Jafnrétti er okkur mikilvægt Jón Atli Benediktsson skrifar 19. júní 2019 07:00 Háskóli Íslands fagnaði þeim mikilvæga áfanga nýlega að hljóta jafnlaunavottun. Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu enda langfjölmennasta stofnunin hér á landi til að fá slíka vottun. Þar að auki skiptir það okkur miklu máli að stofnun eins og Háskóli Íslands sé í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum, hvort sem um er að ræða í kennslu eða rannsóknum. Við hófumst handa við innleiðingu um leið og lög þess efnis voru staðfest í júní 2017. Við framkvæmdum meðal annars umfangsmikla launagreiningu sem náði til nærri 5.000 starfsmanna. Greiningin leiddi í ljós að launamunur, eftir að tekið hafði verið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis, var um 1,5% konum í óhag. Þessi munur var af vottunaraðila metinn innan skekkjumarka en launamunurinn er 3,3% að jafnaði hjá opinberum starfsmönnum, konum í óhag. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í Háskóla Íslands að vinna stöðugt að því að kynbundinn launamunur þrífist ekki. Þess vegna höfum við innleitt launakerfi sem ætlað er að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands. Til þess að ná raunverulegum árangri í jafnréttismálum verðum við sífellt að horfa á stöðuna með gagnrýnum augum, til dæmis á þá staðreynd að þegar ekki er tekið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis er munur á heildarlaunum karla og kvenna um 10%, konum í óhag. Það bendir því miður til þess að hefðbundin störf karla séu metin hærra en hefðbundin störf kvenna. Þá er mikilvægt að tryggja að karlar og konur hafi jafna möguleika á akademískum framgangi. Um leið og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa náð jafnlaunvottun, þá verðum við að muna að hún er ekki markmið í sjálfu sér og má ekki vera notuð sem hvítþvottur á gagnrýna umræðu um jafnréttismál. Vottunin er frekar varða á mun stærri og mikilvægari vegferð, sem er að ná raunverulegu jafnrétti í allri starfsemi Háskóla Íslands.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands fagnaði þeim mikilvæga áfanga nýlega að hljóta jafnlaunavottun. Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu enda langfjölmennasta stofnunin hér á landi til að fá slíka vottun. Þar að auki skiptir það okkur miklu máli að stofnun eins og Háskóli Íslands sé í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum, hvort sem um er að ræða í kennslu eða rannsóknum. Við hófumst handa við innleiðingu um leið og lög þess efnis voru staðfest í júní 2017. Við framkvæmdum meðal annars umfangsmikla launagreiningu sem náði til nærri 5.000 starfsmanna. Greiningin leiddi í ljós að launamunur, eftir að tekið hafði verið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis, var um 1,5% konum í óhag. Þessi munur var af vottunaraðila metinn innan skekkjumarka en launamunurinn er 3,3% að jafnaði hjá opinberum starfsmönnum, konum í óhag. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í Háskóla Íslands að vinna stöðugt að því að kynbundinn launamunur þrífist ekki. Þess vegna höfum við innleitt launakerfi sem ætlað er að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands. Til þess að ná raunverulegum árangri í jafnréttismálum verðum við sífellt að horfa á stöðuna með gagnrýnum augum, til dæmis á þá staðreynd að þegar ekki er tekið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis er munur á heildarlaunum karla og kvenna um 10%, konum í óhag. Það bendir því miður til þess að hefðbundin störf karla séu metin hærra en hefðbundin störf kvenna. Þá er mikilvægt að tryggja að karlar og konur hafi jafna möguleika á akademískum framgangi. Um leið og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa náð jafnlaunvottun, þá verðum við að muna að hún er ekki markmið í sjálfu sér og má ekki vera notuð sem hvítþvottur á gagnrýna umræðu um jafnréttismál. Vottunin er frekar varða á mun stærri og mikilvægari vegferð, sem er að ná raunverulegu jafnrétti í allri starfsemi Háskóla Íslands.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar