Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júní 2019 08:45 Lúsmýið er hvimleitt enda geta bit þess valdið miklum óþægindum. vísir/vilhelm Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. Kremið er notað við flugnabitum en eins og Vísir greindi frá í gær er lúsmý ekki lengur aðeins að finna í sumarhúsabyggðum á suðvesturhorninu og á Suðurlandi heldur virðist það nú einnig komið til höfuðborgarsvæðisins. Þá er deyfigelið Xylocain einnig notað við flugnabitum og er það líka uppselt í Lyfju í Lágmúla að sögn Borghildar Eiríksdóttur lyfjafræðings í apótekinu. Borghildur segir að mjög mikil eftirspurn hafi verið eftir stera- og kláðastillandi kremum og hefur salan því aukist mjög mikið. Þá eru flugnafælurnar einnig vinsælar en í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að nánast hver einasta flugnafæla í Apótekaranum á Selfossi sé uppseld. Þar á bæ hafa menn ekki kynnst öðru eins en apótekið er skammt frá sumarhúsabyggðum í Grímsnesi þar sem lúsmýið hefur herjað á fólk. Auk krema og fælna er einnig hægt að fá ofnæmistöflur í lausasölu sem draga úr kláðanum en gera ekkert við bitinu sjálfu. Aðspurð segir Borghildur að kremin sem borin séu á staðbundið séu fljót að byrja að virka. „Mildison-ið dregur úr bólgunni og kláðanum, það tekur aðeins lengri tíma að virka heldur en Xylocain-ið sem er bara staðdeyfandi og dregur algjörlega úr kláða en gerir ekkert fyrir bólguna. Mildison-ið er sterakrem og eins og með þannig krem þá er það með aukaverkanir. Þannig að þetta fer allt eftir því hvort þú viljir bara losna við sársaukanum og óþægindin sem fylgja bitinu eða hvort þú viljir losna við allt bitið,“ segir Borghildur. Bæði Mildison og Xylocain eru seld í lausasölu og þarf því ekki lyfseðil til að kaupa þau úti í apóteki. Dýr Lúsmý Lyf Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Sjá meira
Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. Kremið er notað við flugnabitum en eins og Vísir greindi frá í gær er lúsmý ekki lengur aðeins að finna í sumarhúsabyggðum á suðvesturhorninu og á Suðurlandi heldur virðist það nú einnig komið til höfuðborgarsvæðisins. Þá er deyfigelið Xylocain einnig notað við flugnabitum og er það líka uppselt í Lyfju í Lágmúla að sögn Borghildar Eiríksdóttur lyfjafræðings í apótekinu. Borghildur segir að mjög mikil eftirspurn hafi verið eftir stera- og kláðastillandi kremum og hefur salan því aukist mjög mikið. Þá eru flugnafælurnar einnig vinsælar en í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að nánast hver einasta flugnafæla í Apótekaranum á Selfossi sé uppseld. Þar á bæ hafa menn ekki kynnst öðru eins en apótekið er skammt frá sumarhúsabyggðum í Grímsnesi þar sem lúsmýið hefur herjað á fólk. Auk krema og fælna er einnig hægt að fá ofnæmistöflur í lausasölu sem draga úr kláðanum en gera ekkert við bitinu sjálfu. Aðspurð segir Borghildur að kremin sem borin séu á staðbundið séu fljót að byrja að virka. „Mildison-ið dregur úr bólgunni og kláðanum, það tekur aðeins lengri tíma að virka heldur en Xylocain-ið sem er bara staðdeyfandi og dregur algjörlega úr kláða en gerir ekkert fyrir bólguna. Mildison-ið er sterakrem og eins og með þannig krem þá er það með aukaverkanir. Þannig að þetta fer allt eftir því hvort þú viljir bara losna við sársaukanum og óþægindin sem fylgja bitinu eða hvort þú viljir losna við allt bitið,“ segir Borghildur. Bæði Mildison og Xylocain eru seld í lausasölu og þarf því ekki lyfseðil til að kaupa þau úti í apóteki.
Dýr Lúsmý Lyf Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10
Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03