Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. júní 2019 06:15 "Til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið,“ spyr Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Hæfisnefnd um skipan í embætti seðlabankastjóra vanrækir að horfa til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Þetta segir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem Benedikt dregur til baka umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra, segir hann að eitt af stærstu verkefnum nýs seðlabankastjóra verði að undirbúa sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um næstu áramót, og ásamt öðrum breytingum sem boðaðar séu í lagafrumvarpi verði eðlisbreyting á starfinu. „Í ljósi þess að meginverkefni nýs seðlabankastjóra verður að leiða breytingar á þessu mikilvæga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæfisnefnd um stöðuna tjáði mér í upphafi viðtals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið. „Það getur þó verið að Katrín geri það“, sagði formaður nefndarinnar,“ rekur Benedikt í bréfinu. „Í viðtalinu var augljóst að nefndin horfði fyrst og fremst á stöðuna sem embætti eða rannsóknarstöðu en lagði litla áherslu á rekstur eða stjórnsýslu. Hæfisnefndin horfir því ekki til þeirrar stöðu sem ætla má að nýr seðlabankastjóri muni gegna obbann af sínu tímabili. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt,“ skrifar Benedikt. „Formaður nefndarinnar boðar í viðtali að önnur viðmið kunni að ríkja hjá þeim sem skipar í stöðuna en nefndinni sem fjallar um hæfið. Því má spyrja til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið?“ spyr Benedikt sem segir að forsætisráðherra hefði verið í lófa lagið að leiðbeina nefndinni um að hún ætti ekki að horfa um öxl heldur fram á við. „Dagsetningin 20. ágúst er ekki heilagri en svo að finna má skammtímalausn til þess að hún valdi því ekki að gerð séu alvarleg stjórnsýslumistök,“ segir í bréfi Benedikts sem vísar þannig til þess að skipa eigi nýja bankastjórann frá 20. ágúst. Þannig segir Benedikt að vinnubrögðin standist alls ekki þá kröfu til stjórnsýslu sem viðhafa þurfi. „Ég vil ekki taka þátt í þeim leik og dreg umsókn mína því til baka. En þó að ég dragi mig til baka breytir það því ekki að þessi vinnubrögð eru ekki sæmandi við stöðuveitingu sem ætti að vanda sérstaklega til.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 22. maí kvörtuðu tveir umsækjendanna vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Þetta voru Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Hæfisnefnd um skipan í embætti seðlabankastjóra vanrækir að horfa til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Þetta segir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem Benedikt dregur til baka umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra, segir hann að eitt af stærstu verkefnum nýs seðlabankastjóra verði að undirbúa sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um næstu áramót, og ásamt öðrum breytingum sem boðaðar séu í lagafrumvarpi verði eðlisbreyting á starfinu. „Í ljósi þess að meginverkefni nýs seðlabankastjóra verður að leiða breytingar á þessu mikilvæga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæfisnefnd um stöðuna tjáði mér í upphafi viðtals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið. „Það getur þó verið að Katrín geri það“, sagði formaður nefndarinnar,“ rekur Benedikt í bréfinu. „Í viðtalinu var augljóst að nefndin horfði fyrst og fremst á stöðuna sem embætti eða rannsóknarstöðu en lagði litla áherslu á rekstur eða stjórnsýslu. Hæfisnefndin horfir því ekki til þeirrar stöðu sem ætla má að nýr seðlabankastjóri muni gegna obbann af sínu tímabili. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt,“ skrifar Benedikt. „Formaður nefndarinnar boðar í viðtali að önnur viðmið kunni að ríkja hjá þeim sem skipar í stöðuna en nefndinni sem fjallar um hæfið. Því má spyrja til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið?“ spyr Benedikt sem segir að forsætisráðherra hefði verið í lófa lagið að leiðbeina nefndinni um að hún ætti ekki að horfa um öxl heldur fram á við. „Dagsetningin 20. ágúst er ekki heilagri en svo að finna má skammtímalausn til þess að hún valdi því ekki að gerð séu alvarleg stjórnsýslumistök,“ segir í bréfi Benedikts sem vísar þannig til þess að skipa eigi nýja bankastjórann frá 20. ágúst. Þannig segir Benedikt að vinnubrögðin standist alls ekki þá kröfu til stjórnsýslu sem viðhafa þurfi. „Ég vil ekki taka þátt í þeim leik og dreg umsókn mína því til baka. En þó að ég dragi mig til baka breytir það því ekki að þessi vinnubrögð eru ekki sæmandi við stöðuveitingu sem ætti að vanda sérstaklega til.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 22. maí kvörtuðu tveir umsækjendanna vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Þetta voru Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira