Niðurrifssérfræðingar sprengdu turnana tvo sem eftir stóðu klukkan hálf tíu á ítölskum tíma í morgun. 4000 manns var gert að yfirgefa heimili sín á meðan að á niðurrifi stóð.
Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, mætti á staðinn og fylgdist með herlegheitunum.
Ljóst er að byggð verður ný brú á staðnum hvar sú gamla stóð.