Forseti borgarstjórnar vill bjórkæli í búðina Ari Brynjólfsson skrifar 6. júní 2019 07:15 Dóra Björt Guðjónsdóttir, hér fyrir miðri mynd, er forseti borgarstjórnar. fréttablaðið/anton brink Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, skorar á Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að setja aftur kæla í Vínbúðina í Austurstræti. Kælirinn var fjarlægður árið 2007 að ósk Vilhjálms Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra. Líkt og greint var frá í gær var tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um að afnema einokunarverslun ríkisins ekki afgreidd og var hún í kjölfar tillögu borgarstjóra send til umsagnar. „Á meðan við ræddum málið í marga klukkutíma á síðasta borgarstjórnarfundi mundi ég eftir því þegar borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins ákvað að taka út kæla úr Vínbúðinni í Austurstræti og banna sölu stakra bjóra. Til þess þá að reyna að bola heimilislausu fólki með margþættan vanda í burtu af Austurvelli, eins og þú losnir allt í einu við áfengisvanda með því að bjóðast ekki lengur kaldur, áfengur drykkur. Tel ég þetta því vera magnaða skammsýni sem kemur svo bara niður á öllum á svæðinu,“ segir Dóra Björt. „Neyslustýring hefur oft ekki tilætluð áhrif. Mér finnst, byggt á mínum frjálslyndis- og umburðarlyndishugsjónum, að við eigum frekar að hjálpa og styðja við fólk en að stjórna því. Við eigum ekki að hafa alltaf áhyggjur af því að fólk vilji njóta lífsins.“ Sigrún Ósk Sig urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir núverandi húsnæði ekki bjóða upp á stóran kæli sem hægt væri að ganga inn í. Í dag sé aðeins að finna kæliskáp í versluninni í Kringlunni. Vildi hún að öðru leyti ekki tjá sig þar sem ekki hefði borist formlegt erindi. Fram kemur í nýrri könnun Maskínu að aldrei hafi jafn margir Íslendingar verið hlynntir sölu áfengis í einkareknum verslunum, 44 prósent eru því hlynnt en 40 prósent á móti. „Við þurfum að láta af þessari forræðishyggju og átta okkur á því að Íslendingar eru orðnir frjálslyndari og afslappaðri, því vil ég skora á ÁTVR að setja inn aftur kælana í Vínbúðina í Austurstræti. Þannig getur fólk á þessu svæði notið áfengis með litlum fyrirvara, frekar en að þurfa að fara inn á bari og kaupa áfengi dýrum dómum eða drekka hlandvolgan bjór.“ Dóra Björt studdi tillöguna sjálf, það gerðu einnig aðrir Píratar, borgarfulltrúar Viðreisnar og tveir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örn Þórðarson, var á móti. Málið mætti einnig andstöðu hjá öðrum fulltrúum Samfylkingarinnar, Miðflokksins, Flokki fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Dóra Björt segir það skjóta skökku við að Sjálfstæðismenn séu að setja þetta mál á dagskrá í borgarstjórn þegar þeir séu í ríkisstjórn. „Ég skil ekki alveg þennan skyndilega ákafa Sjálfstæðismanna í þessu máli þó ég styðji það. Þetta er flokkur sem hefur verið við völd á þingi í áratugi en samt hefur málið aldrei farið í aðra umræðu á þinginu,“ segir forseti borgarstjórnar. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, skorar á Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að setja aftur kæla í Vínbúðina í Austurstræti. Kælirinn var fjarlægður árið 2007 að ósk Vilhjálms Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra. Líkt og greint var frá í gær var tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um að afnema einokunarverslun ríkisins ekki afgreidd og var hún í kjölfar tillögu borgarstjóra send til umsagnar. „Á meðan við ræddum málið í marga klukkutíma á síðasta borgarstjórnarfundi mundi ég eftir því þegar borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins ákvað að taka út kæla úr Vínbúðinni í Austurstræti og banna sölu stakra bjóra. Til þess þá að reyna að bola heimilislausu fólki með margþættan vanda í burtu af Austurvelli, eins og þú losnir allt í einu við áfengisvanda með því að bjóðast ekki lengur kaldur, áfengur drykkur. Tel ég þetta því vera magnaða skammsýni sem kemur svo bara niður á öllum á svæðinu,“ segir Dóra Björt. „Neyslustýring hefur oft ekki tilætluð áhrif. Mér finnst, byggt á mínum frjálslyndis- og umburðarlyndishugsjónum, að við eigum frekar að hjálpa og styðja við fólk en að stjórna því. Við eigum ekki að hafa alltaf áhyggjur af því að fólk vilji njóta lífsins.“ Sigrún Ósk Sig urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir núverandi húsnæði ekki bjóða upp á stóran kæli sem hægt væri að ganga inn í. Í dag sé aðeins að finna kæliskáp í versluninni í Kringlunni. Vildi hún að öðru leyti ekki tjá sig þar sem ekki hefði borist formlegt erindi. Fram kemur í nýrri könnun Maskínu að aldrei hafi jafn margir Íslendingar verið hlynntir sölu áfengis í einkareknum verslunum, 44 prósent eru því hlynnt en 40 prósent á móti. „Við þurfum að láta af þessari forræðishyggju og átta okkur á því að Íslendingar eru orðnir frjálslyndari og afslappaðri, því vil ég skora á ÁTVR að setja inn aftur kælana í Vínbúðina í Austurstræti. Þannig getur fólk á þessu svæði notið áfengis með litlum fyrirvara, frekar en að þurfa að fara inn á bari og kaupa áfengi dýrum dómum eða drekka hlandvolgan bjór.“ Dóra Björt studdi tillöguna sjálf, það gerðu einnig aðrir Píratar, borgarfulltrúar Viðreisnar og tveir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örn Þórðarson, var á móti. Málið mætti einnig andstöðu hjá öðrum fulltrúum Samfylkingarinnar, Miðflokksins, Flokki fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Dóra Björt segir það skjóta skökku við að Sjálfstæðismenn séu að setja þetta mál á dagskrá í borgarstjórn þegar þeir séu í ríkisstjórn. „Ég skil ekki alveg þennan skyndilega ákafa Sjálfstæðismanna í þessu máli þó ég styðji það. Þetta er flokkur sem hefur verið við völd á þingi í áratugi en samt hefur málið aldrei farið í aðra umræðu á þinginu,“ segir forseti borgarstjórnar.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira