Breytingar á íbúðamarkaði létta undir með fyrstu kaupendum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 27. júní 2019 22:00 Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. Þá hafa fleiri íbúðir farið úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Þetta er mat stjórnarkonu í Félagi fasteignasala sem segir auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að festa sér húsnæði nú en áður. Frá því Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf aukið eftirlit með heimagistingu fyrir tæpum tveimur árum hefur orðið afar mikil breyting þar sem fjöldi skráðra fasteigna í heimagistingu hefur tvöfaldast. En á þessum tíma hefur Sýslumaður fengið þrjú þúsund ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu. Ráðherra ferðamála hefur sagt að árangurinn sé svo góðu að ákveðið hafi verið að framlengja það. Þá hafi það haft áhrif á húsnæðismarkaðinn. „Við erum að sjá margar íbúðir að fara annaðhvort í langtíma leigu eða fara jafnvel í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þegar rennt er yfir fasteignaauglýsingar á Visi virðist vera nóg framboð af minni íbúum á svæðum þar sem það var lítið áður. Stjórnarmaður í Félagi fasteignasala tekur undir það að mikil breyting hafi átt sér stað á húsnæðismarkaði þegar kemur að litlum íbúðum. „Á undanförnum 15 til 18 mánuðum komi töluvert til sölu af íbúðum sem hafa verið í útleigu, skammtímaútleigu, og kannski ýmsar ástæður að baki. Ég ætla ekki endilega að segja að þetta sé þetta herta eftirlit en umhverfi þessara rekstraraðila er klárlega að breytast,“ segir Þóra Birgisdóttir, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala. Þetta hafi í för með sér að nú sé auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. „Mér hefur fyrst og fremst fundist unga fólkið koma og fá eða geta keypt með þessari breytingu sem við skynjum, bæði á framboðsleiðinni og aðeins á verðinu. Ég er ekki að segja að verðið hafi gefið eftir en það er kannski ekki alveg jafn spennt og það var.“ Húsnæðismál Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. Þá hafa fleiri íbúðir farið úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Þetta er mat stjórnarkonu í Félagi fasteignasala sem segir auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að festa sér húsnæði nú en áður. Frá því Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf aukið eftirlit með heimagistingu fyrir tæpum tveimur árum hefur orðið afar mikil breyting þar sem fjöldi skráðra fasteigna í heimagistingu hefur tvöfaldast. En á þessum tíma hefur Sýslumaður fengið þrjú þúsund ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu. Ráðherra ferðamála hefur sagt að árangurinn sé svo góðu að ákveðið hafi verið að framlengja það. Þá hafi það haft áhrif á húsnæðismarkaðinn. „Við erum að sjá margar íbúðir að fara annaðhvort í langtíma leigu eða fara jafnvel í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þegar rennt er yfir fasteignaauglýsingar á Visi virðist vera nóg framboð af minni íbúum á svæðum þar sem það var lítið áður. Stjórnarmaður í Félagi fasteignasala tekur undir það að mikil breyting hafi átt sér stað á húsnæðismarkaði þegar kemur að litlum íbúðum. „Á undanförnum 15 til 18 mánuðum komi töluvert til sölu af íbúðum sem hafa verið í útleigu, skammtímaútleigu, og kannski ýmsar ástæður að baki. Ég ætla ekki endilega að segja að þetta sé þetta herta eftirlit en umhverfi þessara rekstraraðila er klárlega að breytast,“ segir Þóra Birgisdóttir, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala. Þetta hafi í för með sér að nú sé auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. „Mér hefur fyrst og fremst fundist unga fólkið koma og fá eða geta keypt með þessari breytingu sem við skynjum, bæði á framboðsleiðinni og aðeins á verðinu. Ég er ekki að segja að verðið hafi gefið eftir en það er kannski ekki alveg jafn spennt og það var.“
Húsnæðismál Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30
Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30