KFC á Íslandi í viðbragðsstöðu vegna veganborgara Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2019 10:29 Uppistaðan í buffi Svikarans eru sveppir. KFC Vegan-prófanir KFC á Bretlandi hafa ekki farið fram hjá kjúklingakeðjunni hér á landi. Takist þær vel er ekki útilokað að KFC á Íslandi muni reiða fram veganvörur í framtíðinni. Þessa dagana bjóða 20 útibú KFC á Bretlandseyjum upp á veganborgara, sem ber heitið „Svikarinn“ (e. The Imposter). Uppistaða borgarans er buff sem unnið er úr sveppum og er þetta fyrsta tilraun veitingastaðakeðjunnar þar í landi til þess að reiða fram veganvalkost í stað hins sígilda kjúklingaborgara. Tilraunum KFC hefur verið tekið fagnandi, ekki síst af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum. Þannig sendi PETA frá sér stuðningsyfirlýsingu við borgarann, sem þykir tíðindum sæta enda hafa samtökin lengi verið hatrammur andstæðingur KFC vegna stórtækrar kjúklingaslátrunar keðjunnar.Cluck yes!!! @KFC_UKI debuts #vegan chicken burger on its menu! After years of PETA and our international affiliates campaigning, meet The Imposter. #ImposterBurger#FingerLickinVeganpic.twitter.com/ObNoo9NZFn — PETA UK (@PETAUK) June 13, 2019 Þrátt fyrir loforð KFC um að veganborgarinn sé jafn ljúfengur og sá sem gerður er úr kjúklingakjöti fær hann misjafnar viðtökur meðal þeirra neytenda sem breska ríkisútvarpið ræddi við. Svikarinn er engu að síður einu pundi, um 160 krónum, ódýrari en hefðbundinn kjúklingaborgari og fari svo að hann öðlist vinsældir hefur KFC í hyggju að bjóða upp á hann í fleiri útibúum þegar fram líða stundir. Enda er eftir miklu að slægjast á veganvagninum. Fjöldi breskra veganista hefur fjórfaldast á síðustu fimm árum og meira en þriðjungur Breta hefur dregið úr kjötneyslu sinni á síðustu árum. Þetta hefur meðal annars skilað sér á hlutabréfamörkuðum, en fyrirtæki sem framleiða veganvörur hafa mörg hver uppskorið ríkulega að undanförnu. Kristín Helgadóttir hjá KFC á Íslandi segir fyrirtækið því „fylgjast vel“ með þessari tilraun í Bretlandi. Sem fyrr segir mun yfirstandandi prufutímabil í Bretlandi standa yfir í fjórar vikur og segir Kristín að tekin verði ákvörðun í kjölfarið, eftir því hvernig tekst til úti. „Við hjá KFC erum alltaf opin fyrir nýjungum svo við bíðum spennt á kantinum,“ segir Kristín. Bretland Vegan Veitingastaðir Tengdar fréttir KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00 Veganæði á hlutabréfamörkuðum Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. 14. maí 2019 11:15 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Vegan-prófanir KFC á Bretlandi hafa ekki farið fram hjá kjúklingakeðjunni hér á landi. Takist þær vel er ekki útilokað að KFC á Íslandi muni reiða fram veganvörur í framtíðinni. Þessa dagana bjóða 20 útibú KFC á Bretlandseyjum upp á veganborgara, sem ber heitið „Svikarinn“ (e. The Imposter). Uppistaða borgarans er buff sem unnið er úr sveppum og er þetta fyrsta tilraun veitingastaðakeðjunnar þar í landi til þess að reiða fram veganvalkost í stað hins sígilda kjúklingaborgara. Tilraunum KFC hefur verið tekið fagnandi, ekki síst af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum. Þannig sendi PETA frá sér stuðningsyfirlýsingu við borgarann, sem þykir tíðindum sæta enda hafa samtökin lengi verið hatrammur andstæðingur KFC vegna stórtækrar kjúklingaslátrunar keðjunnar.Cluck yes!!! @KFC_UKI debuts #vegan chicken burger on its menu! After years of PETA and our international affiliates campaigning, meet The Imposter. #ImposterBurger#FingerLickinVeganpic.twitter.com/ObNoo9NZFn — PETA UK (@PETAUK) June 13, 2019 Þrátt fyrir loforð KFC um að veganborgarinn sé jafn ljúfengur og sá sem gerður er úr kjúklingakjöti fær hann misjafnar viðtökur meðal þeirra neytenda sem breska ríkisútvarpið ræddi við. Svikarinn er engu að síður einu pundi, um 160 krónum, ódýrari en hefðbundinn kjúklingaborgari og fari svo að hann öðlist vinsældir hefur KFC í hyggju að bjóða upp á hann í fleiri útibúum þegar fram líða stundir. Enda er eftir miklu að slægjast á veganvagninum. Fjöldi breskra veganista hefur fjórfaldast á síðustu fimm árum og meira en þriðjungur Breta hefur dregið úr kjötneyslu sinni á síðustu árum. Þetta hefur meðal annars skilað sér á hlutabréfamörkuðum, en fyrirtæki sem framleiða veganvörur hafa mörg hver uppskorið ríkulega að undanförnu. Kristín Helgadóttir hjá KFC á Íslandi segir fyrirtækið því „fylgjast vel“ með þessari tilraun í Bretlandi. Sem fyrr segir mun yfirstandandi prufutímabil í Bretlandi standa yfir í fjórar vikur og segir Kristín að tekin verði ákvörðun í kjölfarið, eftir því hvernig tekst til úti. „Við hjá KFC erum alltaf opin fyrir nýjungum svo við bíðum spennt á kantinum,“ segir Kristín.
Bretland Vegan Veitingastaðir Tengdar fréttir KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00 Veganæði á hlutabréfamörkuðum Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. 14. maí 2019 11:15 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00
Veganæði á hlutabréfamörkuðum Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. 14. maí 2019 11:15