Nú í dag, þann 6. júní, eru sólskinsstundir mánaðarins komnar yfir sjötíu stundir og því met síðasta árs slegið. Sólin hefur látið sjá sig alla daga mánaðarins og benda spár til þess að veðurblíðan haldi áfram.
Næstu daga er spáð blíðskaparveðri á höfuðborgarsvæðinu og má sjá tveggja stafa hitatölur í kortunum. Sundstaðir borgarinnar hafa verið vinsælir í veðurblíðunni og útisvæði veitingastaða þéttsetin. Veitingamenn eru því kampakátir þessa dagana.

Veitingamenn á American Bar og Café Paris taka í sama streng og segja aðsóknina í að njóta veðurblíðunnar yfir mat og drykk vera gífurlega.
Þá er Óttarr Hrafnkelsson, deildarstjóri Ylstrandarinnar, afar bjartsýnn á sumarið.
„Þetta verður besta sumarið hingað til.“