Slökkviliðið í Hafnarfirði hefur verið kallað út vegna sinubruna. Áætlað er að slökkvistarf muni taka töluverðan tíma.
Bruninn er nærri Flatahrauni í Hafnarfirði, við bæjarmörk Garðabæjar og er slökkviliðið mætt á vettvang með tankbíl og slökkvibíl.
Slökkviliðsmenn náðu að komast að brunanum en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru upptök brunans í erfiðu landslagi.

