Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2019 23:31 Hér má sjá þegar byrjað var að losa tankana með systurnar innanborðs úr vögnunum í Eyjum. Mynd/aðsend Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvalið í kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Vélin sem flutti hvalina lenti hér á Íslendi rétt fyrir tvö og eftir tollafgreiðslu og skoðun dýralækna var lagt af stað Suðurstrandarveginn áleiðis að Landeyjahöfn. Fyrirhugað var að stoppa í Grindavík og á Selfossi en ákveðið var að hætta við það til að vinna upp tíma eftir að töf varð á brottför frá Kína. Rétt um klukkan átta í kvöld var hins vegar skyndilega ákveðið að stöðva á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við annan þeirra. Það gekk þó greiðlega að ganga úr skugga um að allt væri í lagi og haldið var áfram áleiðis að Landeyjahöfn í lögreglufylgd. Þá beið Herjólfur á eftir hersingunni í Landeyjum og sigldi með systurnar yfir í Heimaey.Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít.Vísir/HJALTIÍ Eyjum verða hvalirnir settir í einangrun í sérsmíðaðri landlaug þar sem þeir munu dvelja í a.m.k. 4 vikur. Þegar aðlögun þeirra er lokið verða þeir fluttir á afgirtan griðastað í Klettsvík. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um 10 árum síðan og fluttir í dýragarðinn í Kína en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. Rúm þrjú ár eru síðan erindi vegna þessa innflutnings barst Matvælastofnun. Á þeim tíma hafa skilyrði til innflutnings verið mótuð m.t.t. heilbrigðis og velferðar dýranna annars vegar og smithættu hins vegar. Var þetta gert í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Vísir fylgdist með ferðalagi mjaldrasystranna, alla leið frá Kína til Vestmannaeyja, í dag. Vaktina má nálgast í heild sinni hér. Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvalið í kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Vélin sem flutti hvalina lenti hér á Íslendi rétt fyrir tvö og eftir tollafgreiðslu og skoðun dýralækna var lagt af stað Suðurstrandarveginn áleiðis að Landeyjahöfn. Fyrirhugað var að stoppa í Grindavík og á Selfossi en ákveðið var að hætta við það til að vinna upp tíma eftir að töf varð á brottför frá Kína. Rétt um klukkan átta í kvöld var hins vegar skyndilega ákveðið að stöðva á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við annan þeirra. Það gekk þó greiðlega að ganga úr skugga um að allt væri í lagi og haldið var áfram áleiðis að Landeyjahöfn í lögreglufylgd. Þá beið Herjólfur á eftir hersingunni í Landeyjum og sigldi með systurnar yfir í Heimaey.Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít.Vísir/HJALTIÍ Eyjum verða hvalirnir settir í einangrun í sérsmíðaðri landlaug þar sem þeir munu dvelja í a.m.k. 4 vikur. Þegar aðlögun þeirra er lokið verða þeir fluttir á afgirtan griðastað í Klettsvík. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um 10 árum síðan og fluttir í dýragarðinn í Kína en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. Rúm þrjú ár eru síðan erindi vegna þessa innflutnings barst Matvælastofnun. Á þeim tíma hafa skilyrði til innflutnings verið mótuð m.t.t. heilbrigðis og velferðar dýranna annars vegar og smithættu hins vegar. Var þetta gert í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Vísir fylgdist með ferðalagi mjaldrasystranna, alla leið frá Kína til Vestmannaeyja, í dag. Vaktina má nálgast í heild sinni hér.
Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45
Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15
Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35