Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 9. júní 2019 12:45 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. VÍSIR/VILHELM Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. „Þessi fjármálaáætlun er byggð á mjög bjartsýnum forsendum, það er mikið áhyggjuefni. Við sjáum að þjóðhagsspá, gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Í hvaða heimi er það að fara að gerast? Aldrei. Verðbólgan á ekki að aukast mikið, atvinnuleysi á örlítið að aukast. Hagvöxturinn á að taka tiltölulega fljótt við sér. Við erum að fara að upplifa meiri niðursveiflu en áætlunin byggir á. Hún er fullkomlega óraunsæ og óskhyggja,“ sagði Ágúst Ólafur sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni.Ágúst hafði gagnrýnt þær breytingar á fjármálaáætlun sem fyrst var lögð fram fyrir tveimur mánuðum síðan og þá einna helst þær lækkanir til málefnaflokka sem koma fram milli áætlana. Formaður fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, sagði þó málflutning Ágústs Ólafs vera bæði raka- og ábyrgðarlausan.Willum sagði Ágúst með orðum sínum gera lítið úr spá hagstofunnar. „Ágúst Ólafur er bara að lýsa yfir hér að spá Hagstofunnar sé óraunsæ og gerir bara lítið úr henni. Það er sú spá sem við byggjum á og það er óþarfi að skjóta sendiboðann,“ sagði Willum. Willum sem gegnt hefur stöðu formanns Fjárlaganefndar frá 2017 sagði að ríkisstjórnin herti nú róðurinn í öllum málaflokkum. „Ég tek undir athugasemdir fjármálaráðs um að við höfum verið að binda okkur við stefnu og því má lítið út af bregða. Við erum að reka okkur á það í niðursveiflu, það er ekkert mál í uppsveiflu, þá er hægt að auka útgjöld hingað og þangað en núna reynir á. Við herðum enn róðurinn í umbótaverkefnum í endurmati útgjalda á öllum málefnasviðum í öllum málefnaflokkum og þar mun reyna á ríkisstjórn og ráðherra yfir sínum málefnasviðum,“ sagði Willum og bætti við. „Það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd og þingið fylgi því fast á eftir því við verðum að fara vel með peningana sem okkur er falin ábyrgð á,“ sagði Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira
Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. „Þessi fjármálaáætlun er byggð á mjög bjartsýnum forsendum, það er mikið áhyggjuefni. Við sjáum að þjóðhagsspá, gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Í hvaða heimi er það að fara að gerast? Aldrei. Verðbólgan á ekki að aukast mikið, atvinnuleysi á örlítið að aukast. Hagvöxturinn á að taka tiltölulega fljótt við sér. Við erum að fara að upplifa meiri niðursveiflu en áætlunin byggir á. Hún er fullkomlega óraunsæ og óskhyggja,“ sagði Ágúst Ólafur sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni.Ágúst hafði gagnrýnt þær breytingar á fjármálaáætlun sem fyrst var lögð fram fyrir tveimur mánuðum síðan og þá einna helst þær lækkanir til málefnaflokka sem koma fram milli áætlana. Formaður fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, sagði þó málflutning Ágústs Ólafs vera bæði raka- og ábyrgðarlausan.Willum sagði Ágúst með orðum sínum gera lítið úr spá hagstofunnar. „Ágúst Ólafur er bara að lýsa yfir hér að spá Hagstofunnar sé óraunsæ og gerir bara lítið úr henni. Það er sú spá sem við byggjum á og það er óþarfi að skjóta sendiboðann,“ sagði Willum. Willum sem gegnt hefur stöðu formanns Fjárlaganefndar frá 2017 sagði að ríkisstjórnin herti nú róðurinn í öllum málaflokkum. „Ég tek undir athugasemdir fjármálaráðs um að við höfum verið að binda okkur við stefnu og því má lítið út af bregða. Við erum að reka okkur á það í niðursveiflu, það er ekkert mál í uppsveiflu, þá er hægt að auka útgjöld hingað og þangað en núna reynir á. Við herðum enn róðurinn í umbótaverkefnum í endurmati útgjalda á öllum málefnasviðum í öllum málefnaflokkum og þar mun reyna á ríkisstjórn og ráðherra yfir sínum málefnasviðum,“ sagði Willum og bætti við. „Það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd og þingið fylgi því fast á eftir því við verðum að fara vel með peningana sem okkur er falin ábyrgð á,“ sagði Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.
Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira