Gistinóttum á Airbnb fækkaði um 29 prósent Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2019 10:25 Rúmlega helmingur gistinátta er á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um 10,2% milli 2018 og 2019. Að sögn Hagstofunnar munaði þar mestu um staði sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður, þar sem fækkunin var 29%. Einnig var 5,2% samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2% fækkun á öðrum tegundum gististaða. Í úttekt Hagstofunnar fyrir gistinætur ferðamanna í nýliðnum maí segir að heildarfjöldi þeirra hafi verið 656 þúsund, samanborið við 731 þúsund sama mánuð í fyrra. Þannig voru gistinætur á hótelum og gistiheimilum 412 þúsund, gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru um 155 þúsund og um 89 þúsund í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Þrátt fyrir 3% fækkun gistinátta á hótelum fjölgaði þeim um 2% á höfuðborgarsvæðinu, en um 57% allra hótelgistinátta voru á því svæði. Að sama skapi fjölgaði gistinóttum á Austurlandi og Norðurlandi, um 17% og 11%. Hins vegar fækkaði gistinóttum töluvert á öðrum landssvæðum borið saman við maí í fyrra og vegur þar þyngst 25% samdráttur á Suðurnesjum og 12% samdráttur á Suðurlandi. Á tólf mánaða tímabili, frá júní 2018 til maí 2019, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.405.800, sem er 2% aukning miðað við sama tímabil árið áður. Nánar má fræðast um þróunina á vef Hagstofunnar. Airbnb Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Breytingar á íbúðamarkaði létta undir með fyrstu kaupendum Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. 27. júní 2019 22:00 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um 10,2% milli 2018 og 2019. Að sögn Hagstofunnar munaði þar mestu um staði sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður, þar sem fækkunin var 29%. Einnig var 5,2% samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2% fækkun á öðrum tegundum gististaða. Í úttekt Hagstofunnar fyrir gistinætur ferðamanna í nýliðnum maí segir að heildarfjöldi þeirra hafi verið 656 þúsund, samanborið við 731 þúsund sama mánuð í fyrra. Þannig voru gistinætur á hótelum og gistiheimilum 412 þúsund, gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru um 155 þúsund og um 89 þúsund í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Þrátt fyrir 3% fækkun gistinátta á hótelum fjölgaði þeim um 2% á höfuðborgarsvæðinu, en um 57% allra hótelgistinátta voru á því svæði. Að sama skapi fjölgaði gistinóttum á Austurlandi og Norðurlandi, um 17% og 11%. Hins vegar fækkaði gistinóttum töluvert á öðrum landssvæðum borið saman við maí í fyrra og vegur þar þyngst 25% samdráttur á Suðurnesjum og 12% samdráttur á Suðurlandi. Á tólf mánaða tímabili, frá júní 2018 til maí 2019, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.405.800, sem er 2% aukning miðað við sama tímabil árið áður. Nánar má fræðast um þróunina á vef Hagstofunnar.
Airbnb Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Breytingar á íbúðamarkaði létta undir með fyrstu kaupendum Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. 27. júní 2019 22:00 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30
Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30
Breytingar á íbúðamarkaði létta undir með fyrstu kaupendum Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. 27. júní 2019 22:00