Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2019 14:04 Eftir utanvegaaksturinn voru myndatökur næsta skref Instagram Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. Þetta staðfestir Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri. Segir hann að litið hafi verið til umfangs skemmdanna sem urðu á jarðveginum við utanvegaaksturinn við ákvörðun upphæðar sektarinnar. Lágmarkssekt er 350 þúsund krónur samkvæmt lögum um um náttúruvernd. Ferðamaðurinn sem um ræðir er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem hann honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifaði hann á Instagram þar sem hann deildi þessum kveðjum Íslendinga. Tikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. Þetta staðfestir Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri. Segir hann að litið hafi verið til umfangs skemmdanna sem urðu á jarðveginum við utanvegaaksturinn við ákvörðun upphæðar sektarinnar. Lágmarkssekt er 350 þúsund krónur samkvæmt lögum um um náttúruvernd. Ferðamaðurinn sem um ræðir er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem hann honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifaði hann á Instagram þar sem hann deildi þessum kveðjum Íslendinga. Tikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00
Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15