Ljóst að sjúkdómsvaldandi bakteríur finnist ekki bara í útlenda kjötinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2019 13:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Eiturmyndandi E. Coli-baktería fannst í fjölmörgum sýnum af íslensku kjöti í fyrra. Sóttvarnalæknir segir nú ljóst að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Greint var frá niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar í gær en um er að ræða STEC-afbrigði af bakteríunni, sem fannst í þriðjungi sýna af íslensku lambakjöti. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þá fannst bakterían í um ellefu prósent sýna sem tekin voru af íslensku nautakjöti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi Alls voru tekin 600 sýni af kjöti á tímabilinu mars til desember í fyrra. Markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði en STEC-bakterían getur valdið alvarlegum veikindum í fólki.Tekin voru 600 sýni af kjöti hér á landi, bæði innlendu og erlendu, í fyrra.Vísir/GettyÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort niðurstöður Matvælastofnunar teljist áhyggjuefni, sem betur fer hafi fáar sýkingar af völdum bakteríunnar greinst hér á landi. Þá sé enn ekki ljóst hvað niðurstöðurnar nákvæmlega þýði en áhugavert sé að líta á þær í ljósi neikvæðrar umræðu um erlent kjöt og sýkingarhættu af því. „Þetta sýnir fram á það að íslensk framleiðsla er nú ekki alveg hrein af, hvorki ónæmum bakteríum né svona sjúkdómsvaldandi bakteríum, en hvort að það þýðir að einhver vandamál séu í aðsigi, það er erfiðara að segja til um það.“Sjá einnig: Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðannaÞá segir Þórólfur að fara eigi varlega í að túlka það sem svo að meiri hætta stafi af innfluttu, erlendu kjöti en íslenskri framleiðslu, sérstaklega vegna þess að rannsóknir þess efnis hafi ekki legið fyrir. „En það kemur þó í ljós að ónæmar bakteríur eru líka í íslenskri framleiðslu þó að það sé í minni mæli en í erlendri framleiðslu.“ Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15 Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Eiturmyndandi E. Coli-baktería fannst í fjölmörgum sýnum af íslensku kjöti í fyrra. Sóttvarnalæknir segir nú ljóst að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Greint var frá niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar í gær en um er að ræða STEC-afbrigði af bakteríunni, sem fannst í þriðjungi sýna af íslensku lambakjöti. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þá fannst bakterían í um ellefu prósent sýna sem tekin voru af íslensku nautakjöti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi Alls voru tekin 600 sýni af kjöti á tímabilinu mars til desember í fyrra. Markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði en STEC-bakterían getur valdið alvarlegum veikindum í fólki.Tekin voru 600 sýni af kjöti hér á landi, bæði innlendu og erlendu, í fyrra.Vísir/GettyÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort niðurstöður Matvælastofnunar teljist áhyggjuefni, sem betur fer hafi fáar sýkingar af völdum bakteríunnar greinst hér á landi. Þá sé enn ekki ljóst hvað niðurstöðurnar nákvæmlega þýði en áhugavert sé að líta á þær í ljósi neikvæðrar umræðu um erlent kjöt og sýkingarhættu af því. „Þetta sýnir fram á það að íslensk framleiðsla er nú ekki alveg hrein af, hvorki ónæmum bakteríum né svona sjúkdómsvaldandi bakteríum, en hvort að það þýðir að einhver vandamál séu í aðsigi, það er erfiðara að segja til um það.“Sjá einnig: Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðannaÞá segir Þórólfur að fara eigi varlega í að túlka það sem svo að meiri hætta stafi af innfluttu, erlendu kjöti en íslenskri framleiðslu, sérstaklega vegna þess að rannsóknir þess efnis hafi ekki legið fyrir. „En það kemur þó í ljós að ónæmar bakteríur eru líka í íslenskri framleiðslu þó að það sé í minni mæli en í erlendri framleiðslu.“
Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15 Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15
Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11
Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30