Stálu öllu nema bröndurunum af kanadískum grínista sem heimsótti Ísland um helgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2019 15:00 Ryan Dillon, lengst til vinstri, ásamt ferðafélögunum, á Íslandi. Mynd/Ryan Dillon. Bíræfnir þjófar brutust inn í Airbnb-íbúð sem kanadíski grínistinn Ryan Dillon hafði á leigu í Reykjavík um helgina ásamt kærustu og tveimur vinum. Þjófarnir stálu öllu steini léttara úr íbúðinni en höfðu fyrir því að rífa alla brandara sem Dillon hafði skrifað í minnisbók sína úr henni, áður en að þeir tóku minnisbókina með sér og héldu á brott.Greint er frá innbrotinu ávef kanadíska ríkisútvarpsins CBCþar sem rætt er við Dillon. Segist hann hafa verið hér á landi til þess að vera viðstaddur Secret Solstice hátíðina sem haldin var í laugardal um helgina. Dillon og félagar uppgötvuðu innbrotið þegar þau komu heim eftir vel heppnað föstudagskvöld í dalnum.„Við skildum allt eftir í íbúðinni og þegar við komum heim tókum við eftir því að hurðin var eitthvað skrýtin. Þegar við löbbuðum inn var allt í rúst,“ sagði Dillon við CBC. „Það var allt farið.Rifu brandarana út úr bókinni og hentu þeim á gólfið Dillon segir að mikið af fatnaði þeirra auk myndavéla og myndavélabúnaðar, fartölvum og öðrum raftækjum, hafi verið stolið. Þá tóku innbrotsþjófarnir meira að segja bílaleigubíl þeirra og óku honum út í buska þangað til hann varð bensínlaus. Hann segir þó að þessir hluti skipti ekki miklu máli í stóra samhenginu, hann og ferðafélagar hans séu bara fegnir að enginn þeirra hafi verið heima á meðan á innbrotinu stóð.Ekkert vantaði uppá stemmninguna í Laugardalnum um helgina.Secret Solstice„Á einum tímapunkti var kærastan mín að tala um að henni liði ekki vel og að hún vildi fara heim en við töluðum hana inn á það að vera áfram með okkur. Eftir innbrotið hugsuðum við hvað hefði eiginlega getað gerst ef Hannah hefði farið snemma heim,“ sagði Dillon. Líkt og fyrr segir er Dillon grínisti og í för með honum til Íslands var minnisbók þar sem hann skrifar niður brandara og mögulegt efni sem hann getur grínast með upp á sviðið. Minnisbókin var á meðal þess sem var stolið en svo virðist sem að brandararnir hafi verið skildir eftir. „Þeir tóku minnisbókina en rifu út alla brandarana og hentu þeim á gólfið,“ sagði Dillon. „Þeir tóku ekki brandarana en tóku bókina.“Hjálpsamur afgreiðslumaður Þrátt fyrir innbrotið er Dillon nokkuð ánægður með Íslandsdvölina en þau fljúga heim á morgun. Hann segir Íslendinga hafa verið mjög hjálpsama eftir innbrotið og nefnir sem dæmi afgreiðslumann á bensínstöð. „Við þurftum að kaupa nýtt hleðslutæki og þegar við sögðum afgreiðslumanninum frá því hvað gerðist þá gaf hann okkur afslátt af hleðslutækinu, tók í hendurnar á okkur og sagði að sér þætti leitt að þau hafi lent í innbrotsþjófum.“Lesa má viðtal CBC við Dillon hér. Ferðamennska á Íslandi Kanada Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Bíræfnir þjófar brutust inn í Airbnb-íbúð sem kanadíski grínistinn Ryan Dillon hafði á leigu í Reykjavík um helgina ásamt kærustu og tveimur vinum. Þjófarnir stálu öllu steini léttara úr íbúðinni en höfðu fyrir því að rífa alla brandara sem Dillon hafði skrifað í minnisbók sína úr henni, áður en að þeir tóku minnisbókina með sér og héldu á brott.Greint er frá innbrotinu ávef kanadíska ríkisútvarpsins CBCþar sem rætt er við Dillon. Segist hann hafa verið hér á landi til þess að vera viðstaddur Secret Solstice hátíðina sem haldin var í laugardal um helgina. Dillon og félagar uppgötvuðu innbrotið þegar þau komu heim eftir vel heppnað föstudagskvöld í dalnum.„Við skildum allt eftir í íbúðinni og þegar við komum heim tókum við eftir því að hurðin var eitthvað skrýtin. Þegar við löbbuðum inn var allt í rúst,“ sagði Dillon við CBC. „Það var allt farið.Rifu brandarana út úr bókinni og hentu þeim á gólfið Dillon segir að mikið af fatnaði þeirra auk myndavéla og myndavélabúnaðar, fartölvum og öðrum raftækjum, hafi verið stolið. Þá tóku innbrotsþjófarnir meira að segja bílaleigubíl þeirra og óku honum út í buska þangað til hann varð bensínlaus. Hann segir þó að þessir hluti skipti ekki miklu máli í stóra samhenginu, hann og ferðafélagar hans séu bara fegnir að enginn þeirra hafi verið heima á meðan á innbrotinu stóð.Ekkert vantaði uppá stemmninguna í Laugardalnum um helgina.Secret Solstice„Á einum tímapunkti var kærastan mín að tala um að henni liði ekki vel og að hún vildi fara heim en við töluðum hana inn á það að vera áfram með okkur. Eftir innbrotið hugsuðum við hvað hefði eiginlega getað gerst ef Hannah hefði farið snemma heim,“ sagði Dillon. Líkt og fyrr segir er Dillon grínisti og í för með honum til Íslands var minnisbók þar sem hann skrifar niður brandara og mögulegt efni sem hann getur grínast með upp á sviðið. Minnisbókin var á meðal þess sem var stolið en svo virðist sem að brandararnir hafi verið skildir eftir. „Þeir tóku minnisbókina en rifu út alla brandarana og hentu þeim á gólfið,“ sagði Dillon. „Þeir tóku ekki brandarana en tóku bókina.“Hjálpsamur afgreiðslumaður Þrátt fyrir innbrotið er Dillon nokkuð ánægður með Íslandsdvölina en þau fljúga heim á morgun. Hann segir Íslendinga hafa verið mjög hjálpsama eftir innbrotið og nefnir sem dæmi afgreiðslumann á bensínstöð. „Við þurftum að kaupa nýtt hleðslutæki og þegar við sögðum afgreiðslumanninum frá því hvað gerðist þá gaf hann okkur afslátt af hleðslutækinu, tók í hendurnar á okkur og sagði að sér þætti leitt að þau hafi lent í innbrotsþjófum.“Lesa má viðtal CBC við Dillon hér.
Ferðamennska á Íslandi Kanada Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira