Áslaug Thelma stefnir Orku náttúrunnar Sylvía Hall skrifar 29. júní 2019 18:16 Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur stefnt Orku náttúrunnar fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Þetta kemur fram í fréttum RÚV. Í september á síðasta ári var Áslaugu Thelmu sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúrunnar. Brottreksturinn vakti mikla athygli en Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum eftir að hún sakaði Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra ON, um óviðeigandi framkomu. Honum var síðar einnig sagt upp störfum.Sjá einnig: Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Skýrsla innri endurskoðunar og úttekt vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur mat uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæta. Orkuveita Reykjavíkur hafnar kröfum Áslaugar Thelmu. Í stefnunni hafi laun hennar verið borin saman við laun eins karlmanns innan fyrirtækisins en ekki aðra og sá munur hafi átt sér málefnalegar ástæður. Hún hafi jafnframt fengið skriflegar útskýringar á því.Leitt að standa enn í átökum Orka náttúrunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi stefnuna og fer þar yfir afstöðu fyrirtækisins í málinu. Þar er ásökunum Áslaugar Thelmu vísað á bug og hefur fyrirtækið falið lögmanni að taka til varna. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, sagðist hafa vonast til að niðurstöður óháðrar úttektar gæfu fullnægjandi skýringar um málið og það sé því leitt að standa enn í þessum átökum. Þau taki á alla hlutaðeigandi. Fyrirtækið segist vera í fremstu röð í að uppræta kynbundinn launamun og auka áhrif kvenna í stjórnun fyrirtækisins. Mismunandi kjör Áslaugar Thelmu og starfsmannsins sem hún bar sig saman við hafi átt sér málefnalegar ástæður. Orka náttúrunnar segir að rétt hafi verið staðið að samningi um ráðningarkjör í upphafi og laun hafi verið greidd óskert á samningsbundnum uppsagnarfresti. Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Segir OR hafa ráðið PR-menn til að skaða orðspor Áslaugar Thelmu Sigurður G. Guðjónsson hefur sent ON bréf þar sem hann fer fram á bætur fyrir hönd Áslaugar Thelmu. 21. desember 2018 13:24 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur stefnt Orku náttúrunnar fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Þetta kemur fram í fréttum RÚV. Í september á síðasta ári var Áslaugu Thelmu sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúrunnar. Brottreksturinn vakti mikla athygli en Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum eftir að hún sakaði Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra ON, um óviðeigandi framkomu. Honum var síðar einnig sagt upp störfum.Sjá einnig: Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Skýrsla innri endurskoðunar og úttekt vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur mat uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæta. Orkuveita Reykjavíkur hafnar kröfum Áslaugar Thelmu. Í stefnunni hafi laun hennar verið borin saman við laun eins karlmanns innan fyrirtækisins en ekki aðra og sá munur hafi átt sér málefnalegar ástæður. Hún hafi jafnframt fengið skriflegar útskýringar á því.Leitt að standa enn í átökum Orka náttúrunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi stefnuna og fer þar yfir afstöðu fyrirtækisins í málinu. Þar er ásökunum Áslaugar Thelmu vísað á bug og hefur fyrirtækið falið lögmanni að taka til varna. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, sagðist hafa vonast til að niðurstöður óháðrar úttektar gæfu fullnægjandi skýringar um málið og það sé því leitt að standa enn í þessum átökum. Þau taki á alla hlutaðeigandi. Fyrirtækið segist vera í fremstu röð í að uppræta kynbundinn launamun og auka áhrif kvenna í stjórnun fyrirtækisins. Mismunandi kjör Áslaugar Thelmu og starfsmannsins sem hún bar sig saman við hafi átt sér málefnalegar ástæður. Orka náttúrunnar segir að rétt hafi verið staðið að samningi um ráðningarkjör í upphafi og laun hafi verið greidd óskert á samningsbundnum uppsagnarfresti.
Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Segir OR hafa ráðið PR-menn til að skaða orðspor Áslaugar Thelmu Sigurður G. Guðjónsson hefur sent ON bréf þar sem hann fer fram á bætur fyrir hönd Áslaugar Thelmu. 21. desember 2018 13:24 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Segir OR hafa ráðið PR-menn til að skaða orðspor Áslaugar Thelmu Sigurður G. Guðjónsson hefur sent ON bréf þar sem hann fer fram á bætur fyrir hönd Áslaugar Thelmu. 21. desember 2018 13:24
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30
Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15