Tugir þúsunda mótmæla enn í Hong Kong Sylvía Hall skrifar 16. júní 2019 09:34 Götur Hong Kong fylltust af svartklæddum mótmælendum. Vísir/Getty Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Mótmælin standa enn yfir þrátt fyrir að stjórnvöld í Hong Kong hafi ákveðið í gær að fresta innleiðingu laganna. Mótmælendur sætta sig aftur á móti ekki við frestun heldur vilja að frumvarpið verði látið niður falla. Einhverjir krefjast þess að æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam, segi af sér en hún hefur verið stuðningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Risa mótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Talið er að tugir þúsunda hafi mótmælt frumvarpinu en mótmælendur voru svartklæddir þegar þeir gengu um götur Hong Kong. Mótmælin eru þau stærstu og jafnframt þau hörðustu í áratugi en talið er að svo mikill fjöldi mótmælenda hafi ekki komið saman frá árinu 1989 þegar íbúar Hong Kong mótmæltu meðferðinni á kínverskum mótmælendum í blóðbaðinu á Tiananmen torgi.Ms Ng and Mr Chu have joined the protests at Victoria Park - say it's the first time protesting against the extradition proposals. Say they were angered by police use of force. Wearing white flowers to commemorate yesterday's protester who fell to his death. pic.twitter.com/BgJ2Nn3PJz — Helier Cheung (@HelierCheung) June 16, 2019 Þátttakendur í mótmælunum mættu margir hverjir með hvít blóm á meðan aðrir veifuðu borðum þar sem mátti lesa: „Ekki skjóta, við erum íbúar Hong Kong“, en lögregla hafði áður beitt táragasi og gúmmískotum á mótmælendur. Hiti fór víða upp í þrjátíu gráður á meðan mótmælunum stóð og áttu margir mótmælendur erfitt með hitann. Mátti sjá fólk falla í yfirlið á götum Hong Kong og voru sjálfboðaliðar á vettvangi til þess að veita aðstoð og dreifa vatnsflöskum til þeirra. Mótmælin hafa vakið athygli víða um heim en á miðvikudag brutust út óeirðir og voru yfir sjötíu manns lögð á spítala í kjölfarið. Þá neyddust verslanir og bankar á svæðinu til þess að loka útibúum sínum á meðan þeim stóð.Vísir/GettyVísir/Getty Hong Kong Kína Tengdar fréttir Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30 Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Mótmælin standa enn yfir þrátt fyrir að stjórnvöld í Hong Kong hafi ákveðið í gær að fresta innleiðingu laganna. Mótmælendur sætta sig aftur á móti ekki við frestun heldur vilja að frumvarpið verði látið niður falla. Einhverjir krefjast þess að æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam, segi af sér en hún hefur verið stuðningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Risa mótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Talið er að tugir þúsunda hafi mótmælt frumvarpinu en mótmælendur voru svartklæddir þegar þeir gengu um götur Hong Kong. Mótmælin eru þau stærstu og jafnframt þau hörðustu í áratugi en talið er að svo mikill fjöldi mótmælenda hafi ekki komið saman frá árinu 1989 þegar íbúar Hong Kong mótmæltu meðferðinni á kínverskum mótmælendum í blóðbaðinu á Tiananmen torgi.Ms Ng and Mr Chu have joined the protests at Victoria Park - say it's the first time protesting against the extradition proposals. Say they were angered by police use of force. Wearing white flowers to commemorate yesterday's protester who fell to his death. pic.twitter.com/BgJ2Nn3PJz — Helier Cheung (@HelierCheung) June 16, 2019 Þátttakendur í mótmælunum mættu margir hverjir með hvít blóm á meðan aðrir veifuðu borðum þar sem mátti lesa: „Ekki skjóta, við erum íbúar Hong Kong“, en lögregla hafði áður beitt táragasi og gúmmískotum á mótmælendur. Hiti fór víða upp í þrjátíu gráður á meðan mótmælunum stóð og áttu margir mótmælendur erfitt með hitann. Mátti sjá fólk falla í yfirlið á götum Hong Kong og voru sjálfboðaliðar á vettvangi til þess að veita aðstoð og dreifa vatnsflöskum til þeirra. Mótmælin hafa vakið athygli víða um heim en á miðvikudag brutust út óeirðir og voru yfir sjötíu manns lögð á spítala í kjölfarið. Þá neyddust verslanir og bankar á svæðinu til þess að loka útibúum sínum á meðan þeim stóð.Vísir/GettyVísir/Getty
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30 Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30
Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35