Bretinn heitir Christopher Guest More Jr., 41 árs, en hann flúði frá Bretlandseyjum eftir að Brian Waters var pyntaður og barinn til dauða fyrir framan uppkomin börn sín árið 2003.
![](https://www.visir.is/i/6ADF99BD98FFCAE303D451E58256C77F99180CC78C272DCEFA91BFE554E57082_390x0.jpg)
Þrír menn, John Wilson 69 ára, James Raven 60 ára og Otis Matthews 41 árs, afplána nú lífstíðardóm vegna morðsins á Waters í júní árið 2003.
Waters var bundinn við stól áður en hann var hýddur, brenndur, pyntaður með heftibyssu, hengdur á hvolf og barinn og var beittur kynferðisofbeldi með járnröri. Var hann pyntaður í þrjár klukkustundir en á þeim tíma hlaut hann 123 áverka.
Sonur Waters, Gavin, varð einnig fyrir ofbeldi og dóttur hans, Natalie, var ógnað með byssu.