Metanið á Mars hvarf eins fljótt og það birtist Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 14:21 Curiosity hefur rannsakað Mars frá árinu 2012. Í síðustu viku mældi jeppinn óvenjumikið metan í loftinu. Vísir/EPA Styrkur metans í lofthjúpi Mars nærri könnunarjeppanum Curiosity mældist í hefðbundnu horfi í rannsóknum sem jeppinn gerði um helgina. Curiosity hafði greint óvenjuháan styrk metans í síðustu viku og vakti það upp gamla draumóra um að líf gæti verið að finna undir yfirborði nágrannareikistjörnunnar. Stjórnendur Curiosity ruddu öllum öðrum verkefnum til hliðar um helgina til að fylgja eftir athugunum frá því í síðustu viku. Að sögn New York Times urðu þeir þó fyrir vonbrigðum því metanið virðist hafa horfið. Mælingin í síðustu viku sýndi styrk upp á 21 hluta af milljarði en nú var hann kominn aftur niður í innan við einn hluta af milljarði eins og vera ber á Mars. Á jörðinni mynda örverur og ýmsar dýrategundir metan. Það getur einnig orðið til við jarðhitaferla. Mælingin í síðustu viku vakti furðu og spennu því að metan er aðeins til í snefilmagni á Mars þar sem sólarljós og efnahvörf við aðstæðurnar sem þar ríkja eyða sameindunum á nokkrum öldum. Metanið sem Curiosity greindi hefði því þurft að vera tiltölulega nýlegt. „Metanleyndardómurinn heldur áfram,“ segir Ashwin R. Vasavada, leiðangursvísindamaður Curiosity, sem heitir því að teymi hans muni reyna sitt besta til að komast til botns í hvaða metanið kemur. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Styrkur metans í lofthjúpi Mars nærri könnunarjeppanum Curiosity mældist í hefðbundnu horfi í rannsóknum sem jeppinn gerði um helgina. Curiosity hafði greint óvenjuháan styrk metans í síðustu viku og vakti það upp gamla draumóra um að líf gæti verið að finna undir yfirborði nágrannareikistjörnunnar. Stjórnendur Curiosity ruddu öllum öðrum verkefnum til hliðar um helgina til að fylgja eftir athugunum frá því í síðustu viku. Að sögn New York Times urðu þeir þó fyrir vonbrigðum því metanið virðist hafa horfið. Mælingin í síðustu viku sýndi styrk upp á 21 hluta af milljarði en nú var hann kominn aftur niður í innan við einn hluta af milljarði eins og vera ber á Mars. Á jörðinni mynda örverur og ýmsar dýrategundir metan. Það getur einnig orðið til við jarðhitaferla. Mælingin í síðustu viku vakti furðu og spennu því að metan er aðeins til í snefilmagni á Mars þar sem sólarljós og efnahvörf við aðstæðurnar sem þar ríkja eyða sameindunum á nokkrum öldum. Metanið sem Curiosity greindi hefði því þurft að vera tiltölulega nýlegt. „Metanleyndardómurinn heldur áfram,“ segir Ashwin R. Vasavada, leiðangursvísindamaður Curiosity, sem heitir því að teymi hans muni reyna sitt besta til að komast til botns í hvaða metanið kemur.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40