutu dyggrar aðstoðar fjölskyldumeðlima og þá sá systir Sólveigar um grafíska hönnun, til að mynda í merki og matseðlum staðarins. Enn á aðeins eftir að dytta að ytra byrði hússins en staðurinn er svo gott sem tilbúinn. „Ég tók svo að mér að breyta útlitinu á staðnum örlítið með hjálp Kára og aðeins systur minnar líka. En ég ætla að vera í því að sjá um daglegan rekstur og utanumhald. Svo verð ég aðeins að þjóna líka og gera það sem þarf. Allt í öllu,“ segir Sólveig. View this post on Instagram Það er sól og sæla á pallinum Hádegisseðillinn inniheldur grísakinnar, þorsk og auðvitað salat Sun is shining on the patio Lunch menu : pork cheeks, cod and of course salad A post shared by Nielsen_restaurant (@nielsenrestaurant) on Jun 11, 2019 at 4:40am PDT Þá leggja Sólveig og Kári áherslu á að hafa matseðilinn einfaldan: fjóra forrétti, fjóra aðalrétti og þrjá eftirrétti. „Og ætlum að rótera þessu svolítið ört og þar með þróast út í eitthvað sem enginn veit,“ segir Kári. Sólveig segir þetta fyrirkomulag jafnframt sérstaklega hugsað fyrir heimamenn á Egilsstöðum. „Okkar markhópur, helsti, er heimamaðurinn. Við viljum gera gott fyrir hann. Og með því að breyta ört geta þeir komið og upplifað nýtt, ekki alltaf sama seðilinn.“ Græða tvo tíma á dag En hvernig er að koma úr hasarnum í „stórborginni“ Reykjavík í rólegheitin heima á Egilsstöðum?„Þetta er allt annað taktur. Við leggjum af stað í vinnuna þrjár mínútur í. Þetta er allt öðruvísi einhvern veginn. Stutt að fara í búðina, maður græðir alveg svona einn og hálfan, tvo tíma á dag,“ segir Sólveig. „En vinnan sem slík er ekkert minni. Þetta er sama keyrslan.“ Þau vonast til þess að reka staðinn um ókomna tíð, enda kunni þau afar vel við sig í bænum. Þetta hafi verið tækifæri sem þau gátu ekki látið fram hjá sér fara. „Það getur alveg verið snúið fyrir fólk að finna eitthvað til að koma aftur heim. En ég held það sé alltaf að verða meira og meira. Það er ótrúlega mikið af fólki, sérstaklega í kringum minn árgang, að snúa aftur heim. Það er alltaf eitthvað, maður verður bara að fylgjast með og grípa gæsina.“Innslagið um Kára, Sólveigu og nýopnaðan veitingastað þeirra í Nielsenshúsi má horfa á í spilaranum hér að neðan.
Fljótsdalshérað Ísland í dag Matur Michelin Veitingastaðir Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira