Þóttist vera lögga, handtók mann en þurfti aðstoð við að rata á lögreglustöðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. júní 2019 18:19 Dómurinn var kveðinn upp í gær. Vísir/Hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, ólögmæta nauðung, gripdeild og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn þóttist vera lögreglumaður, framkvæmdi leit á starfsmönnum hótels í Reykjavík og tók eigur starfsmanns ófrjálsri hendi. Maðurinn handtók annnan mann en þurfti aðstoð hans við að rata á lögreglustöðina við Hverfisgötu.Var mannninum gefið að sök að hafa framkvæmt leit á þremur starfsmönnum hótels í miðborg Reykjavíkur. Eftir leitina tilkynnti hann einum mannanna að hann væri handtekinn og leiddi hann út af hótelinu. Hinn ákærði ýtti þá starfsmanninum í götuna er bíll nálgaðist, gekk síðan áfram með hann að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem hinn ákærði var handtekinn skömmu síðar.Fyrir dómi kvaðst maðurinn hafa séð fjóra stráka við hótelið og að einn þeirra hafi boðið honum fíkniefni. Við þetta hafi honum brugðið og það hafi fokið í hann. Sagði hann tvo af mönnunum við hótelið hafa tekið upp lögregluskírteini og sagst vera lögreglumenn. Við það hafi hann tekið skilríkin af þeim og sagt að núna væri hann löggan. Við það hafi hann teymt einn manninn að lögreglustöðinni við Hlemm, engin átök hafi átt sér stað og sagðist hann aðeins hafa verið að framkvæmda borgaralega handtöku.Lögreglustöðin við Hverfisgötu.vísir/anton brinkSá handtekni sagðist hafa óttast um líf sitt Vitnisburður fjórmenninganna sem maðurinn hitti fyrir utan hótelið var hins vegar á aðra leið. Var vitnisburður þeirra nokkuð samhljóða um það að maðurinn hefði komið upp að þeim og spurt þá hvort þeir væru með spítt eða amfetamín. Sagðist hann vera lögreglumaður og sýndi þeim lögregluskírteini sem hann hafði um hálsinn. Töldu þeir allir að maðurinn væri í annarlegu ástandi en að mögulegt væri að hann væri lögreglumaður.Framkvæmdi hann þá leit á þremur þeirra með því að láta þá standa upp við vegg og fór hann í gegnum vasana á fötum þeirra. Sagði hann við aðra starfsmenn sem komi aðvífandi að einn þeirra lægi undir grun í stóru fíkniefnamáli. Tók maðurinn þá í framhandlegg þess starfsmanns hótelsins og dró hann í átt að Rauðarárstíg. Benti starfsmaðurinn þá honum á að lögreglustöðin væri í hina áttina og sneri maðurinn þá við og hélt í átt að lögreglustöðinni.Sagðist starfsmaðurinn hafa óttast um líf sitt og á einum tímapunkti hafi maðurinn reynt að fleygja honum í veg fyrir strætisvagn. Við komuna á lögreglustöðina var maðurinn hins vegar handtekinn. Sagði starfsmaðurinn fyrir dómi að málið hefði haft mikil áhrif á sig, hann finni fyrir óöryggi í stórum hópi fólk auk þess sem hann glímdi við áfallastreituröskun og kvíðaröskun.Maðurinn sem þóttist vera lögreglumaður var handtekinn við komuna á lögreglustöðina.Vísir/VilhelmVar ekki heimilt að framkvæma borgaralega handtöku Vitnisburður annarra vitna renndi að mati Héraðsdóms Reykjavíkur stoðum undir vitnisburð starfsmannsins sem maðurinn reyndi að handtaka. Þá bendi ekkert til þess að starfsmenn hótelsins hafi verið með nokkur fíkniefni eða viðhaft neina þá háttsemi sem réttlæt geti aðgerðir mannsins, því hafi honum ekki verið heimil borgaraleg handtaka.Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot fyrir atvik í októbermánuði á síðasta ári. Maðurinn ók þar bifreið undir áhrifum fíkniefna og mældist í blóði hans amfetamín, MDMA og kannabisefni. Maðurinn var stöðvaður fyrir utan Hagkaup í Skeifunni og var hann með þrjár MDMA-töflur í fórum sínum.Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, auk þesss sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf hann að greiða um 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, ólögmæta nauðung, gripdeild og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn þóttist vera lögreglumaður, framkvæmdi leit á starfsmönnum hótels í Reykjavík og tók eigur starfsmanns ófrjálsri hendi. Maðurinn handtók annnan mann en þurfti aðstoð hans við að rata á lögreglustöðina við Hverfisgötu.Var mannninum gefið að sök að hafa framkvæmt leit á þremur starfsmönnum hótels í miðborg Reykjavíkur. Eftir leitina tilkynnti hann einum mannanna að hann væri handtekinn og leiddi hann út af hótelinu. Hinn ákærði ýtti þá starfsmanninum í götuna er bíll nálgaðist, gekk síðan áfram með hann að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem hinn ákærði var handtekinn skömmu síðar.Fyrir dómi kvaðst maðurinn hafa séð fjóra stráka við hótelið og að einn þeirra hafi boðið honum fíkniefni. Við þetta hafi honum brugðið og það hafi fokið í hann. Sagði hann tvo af mönnunum við hótelið hafa tekið upp lögregluskírteini og sagst vera lögreglumenn. Við það hafi hann tekið skilríkin af þeim og sagt að núna væri hann löggan. Við það hafi hann teymt einn manninn að lögreglustöðinni við Hlemm, engin átök hafi átt sér stað og sagðist hann aðeins hafa verið að framkvæmda borgaralega handtöku.Lögreglustöðin við Hverfisgötu.vísir/anton brinkSá handtekni sagðist hafa óttast um líf sitt Vitnisburður fjórmenninganna sem maðurinn hitti fyrir utan hótelið var hins vegar á aðra leið. Var vitnisburður þeirra nokkuð samhljóða um það að maðurinn hefði komið upp að þeim og spurt þá hvort þeir væru með spítt eða amfetamín. Sagðist hann vera lögreglumaður og sýndi þeim lögregluskírteini sem hann hafði um hálsinn. Töldu þeir allir að maðurinn væri í annarlegu ástandi en að mögulegt væri að hann væri lögreglumaður.Framkvæmdi hann þá leit á þremur þeirra með því að láta þá standa upp við vegg og fór hann í gegnum vasana á fötum þeirra. Sagði hann við aðra starfsmenn sem komi aðvífandi að einn þeirra lægi undir grun í stóru fíkniefnamáli. Tók maðurinn þá í framhandlegg þess starfsmanns hótelsins og dró hann í átt að Rauðarárstíg. Benti starfsmaðurinn þá honum á að lögreglustöðin væri í hina áttina og sneri maðurinn þá við og hélt í átt að lögreglustöðinni.Sagðist starfsmaðurinn hafa óttast um líf sitt og á einum tímapunkti hafi maðurinn reynt að fleygja honum í veg fyrir strætisvagn. Við komuna á lögreglustöðina var maðurinn hins vegar handtekinn. Sagði starfsmaðurinn fyrir dómi að málið hefði haft mikil áhrif á sig, hann finni fyrir óöryggi í stórum hópi fólk auk þess sem hann glímdi við áfallastreituröskun og kvíðaröskun.Maðurinn sem þóttist vera lögreglumaður var handtekinn við komuna á lögreglustöðina.Vísir/VilhelmVar ekki heimilt að framkvæma borgaralega handtöku Vitnisburður annarra vitna renndi að mati Héraðsdóms Reykjavíkur stoðum undir vitnisburð starfsmannsins sem maðurinn reyndi að handtaka. Þá bendi ekkert til þess að starfsmenn hótelsins hafi verið með nokkur fíkniefni eða viðhaft neina þá háttsemi sem réttlæt geti aðgerðir mannsins, því hafi honum ekki verið heimil borgaraleg handtaka.Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot fyrir atvik í októbermánuði á síðasta ári. Maðurinn ók þar bifreið undir áhrifum fíkniefna og mældist í blóði hans amfetamín, MDMA og kannabisefni. Maðurinn var stöðvaður fyrir utan Hagkaup í Skeifunni og var hann með þrjár MDMA-töflur í fórum sínum.Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, auk þesss sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf hann að greiða um 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira