Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 18:20 Lögreglumenn í óeirðabúningi draga á burt stúlku úr hópi mótmælenda. AP/Pavel Golovkin Lögreglan í Moskvu handtók nokkur hundruð mótmælendur sem komu saman í Moskvu til að krefjast refsingar fyrir lögreglumenn sem eru taldir hafa reynt að koma sök á rannsóknarblaðamann í síðustu viku. Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er á meðal þeirra sem voru handteknir. Mál blaðamannsins Ívans Golunov hefur vakið mikla reiði í Rússland. Hann var handtekinn í síðustu viku og sakaður um umfangsmikla fíkniefnasölu. Yfirvöld létu hann lausan í gær og lofuðu rannsókn á hvernig kom til að hann var handtekinn. Á mótmælunum í Moskvu í dag átti upphaflega að krefjast lausnar Golunov. Eftir að honum var sleppt beindist reiði mótmælenda að lögreglunni. Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda. Nokkrir mótmælendur voru handteknir á þeim forsendum að leyfi hafi ekki verið veitt fyrir mótmælunum. Alvanalegt er að leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Rússlandi séu teknir höndum af þeim sökum. Yfirvöld segja að um tvö hundruð manns hafi verið handtekin en réttindasamtök telja fjöldann nær fjögur hundruðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar telja að um 2.500 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en yfirvöld segja að fjöldinn hafi verið innan við helmingur þess. Þá voru nokkrir blaðamenn sem voru við störf á mótmælunum handteknir, þar á meðal starfsmaður þýska blaðsins Der Spiegel. Fjölmiðlafrelsi er afar bágborið í Rússlandi. Landið er þannig í 83 sæti af hundrað á lista bandarísku félagasamtakanna Freedom House yfir fjölmiðlafrelsi.Alexei Navalní hefur ítrekað verið handtekinn á mótmælum í Rússlandi. Hann er leiðtogi stjórnarandstöðunnar en var bannað að bjóða sig fram gegn Vladímír Pútín til forseta í fyrra.AP/Pavel GolovkinUngur mótmælandi gerir friðarmerki með fingrunum á meðan lögreglumenn leiða hann á brott.AP/Pavel Golovkin Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Lögreglan í Moskvu handtók nokkur hundruð mótmælendur sem komu saman í Moskvu til að krefjast refsingar fyrir lögreglumenn sem eru taldir hafa reynt að koma sök á rannsóknarblaðamann í síðustu viku. Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er á meðal þeirra sem voru handteknir. Mál blaðamannsins Ívans Golunov hefur vakið mikla reiði í Rússland. Hann var handtekinn í síðustu viku og sakaður um umfangsmikla fíkniefnasölu. Yfirvöld létu hann lausan í gær og lofuðu rannsókn á hvernig kom til að hann var handtekinn. Á mótmælunum í Moskvu í dag átti upphaflega að krefjast lausnar Golunov. Eftir að honum var sleppt beindist reiði mótmælenda að lögreglunni. Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda. Nokkrir mótmælendur voru handteknir á þeim forsendum að leyfi hafi ekki verið veitt fyrir mótmælunum. Alvanalegt er að leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Rússlandi séu teknir höndum af þeim sökum. Yfirvöld segja að um tvö hundruð manns hafi verið handtekin en réttindasamtök telja fjöldann nær fjögur hundruðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar telja að um 2.500 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en yfirvöld segja að fjöldinn hafi verið innan við helmingur þess. Þá voru nokkrir blaðamenn sem voru við störf á mótmælunum handteknir, þar á meðal starfsmaður þýska blaðsins Der Spiegel. Fjölmiðlafrelsi er afar bágborið í Rússlandi. Landið er þannig í 83 sæti af hundrað á lista bandarísku félagasamtakanna Freedom House yfir fjölmiðlafrelsi.Alexei Navalní hefur ítrekað verið handtekinn á mótmælum í Rússlandi. Hann er leiðtogi stjórnarandstöðunnar en var bannað að bjóða sig fram gegn Vladímír Pútín til forseta í fyrra.AP/Pavel GolovkinUngur mótmælandi gerir friðarmerki með fingrunum á meðan lögreglumenn leiða hann á brott.AP/Pavel Golovkin
Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12
„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41
Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12