Ljóst að sjúkdómsvaldandi bakteríur finnist ekki bara í útlenda kjötinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2019 13:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Eiturmyndandi E. Coli-baktería fannst í fjölmörgum sýnum af íslensku kjöti í fyrra. Sóttvarnalæknir segir nú ljóst að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Greint var frá niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar í gær en um er að ræða STEC-afbrigði af bakteríunni, sem fannst í þriðjungi sýna af íslensku lambakjöti. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þá fannst bakterían í um ellefu prósent sýna sem tekin voru af íslensku nautakjöti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi Alls voru tekin 600 sýni af kjöti á tímabilinu mars til desember í fyrra. Markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði en STEC-bakterían getur valdið alvarlegum veikindum í fólki.Tekin voru 600 sýni af kjöti hér á landi, bæði innlendu og erlendu, í fyrra.Vísir/GettyÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort niðurstöður Matvælastofnunar teljist áhyggjuefni, sem betur fer hafi fáar sýkingar af völdum bakteríunnar greinst hér á landi. Þá sé enn ekki ljóst hvað niðurstöðurnar nákvæmlega þýði en áhugavert sé að líta á þær í ljósi neikvæðrar umræðu um erlent kjöt og sýkingarhættu af því. „Þetta sýnir fram á það að íslensk framleiðsla er nú ekki alveg hrein af, hvorki ónæmum bakteríum né svona sjúkdómsvaldandi bakteríum, en hvort að það þýðir að einhver vandamál séu í aðsigi, það er erfiðara að segja til um það.“Sjá einnig: Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðannaÞá segir Þórólfur að fara eigi varlega í að túlka það sem svo að meiri hætta stafi af innfluttu, erlendu kjöti en íslenskri framleiðslu, sérstaklega vegna þess að rannsóknir þess efnis hafi ekki legið fyrir. „En það kemur þó í ljós að ónæmar bakteríur eru líka í íslenskri framleiðslu þó að það sé í minni mæli en í erlendri framleiðslu.“ Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15 Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira
Eiturmyndandi E. Coli-baktería fannst í fjölmörgum sýnum af íslensku kjöti í fyrra. Sóttvarnalæknir segir nú ljóst að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Greint var frá niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar í gær en um er að ræða STEC-afbrigði af bakteríunni, sem fannst í þriðjungi sýna af íslensku lambakjöti. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þá fannst bakterían í um ellefu prósent sýna sem tekin voru af íslensku nautakjöti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi Alls voru tekin 600 sýni af kjöti á tímabilinu mars til desember í fyrra. Markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði en STEC-bakterían getur valdið alvarlegum veikindum í fólki.Tekin voru 600 sýni af kjöti hér á landi, bæði innlendu og erlendu, í fyrra.Vísir/GettyÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort niðurstöður Matvælastofnunar teljist áhyggjuefni, sem betur fer hafi fáar sýkingar af völdum bakteríunnar greinst hér á landi. Þá sé enn ekki ljóst hvað niðurstöðurnar nákvæmlega þýði en áhugavert sé að líta á þær í ljósi neikvæðrar umræðu um erlent kjöt og sýkingarhættu af því. „Þetta sýnir fram á það að íslensk framleiðsla er nú ekki alveg hrein af, hvorki ónæmum bakteríum né svona sjúkdómsvaldandi bakteríum, en hvort að það þýðir að einhver vandamál séu í aðsigi, það er erfiðara að segja til um það.“Sjá einnig: Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðannaÞá segir Þórólfur að fara eigi varlega í að túlka það sem svo að meiri hætta stafi af innfluttu, erlendu kjöti en íslenskri framleiðslu, sérstaklega vegna þess að rannsóknir þess efnis hafi ekki legið fyrir. „En það kemur þó í ljós að ónæmar bakteríur eru líka í íslenskri framleiðslu þó að það sé í minni mæli en í erlendri framleiðslu.“
Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15 Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira
Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15
Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11
Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30